Ægir - 01.01.1942, Side 7
Æ G I R
MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS
35. árg.
Rcykjavík — janúar 1942
Nr. 1
Davíð Ólafsson:
Sjávarútvegurinn 1941.
Inngangur.
Á árinu 1941 selti styrjöldin svip sinn
á sjávarútveg landsmanna meir en
nokkru sinni fyrr.
Áhrifa styrjaldarinnar g'ælti bæ'ði
hcint og óheint á öllum sviðum sjávar-
útvegsins, en þó mun það a'ðallega vera
þrennt, sem djúptækust álirif liefur
haft.
í fyrsta lagi hið tiltölulega mjög til-
finnanlega manna- og skipátjón af
styrjaldarástæðum, i öðru lagi tundur-
duflarekið við strendur landsins og i
þriðja lagi viðskiptasamningar þeir,
sem gerðir voru um sölu á fiskfram-
leiðslu landsmanna.
Það var um miðjan marz, sem ógnir
styrjaldarinnar dundu yfir fiskiskip
þau, sem sigldu með fisk til sölu á
brezkan markað. Eftir að tvö skip
höfðu orðið fyrir árásum, var ákveðið
að hælla siglingum i bili. Hafði þetta
viðtæk áhrif á afkomu þeirra skipa,
sem við þennan rekstur voru riðin, svo
<>g á afkomu bátaútvegsins, seni haf'ði
selt mikinn hluta af afla sínuin í þessi
skip, og þannig g'etað losnað við aflann
"ýjan fvrir mjög sæmilegt verð.
En þau tjón og önnur, sem síðar urðu
bæði af völdum styrjaldarinnar og fyrir
hamfarir náttúrunnar, hafa önnur og
djúptækari áhrií’ á framtíð sjávarút-
vegsins. Fiskiskipastóll landsmanna
liefur gengið meir saman á árinu en
dæmi munu vera til um langt skeið áð-
ur, og er það því ískyggilegra sem erf-
iðara er nú að fylla upp i skörðin á því
sviði en nokkurn tíma fyrr. Raunveru-
leg minnkun á fiskiskipastólnum nam á
árinu 5,4% að rúmlestatölu, og er þó
vafasamt að sum þeirra skipa, sem
keypt voru til landsins á árinu, geti tal-
izt fiskiskip eða verði það er fram liða
stundir, svo að í rauninni mun minnkun
fiskiflotans vera enn meiri. Hér er því
um mjög' athyglisverða þróun að ræða
fyrir sjávarútveginn og' raunar þjóðar-
búskapinn i heild, en velmegun þjóðar-
innar byg'gist nú meir á útgerð en
nokkru sinni fyrr. Það er þvi þjóðar-
nauðsyn að gera allt, sem unnt er, ekki
aðeins lil að halda fiskiskipastólnum
við, heldur auka hann af fremsta megni.
Eins og áslandið er nú í heiminum, er
ekki nokkur von til þess að fiskiskipa-
stóllinn verði aukimi með aðkevptum
skipum, hvorki nýjum né gömlum, þar