Skinfaxi - 01.11.2010, Page 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Eitt hundrað ára afmælishátíð Ungmenna-
sambands Skagafjarðar var haldinn í Húsi
frítímans á Sauðárkróki laugardaginn 13.
nóvember sl. Ávörp og tónlistaratriði voru
flutt og fjölmargir gestir þáðu veitingar á
þessum merku tímamótum í sögu Ung-
mennasambandsins.
Ungmennasamband Skagafjarðar var
stofnað 17. apríl árið 1910. Fyrstu árin tók
það að sér hin árlegu sumarmót er ung-
mennafélögin höfðu hrundið af stað. Á þeim
fóru fram kappreiðar, keppt var í ýmsum
íþróttum og flutt eitt eða fleiri erindi.
100 ára afmælishátíð
Ungmennasambands Skagafjarðar
Fimmtán ungmennafélög höfðu verið stofn-
uð víða um Skagafjörð árið 1955, það fyrsta,
Ungmennafélagið Æskan, í Staðarhreppi
20. október 1905, af 15 drengjum, og Ung-
mennafélagið Framför í Lýtingsstaðahreppi
1. nóvember sama ár. Nú eru 12 aðildar-
félög innan UMSS með tæplega 3.000 félags-
menn sem er um 70% allra íbúa Skagafjarðar.
Stofnun æskulýðsfélaga í Skagafirði má
rekja til Sigurðar Sigurðssonar frá Drafla-
stöðum, síðar búnaðarmálastjóra og skóla-
stjóra Bændaskólans á Hólum. Hann hafði
brennandi áhuga fyrir framförum lands og
þjóðar og þó fyrst og fremst fyrir framför-
um landbúnaðarins. Áhugi hans hafði mikil
áhrif á lærisveina hans, sem margir voru úr
Skagafirði. Æskulýðsfélögin, sem stofnuð
voru í Skagafirði haustið 1905, voru runnin
af þessari rót og sprottin af þörf æskumanna
til að láta til sín taka á eigin vettvangi og trú
þeirra á að heilbrigt samfélag æskumanna
myndi þroska þá bæði andlega og líkam-
lega en auk þess líklegasta leiðin til að koma
áhugamálum æskunnar í framkvæmd.
Haft er fyrir satt að ungmennafélags-
hreyfingin hafi borist hingað til lands frá
Noregi og að fyrsta ungmennafélagið hafi
verið stofnað á Akureyri 7. janúar 1906 eða
nokkrum mánuðum eftir að fyrstu félögin í
Skagafirði tóku til starfa. Skagfirðingar not-
uðu ekki ungmennafélagsnafnið í upphafi
og kenndi annað félagið sig við framfarir en
hitt við æskuna, eins og fyrr var sagt. Næst
kom Ungmennafélagið Fram í Seyluhreppi
sem var stofnað 20. október 1907 og Ung-
mennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki var
síðan stofnað 26. október sama ár. Síðan
komu Ungmennafélagið Hegri í Hegranesi
og Glóðafeykir í Akrahreppi, stofnuð ári
síðar. Þá komu Framsókn á Gljúfuráreyrum
árið 1914, Höfðastrendingur í Hofsósi árið
1917, Von í Stíflu 1918, Ungmennafélag
Holtshrepps í Austur-Fljótum árið 1919, Ung-
mennafélagið Geisli í Óslandshlíð árið 1921,
Bjarmi í Goðdalasókn í Lýtingsstaðahreppi
1922. Þrettánda ungmennafélagið, Hjalti í
Hjaltadal, var stofnað árið 1927, Ungmenna-
félag Haganeshrepps árið 1946 og loks
Ungmennafélagið Grettir í Skarðshreppi
árið 1954. Tvö þessara ungmennafélaga
starfa enn undir sínum upprunalegu nöfn-
um, Tindastóll og Hjalti. Auk þeirra eru
Ungmennafélögin Neisti á Hofsósi og Smári
í Varmahlíð innan vébanda UMSS í dag.
Helga Guðrún
Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ,
afhendir Sigur-
jóni Leifssyni,
varaformanni
UMSS, áletraðan
skjöld frá hreyf-
ingunni í tilefni
100 ára afmælis-
ins.