Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1944, Qupperneq 4

Ægir - 01.11.1944, Qupperneq 4
218 Æ G I R Jón Auslniann. væri bráðfeigur, er fengi sel á færi. Þessi feigðarboði köm á öngul Jóns, eitt árið, með- an hann var enn lmrmingur, og skeði það í siðasta róðri fyrir páska. Er bátsverjar sáu dráttinn, hristu þeir höfuðið og höfðu við orð, að blessaður drengurinn mundi þá ekki koma með þeim á sjóinn aftur. Þegar heim kom, lét hann ekki á neinu hera. Svo slóð þá á, að nokkrar veturgamlar kindur vantaði í hús, og varð hann að fara að leita þeirra. Hann lagði afdráttarlaust af stað og hafði með sér hund, er Kanis hét. Er hann hafði leitað nokkra hríð, varð hann þess áskynja, að kindurnar voru uppi undir hömrum hátt í fjallinu. Áður en liann lagði af stað þangað, kvaddi hann Kanis og mæiti við hann: „Hér skaltu nú sitja, Kanis minn, og bíða min. Komi ég ekki aftur, sem vel getur orðið, þá ferðu heim og gerir aðvart." Ekki er að orðlengja, að ferðin eftir kind- unmn gekk að óskum, en það ætlaði hann, að yrði sín seinasta ganga. Gæftir urðu þeg- ar eftir páska, og urðu lagsmenn hans eigi lítið undrandi, er þeir sáu hann standa Ijós- lifandi við keip sinn. Þegar hann hætti að róa i Suðursveit, réðst hann austur í Breiðdal, en þar var hann aðeins eitt ár. Hefði hann dvalizt þar lengur, ef sjónin hefði ekki þegar verið far- in að deprast svo, að honum var ókleift að sýsla um kindur. Tvö árin næstu var hann við sjóróðra frá Kirkjubóli í Stöðvarfirði, en dvaldist siðan eill sumar á Eskifirði. Þaðan lagði hann leið sína út yfir pollinn og gerðist nú farmaður. Sigldi hann ýmist með Norðmönnum eða Englendingum og fór víða um lönd. Eftir tíu ára útivist leitaði hann heim á ný og settist að í Reykjavík. Var það árið 1891. Hafði sjón hans hnignað svo mjög, að hann treystist ekki lengur til að vera í siglingum. Gerðisl hann nú skútukarl og undi hag sínum vel við það starf. En sjónin þvarr, og' er hann var 45 ára, gat hann helzt ekki ann- að aðhafzt en staðið við vaðbeygjuna og dorgað l'yrir þann gula, Hann var lúsfisk- inn, og var honum því jafnan vel til um pláss. Var hann með ýmsum nafnkenndum skútuskipstjórum hér við Flóann. Má þar lil nefna: Sigurð Símonarson, Ásgeir Þor- steinsson, Oddgeir Magnússon, Þorlák Teits- son, Bergþór Þorsteinsson o. fl. — „Eftir að ég var alveg orðinn blindur, fóru Reyk- víkingar að þreytast á að hafa mig,“ segir Jón, „en ég venti þá mínu kvæði í kross og fór austur á Firði og var þar á skútum ' tvö sumur. Siðan var ég þrjú sumur á skút- um af Vestfjörðum og eitt sumar í Breiða- l'irði. Skútuferill minn endaði á Ásu með Friðrik Ólafssyni. En eftir það reri ég tvö sumur úr Bakkafirði, og' þar með lauk sjó- mennsku minni. Var ég þá 65 ára, og hafði ég þá verið 12 sumur á sjó alveg blindur." Þegar Jón er inntur eftir því, hvort hon- um hafi ekki reynzt erfitt að fara um a skipi, segir hann: „O, nei, ekki svo, maður þekkti þetta alveg eins og fötin sín. Og þótt ég væri að jafnaði með kutann í hendinni. get ég varla sagt, að ég fengi á mig skurfu, hvað þá meira. Maður verður, karl minn, bogavar og varúðarfullur á því að missa sjónina, ]iað þekkja þeir, sem reyna. En það verð ég að segja, að ekki stóð á blessuðuni skipsfélögum mínum að létta undir með mér. Þeir sáu það flestir í við mig orðalaust, þótt ég gæti ekki leyst öll störf af hendi.‘

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.