Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1944, Page 7

Ægir - 01.11.1944, Page 7
Æ G I R 221 l<>l(lu þau eðlileg og af brýnni nauðsyn gerð, l>ar seni tekið hefði fyrir fiski á opnu bátana Vegna ágangs togaranna. Og öðrum þræði töldu svo þessir menn lítið vit í því að láta Rretann kasta fyrir borð öllum þorskfiski, l)egar hægt var að fá hann keyptan fyrir lit- inn pening. Ekki mun ]>að hafa verið al- gengt, að íslendingar, sem yfirvöldin hittu lyrir í erlendum togurum, hlytu sektir fyrir dælsku eða orðhákshátt við þau, en þó bar ]>að við. Þannig var Arnbjörn Ólafsson í Keflavik dæmdur í Landsyfirrétti 2. april ár- >ð 19()0 í 200 kr. sekt eða 00 daga fangelsi til Vai’a fyrir að vaða upp á embættismann með osniánum og skammaryrðum“, er hann var að gegna embætti sínu. Embættismaðurinn, seni fvrir þessu varð, var Franz Siemsen, sýslumaður í Hafnarfirði, en hann hafði 15. september 1898 farið út í togarann „Cuckoo“ l'l ]>ess að reka landsréttar gegn skipstjóra, °g var Arnbjörn þar fvrir. Arnbjörn var e>nn af þeim mönnum, sem mjög mikil mök liafði við enska togaramenn, og höfðu marg- u’ a honum illan hifur fyrir vikið. Vel má lesa 'milli línanna, hvernig andaði i garð Arnbjörns, i smá fréttaklausu i Þjóðólfi 21. 111 arz 1899. Er þar greint frá því, að togari lrá Hull haf'i strandað á Meðallandsfjöru, en niannhjörg orðið. Loks segir svo orðrétt: >*Skipverjar voru 11 að tölu og hinn 12. Arnbjörn Ólafsson fvrrv. bakari í Keflavík, en nú upp á síðkastið trúnaðarmaður og fylgifiskur botnvörpuveiðanna, er oftar en einu sinni hefur verið kærður fyrir ólevfileg niók við þessa útlendu vfirgangsseggi. Lá nú )'ð sjálft, að hann kynni ekki oftar frá tíð- ’ndum að segja.“ Svipaður er tónninn í ísa- 1 °Id, þár sem sagt er frá þessu sama atviki. ^að, sem meðal annars vakti fyrir Arnbirni 'neð því að kynnast náið togaraútgerð, voru hugmyndir hans um íslenzka togaraútgerð, l)ví að hann var eindregið þeirrar skoðunar, aö íslendingar ættu sem fyrst að hefjast landa í þeim efnum. Og þegar að því kom, að fyrsti togarinn var keyptur hingað til *ands, yar hann með í ráðum, eins og nánar 'erður vikið að hér síðar. Utlendingar hefja hér togaraútgerð. Þegar í byrjun árs 1899 fóru að berast fregnir hingað til lands um að útlendingar ætluðu, ásamt ýmsum tilgreindum íslending- um, að byrja hér togaraútgerð á sumri kom- anda. Þessar fiskisögur flugu fljótt og viða, eins og oft vill verða, þegar i aðsigi eru nýj- ungar, sem menn hafa mjög skiptar skoðanir á. Fyrst í stað var erfitt að henda reiður á því, hvað hæft mundi í þessum fregnum, því að mikið skorti á, að þær væru samhljóða. En þrátt fyrir það mörkuðu þessar fregnir gleggri skil manna á meðal um þessi mál. Naumast verður á því villzt, að sá flokkur- inn var stærri, sem var andvigur því, að hér yrði stolnað til togaraútgerðar. Þessi fylking manna skiptist í tvennt, og var afstaða hvors hópsins mörkuð af gerólikum forsendum. Annars vegar voru þeir, sem ekki máttu heyra togaraútgerð nefndá og óskuðu hátt og í hljóði að geta vísað norður og niður öllu því togarastóði, sem héldi sig við strendur landsins. Hins vegar voru þeir, sem verzlun höfðu við erlenda togara. Þeir kusu að skip þessi væru sem flest hér við Iand. Andstaða þeirra við innlenda togaraútgerð, ])ótt ekki væri nema nafnið eitt, hvggðist á ótta við takmörkun á þessum viðskiptum. Og ástæð- an fyrir þessum ótta var meðal annars sú, að kvisazt hafði, að þeir, sem hér ætluðu að reka togaraútgerð, vildu kaupa allan þorslc- fisk, er til næðist, af enskum togurum, með

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.