Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.2010, Side 28

Skinfaxi - 01.11.2010, Side 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Dvöl í íþróttalýðháskóla er mikil upplifun Ungmennafélag Íslands er í samstarfi við sjö íþróttalýðháskóla í Danmörku. Samstarf þetta hefur varað í nokkur ár og hefur UMFÍ styrkt mikinn fjölda ung- menna til dvalar í skólunum. Dvöl í íþróttalýðháskólunum er afar skemmtilegur kostur. Ungmenni, sem þangað fara, eiga möguleika á að læra tungumálið enn frekar, kynnast nýjum vin- um og æfa íþróttir við frábærar aðstæður. Metnaður skólanna er mikill og kennararnir eru einstaklega góðir. Lífið í skólunum er afskaplega fjölbreytt og þar geta allir fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Skólarnir bjóða upp á þjálfararéttindi í flestum íþróttagreinum, farið er í námsferðir til annarra landa svo sem skíðaferðir og margt fleira. Kostur er á að stunda nám í skólunum mismunandi lengi. Hægt er að fara út að hausti og koma heim fyrir jól. Einnig er hægt að fara út í janúar og koma heim að vori, svo eitthvað sé nefnt. Margir fara í lýðháskóla eftir stúdentspróf „Það er töluverð aukning í skólunum í vetur eftir nokkra lægð sem varð í kjölfar efnahagskreppunnar. Nemendur, sem fara héðan til náms, eru mjög ánægðir með skólavistina ytra. Það er töluvert um að krakkar fari til náms þegar stúdentsprófi lýkur, áður ákvörðun um frekara framhalds- nám liggur fyrir. Dvöl í íþróttalýðháskóla í Danmörku er mikil upplifun,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi hjá UMFÍ, í samtali við Skinfaxa. Skólarnir sjö eru víðs vegar um landið og námsframboð þeirra er afar fjölbreytt. Þeir eru: Idrætshøjskolen i Sønderborg, Gymnastikhøjskolen i Ollerup, Gerlev Idræts- højskole, Idrætshøjskolen Århus, Gymnas- tik- og Idrætshøjskolen ved Viborg, Nord- jyllands Idrætshøjskole og Idrætshøjskolen Bosei. Frekari upplýsingar um skólana má finna á heimasíðunni umfi.is. Efst til vinstri: Idrætshøjskolen Bosei. Efst til hægri: Gerlev Idræts- højskole. Til vinstri: Frá Viborg. Til hægri: Nord- jyllands Idræts- højskole. Neðst til hægri: Frá Sønderborg.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.