Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2009, Side 33

Skinfaxi - 01.11.2009, Side 33
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 33 Íslensk knattspyrna Íslensk knattspyrna 2009 er 29. bókin frá upphafi en sú fyrsta kom út árið 1981. Það var Sigurður Sverrisson, þáverandi íþróttafréttamaður, sem skrifaði hana. Víðir Sigurðsson kom honum til aðstoðar og þeir skrifuðu bókina árið 1982 í sam- einingu en Víðir hefur skrifað bækurnar samfleytt frá árinu 1983. Í bókunum er að finna nánast allt sem gerist í íslenskum fótbolta á hverju ári. Þar er fjallað ítarlega um efstu deildir karla og kvenna, hvern leik fyrir sig, upplýsingar er að finna um alla leikmenn og alls kyns fróðleik um keppnina, liðin og leikmenn- ina. Neðri deildunum eru líka gerð góð skil, meira að segja utandeildakeppninni. Svo eru lifandi frásagnir af öllum lands- leikjum allra aldursflokka, farið yfir alla íslensku atvinnumennina erlendis og hvað þeir hafa gert á viðkomandi ári, fjall- að um Evrópuleiki félagsliða, og svo öll hin mótin, Bikarkeppnina, deildabikar- inn og annað sem gerist utan hins hefð- bundna keppnistímabils. Umfjöllun um yngri flokka er mikil í bókunum. Fjallað er um úrslitaleiki í öll- um flokkum á Íslandsmótinu, úrslit allra leikja eru til staðar og mikið af myndum LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannam ót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T frá hinum ýmsu drengja- og stúlknamót- um sem haldin eru víða um land. Það hefur komið á daginn í seinni tíð hve dýrmætar heimildir eru t.d. fólgnar í myndunum af meistaraliðum yngri flokk- anna sem hafa frá fyrstu tíð verið í bók- inni. Fólk skoðar mikið þessar myndir í eldri bókunum og skemmtir sér við að finna þar fjölmarga fyrrum fótboltamenn og konur sem hafa haslað sér völl á ýms- um sviðum þjóðlífsins, 10, 15, 20 eða 25 árum síðar. Bók ársins 1984 hafði verið uppseld árum saman þegar bókaútgáfan Tindur ákvað að endurprenta hana fyrr á þessu ári. Það er fyrsta bókin í flokknum sem er endurprentuð. Myndirnar frá íslenskri knattspyrnu, sem birst hafa í bókunum frá upphafi, eru í kringum 7.000 og þarf ekki að fara mörg- um orðum um það hversu gífurlegt heimildargildi þær hafa um allt það sem hefur gerst í fótboltanum hér á landi síðustu þrjá áratugina. Í nýju bókinni eru viðtöl við Atla Guðna- son, Sif Atladóttur, Ólaf Jóhannesson landsliðsþjálfara og Sigurð Ragnar Eyjólfs- son, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.