Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1942, Page 19

Ægir - 01.01.1942, Page 19
Æ G I R 13 innan til á nesinu, í Stykkishólmi og Grundarfirði. Þó var sæmilegur afli í marzmánuði, og opnir vélbátar öfluðu sæmilega á heimamiðum í janúarmán- uði, en fyrir þá veiði tók algerlega í fehr- úarhyrjun, og stóð það aflaleysistímabil þar til seint í jnarz. Yfirgnæfandi meiri hluti aflans í Sunnlendingafjórðungi var seldur heint til útflutnings ísvarinn. Þó var þetta æði misjafnt í hinum ýmsu veiðistöðvum. Þannig stóðu veiðistöðv- arnar austanfjalls illa að vígi með að losna við fiskinn nýjan, vegna þess, hve langt er fyrir þær að koma fiskinum til þeirra staða, þar sem skip liggja til fisk- kaupa. Yarð því að salta meiri liluta afl- ans á þeim stöðum. Aftur stóðu veiði- stöðvarnar við Faxaflóa vel að vígi í þessu tillili. Skip lágu að jafnaði til fisk- kaupa í Keflavík, og var fluttur þangað fiskur frá öllum verstöðvum á Suður- nesjum. Söltun var smávægileg, þar til siglingastöðvunin varð í marzmánuði. Einna hezt mun Akranes liafa staðið að vigi með að geta selt fiskinn nýjan. Mun ekki hafa verið saltað jafnlítill hluti af fiskinum í neinni veiðistöð í fjórðungn- um. Afli hátanna í Grundarfirði og Stykkisliólmi var að mestu leyti seldur í hraðfrystihús, þar sem erfilt var að fá skip til fiskkaupa þangað, og langt fyrir hátana að fara til næstu hafna, þar sem fiskkaupaskip voru. Var verðið á fiskin- um nokkuð lægra í hraðfrystingu. Um saltfiskaflann verður getið síðar. Beituskortur gerði nokkuð vart við sig á vertíðinni. Óvíða var þó um bagalegan skort að ræða, en á nokkrum stöðum neyddust menn lil að nota slæma beitu vegna skorts á góðri heitu. Ennfremur komst heita i mjög hátt verð, og munu vera dæmi til að verðið hafi orðið 2 kr. pr. kg, en almennt mun það þó liafa verið 50—70 au. pr. kg. Loðnuveiði var ekki mikil og slóð stutt. Var verðið á loðnunni 70—100 kr. pr. tunna. Nokkuð af smásíld var flutt að frá Fáskrúðsfirði og Akureyri, og reyndist hún sæmileg til heitu. Þegar siglingar íslenzku skipanna með ísvarinn fisk stöðvuðust í marz og söltun hófst í stórum stíl, varð brátt til- finnanlegur saltskortur víða í veiðistöðv- unum. Sérstaklega á þetta við um veiði- stöðvarnar á Suðurnesjum. Töpuðust margir róðrar af þessum orsökum, og var það einmitt á þeim tíma er sízt skyldi, eða þegar afli var heztur. Nokkr- ar sallbirgðir fengust frá Siglufirði, er Síldarverksmiðjur ríkisins áttu, en hæði var það mjög dýrt salt og ekki vel fallið til söltunar á fiski. Þrált fyrir það, að aflabrögð voru sums staðar léleg og víðast lítið hetri en í meðallagi, var afkoma útgerðarinnar og sjómanna með bezta móti. Munu há- setahlutir hafa komizt liærra á þessari vertíð en nokkru sinni fyrr. Var það að þakka hinu góða verði, sem var á fisk- inum, þegar hann var seldur í fisk- kaupaskip. Lifrarfengur á vertíðinni mun hafa verið nokkuð meiri en árið áður. Hve mikið meiri liann hefur verið er ekki unnt að segja, vegna þess, hve skýrslur um fyrra-ársaflann eru af skornum skammti. Eins og áður voru gerðar lifr- armælingar í 4 veiðistöðvum: Vest- mannaeyjum, Sandgerði, Keflavík og Akranesi. í Vestmannaeyjum sýndu mælingarn- ar eftirfarandi: Úr 700 kg af fiski fengust: 7. marz .... 72 fiskar 50 1 lifur 15. — .... 59 — 50 21. — .... 96 — 63 30. — ....'107 — 56 30. — ... ."77 — 58 * Línufiskur. — *' Netjafiskur.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.