Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2010, Síða 17

Skinfaxi - 01.11.2010, Síða 17
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Það var fimmtudagsmorgunn seint í nóv- ember. Halli, Jói og Bella sátu inni í herbergi heima hjá Jóa og voru að hugsa hvað þau gætu gert spennandi. Úti dundi norðanhríð- arbylur á glugganum, það var frí í skólanum vegna veðurs og ófærðar og í ofanálag var rafmagnslaust. Halli sagði: „Það er nú ekki margt hægt að gera þegar það er rafmagnslaust, tölvan virkar ekki.“ „ – og ekkert hægt að fara út, sjónvarpið dautt, ekkert videó,“ sagði Bella. „Veriði róleg, við finnum eitthvað,“ sagði Jói. Þau sátu þarna í hálfgerðu myrkri, voru aðeins með eitt vasaljós sem var eiginlega alveg að gefa sig, ljósið dofnaði með hverri mínútunni sem leið. Jói og Bella voru 11 ára en Halli var einu ári eldri eða 12 ára. Þau áttu heima í litlu þorpi úti á landi. Þeim líkaði mjög vel að eiga heima þar, alltaf var eitthvað spennandi að gerast. Það kom stundum fyrir á veturna að veðrið væri brjálað en sjaldgæft var að rafmagnið færi af. Þá gerðist yfirleitt eitthvað skemmti- legt, sérstaklega ef rafmagnið var ekki á í nokkra daga. Á meðan þau voru að spjalla um heima og geima heyrðu þau að það var bankað létt á hurðina. Bella hrökk við og Halli hló að henni, Jói stökk upp og opnaði dyrnar en sá ekki að neinn væri frammi. „Hver er að reyna að vera fyndinn?“ sagði Jói ergilegur. Hann lokaði dyrunum og kom aftur inn. Um leið gaf vasaljósið sig alveg, batteríin voru búin. „Þetta var nú ekki gott og ég á engar vararafhlöður.“ Jói fór niður í eld- hús til þess að ná í eldspýtur og kerti, hann var dálitla stund af því að hann var svo lengi að finna kertin. Á meðan sátu Halli og Bella í myrkrinu, Bella var pínu hrædd en Halli lét ekki bera á neinu, veðrið gnauðaði heldur hærra en fyrr og það hvein í öllu. „Hvað er Jói að gera svona lengi? Af hverju kemur hann ekki aftur?“ sagði Bella með örlítið titrandi röddu. Rétt í þessu kom Jói og kveikti á kertinu hjá þeim. „Þetta er nú bara jólalegt,“ sagði Halli „enda styttist í jólin.“ Krakkarnir fóru svo að spjalla um jólin, heilmiklar jólapæl- ingar. Þau fóru að segja hvert öðru frá því þegar þau voru lítil og voru hrædd við jóla- sveininn og margar aðrar minningar flugu á milli. Á meðan þau voru á kafi í þessum umræð- Jólatöfrar eða „Var þetta raunverulegt“ um var næstum farið fram hjá þeim að það var bankað aftur. Þeim þótti þetta dálítið skrýtið vegna þess að það var enginn frammi þegar var bankað síðast. Halli var fljótur að stökkva til og reif upp hurðina en það var það sama og áður, enginn fyrir utan. Hann lokaði dyrunum svo og stundi við. Þá sá Bella að það er eitthvað blað undir hurðinni. Jói tók það upp, það var umslag og utan á því stóð „Jóla- skraut“. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á þeim öllum þegar þau sáu þetta og þau hrópuðu öll í einu: „Jólaskraut !!!!“ „Hvað er þetta eiginlega, hver að fíflast í okkur? Hér er enginn heima,“ sagði Jói og andlitið á honum var eitt spurningarmerki. Krakkarnir opnuðu umslagið en það var tómt. Þetta þótti þeim vægast sagt undarlegt og þau skildu ekki neitt í neinu. Bellu leist ekki á þetta. Hún var þess full- viss að þarna væri eitthvað á seiði sem væri eitthvað gruggugt og hún ekki tilbúin að tak- ast á við, en hún var ein um þessa skoðun. Strákarnir voru spenntir og voru búnir að velta umslaginu fram og aftur, bera það upp að kertaljósinu, þefa af því og fleira. „Má ég kannski aðeins sjá umslagið?“ sagði Bella. „Þetta er svona gamalt umslag með fóðri,“ sagði hún svo og togaði í fóðrið. Strákarnir horfðu agndofa á Bellu kippa fóðr- inu úr umslaginu og ekki nóg með það, heldur sneri hún umslaginu við og viti menn, þar var lesning. Strákarnir stukku á fætur og reyndu að hrifsa umslagið af henni. „Hei, veriði róleg- ir, ég er með þetta og það var ég sem upp- götvaði það,“ sagði hún. Hún stillti sér upp en var ekkert að flýta sér og strákarnir voru orðnir órólegir. „Flýttu þér,“ sögðu þeir báðir í kór. Og Bella las: Kæru vinir! Þar sem ég er í örlitlum vand- ræðum ákvað ég að biðja ykkur um hjálp. Já, af hverju ykkur? Svörin við því koma síðar og þá munuð þið skilja ýmislegt betur. En ef þið fylgið öllum fyrirmælum fer allt mjög vel og allir geta átt gleðileg jól. Verið ávallt viðbúin. „Stendur ekkert meira?“ spurðu strákarnir mjög forvitnir og Jói tók af henni umslagið til þess að vera viss um að þetta væri rétt hjá Bellu. „Hvað er þetta, trúir þú mér ekki?“ spurði Bella. Jói játti því að hann tryði henni, honum fannst þetta bara svo skrýtið. Halli settist niður með blað og penna. Hann var að reyna að átta sig á hvað þessi spurningar- merki undir bréfinu þýddu. Krakkarnir voru búin að reyna í hálftíma að finna út hvað spurningarmerkin táknuðu en án árangurs. „Hvað eigum við að gera næst?“ spurði Jói. „Við verðum bara að vera róleg og bíða, Vera viðbúin eins og stóð í bréfinu,“ sagði Bella. Þau voru orðin svöng og drifu sig niður í eldhús og fóru að gera sér samlokur. Þau voru sannarlega orðin svöng því að þau fengu sér þrjár samlokur á mann. Þegar Halli var að ganga frá eftir sig sá hann jólakúlu á eldhúsbekknum og spurði Jóa hvort hún ætti að vera þarna. Jói varð bara hissa og yppti öxlum og kannaðist ekkert við þessa stöku jólakúlu á eldhúsbekknum heima hjá sér í lok nóvember. Þau fóru aftur upp í her- bergið hans Jóa og tóku kúluna með sér. „Ég veit hvað við gerum!“ sagði Bella. „Opnum kúluna!“ „Til hvers að eyðileggja jólakúluna okkar?“ hnussaði í Jóa. Halli hlustaði ekki á þusið í Jóa, tók kúluna og braut hana í tvennt, og viti menn: Innan í kúlunni var miði. „Ja, hérna, nú fer þetta að verða hreint aldeilis spennandi,“ sagði Bella, tók miðann og gerði sig líklega til þessa að lesa hann upp- hátt fyrir þau. „Nú má ég lesa,“ sagði Jói. „Á ég ekki að gera það? Ég las hinn mið- ann,“ sagði Bella. Það varð svo úr að Bella las hann. Á miðanum stóð: Kæru vinir. Nú hefst hefst erfitt verkefni sem ég þarf að biðja ykkur um að leysa. Það liggur mikið við. Ef eitthvað bregst hjá ykkur, koma engin jól í landinu. „Koma engin jól, það má ekki gerast?“ hváði Halli við. Bella las áfram af miðanum. Það sem þið þurfið að gera núna er að fara upp á loft og finna þar gamla kistu sem er full af gömlu jólaskrauti. Kistan er merkt Ástvaldi Geirssyni, hann átti heima í þessu húsi fyrir mörgum árum, löngu áður en þið fæddust, og mömmur ykkar og pabbar voru bara krakkar. Þegar þið hafið fundið kistuna opnið hana og finnið lítinn upptrekktan jólasvein ... Takk í bili, meira síðar Jólasaga: Höfundur: Júlíus Júlíusson F M BS

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.