Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1942, Síða 42

Ægir - 01.01.1942, Síða 42
36 Æ G I R ári, en þá var meðalsalan aðeins um 2 569 sterlingsp. Hækkunin er því rúm- lega 100%. Fækkun ferðanna slafar hér af sömu ástæðu og hjá togurunum og áður var á minnst. En flutningaskipin hófu sigling- ar fyrr eftir að stöðvunin varð i marz- mánuði. Fyrsla skipið sigldi út aftur 4. mai, en aðeins fá skip sigldu þó lil að ljyrja með. Auk þessara skipa voru nokkur leigu- skip hér við landið, sem keyptu fisk til útflutnings, og sömuleiðis mikið af fær- eyskum fiskkaupaskipum. Enn fremur hafði matvælaráðuneytið l)rezka skip í förum til flutnings á fiski, einkum eftir að samningurinn var gerður í öndverð- um ágústmánuði. Meira af hátafiski mun liafa verið flutt út ísvarið á þessu ári en nokkru sinni fyrr, en ekki hefur þó tekizt að afla ná- kvæmra upplýsinga um raunverulegt magn og verðmæti lians. Útflutningsmagnið var þó óeðlilega litið í aprilmánuði vegna siglingastöðv- unar íslenzku skipanna. Meðalverðið á bátafiski var í des. 1940 45.8 au. pr. kg, og var það hæsta meðal- verð á því ári. Ástæðan fyrir þessu liáa verði er skýrð í ársyfirlitinu í 1. thl. Ægis 1941, bls. 32. Verðið lækkaði þegar i janúar 1941, þegar vetrarverlíð liófst og meira fór að berast að af fiski. Til þess að hindra óeðlilegt verðfall, setli útflutningsnefnd lágmarksverð á allan hátafisk til útflutnings í ís, og var það 37 au. pr. kg af þorski og 0.45 pr. kg af ýsu. Þótti ekki þörf á að setja lágmarks- verð á fleiri tegundir þá þegar. Síðar var lágmarksverðinu breytt tvisvar, 27. febr- úar og 1. april, og loks ákeðið fast verð, er hrezk-íslenzki fisksölusamningurinn var gerður í hyrjun ágúst. Vísast um þetta til 8. thl. Ægis 1941, hls. 194, og verður ekki farið nánar út í það hér. Þess skal aðeins getið, að með þeim út- gerðarkostnaði, sem nú er orðinn á bát- ununi, þá er verðið á nýja fiskinum samkv. samningnum of lágt, ef miðað er við meðalafla á vetrarvertíð. Enda liafa komið fram allháværar raddir meðal hátaútvegsmanna um að verðið fengizt hækkað verulega við vænlanlega samn- inga um sölu á fiskframleiðslunni. Verð- ur því ekki trúað að óreyndu, að Bretar sjái ekki sanngirni þess, að verðið verði hækkað a. m. k. í samræmi við liækk- andi útgerðarkoslnað. Veltur hér á miklu fyrir hátaútveg landsmanna, að vel tak- ist með samninga þá, sem væntanlega verða gerðir. 5. Hraðfrysting. Frystihúsum lil fiskfrystingar hélt á- fram að fjölga á árinu. Voru þau talin 31 árið 1940, en árið 1941 voru starfrækt 37. I lok ársins voru nokkur ný hús ým- ist tilbúin eða að verða tilhúin til slarf- rækslu, og enn voru nokkur í smíðum eða undirhúningi. Voru alls 15 hús, sem þannig var ástalt um. Eftir fjórðungum skiptast frystiliúsin þannig, að i Sunnlendingafjórðungi, þar með talið Snæfellsnes, eru 16 starf- andi og 6 í byggingu eða undirbúningi, Vestfirðingafjórðungi —- þar með tal- inn Steingrímsfjörður — 7 slarfandi og 4 í hyggingu eða undirbúningi, Norð- lendingafjórðungi 12 starfandi og 2 í byggingu eða undirbúningi og í Aust- firðingafjórðungi 2 starfandi og 3 i byggingu eða undirbúningi, og mun eitt þeirra vera tilbúið til starfrækslu. Frystihúsin voru starfrækl mjög mis- jafnlega langan tírna á árinu. Gefur tafla XVIII yfirlit yfir innkeypt fiskmagn til frystihúsanna i hverjum inánuði ársins

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.