Ægir - 01.11.1944, Síða 20
234
Æ G I R
var að kveikja í lúkara og yfirléitt ekki um
önnur ljós að ræða en yfir áttavita og venju-
ieg sigiingaljós. Matur var aftur á móti næg-
ur enn þá. Heldur þótti nú vistin daufleg,
þegar ekki var lengur hægt að bregða upp
ijósi og það í háskainmdeginu.
Tveimur eða þremur dögum síðar en þeir
fengu áfallið, dreymdi Guðmund, að hann
jióttist kominn til staðar, er hann hafði
aldrei litið fvrr. Lá staður ])essi að sjó, og
var þar talsverð byggð. Þótti honum Pálm-
inn leggjast þar að einni bryggjunni. Einn
manninn þekkti hann í hópnum, sem var á
bryggjunni. Reyndist það vera Friðgeir
Hallgrímsson frá Kjalveg undir Jökli. Var
það ungur maður, sem verið hafði í sigling-
um undanfarin ár. Hvað fleira bar við í
þessum draumi man Guðmundur nú ekki
lengur.
Leið nú og beið, án þess að nokkuð mark-
vert bæri við. Pálminn hjakkaði ýmist á-
f’ram eða aftur á bak, unz hami bar upp und-
ir breiða vík að morgni hins 20. desember.
Var þá fáni dreginn að hún. Eftir nokkra
stund bar þar að hafnsögumann, er bauðst
lil að fylgja þeim til lands. Nú var ekki verið
að telja eftir fimm krónur, því að ekki var
innt eftir því, hvað fylgdin ætti að kosta.
Skipaði hafnsögumaðurinn svo fyrir, að
setja skyldi út öll segl og meira að segja jað-
ar, og var nú siglt svo mikinn, að Muncb
gamla þótti nóg að gert. Um kvöldið komu
þeir til Egersund, og var lagzt fyrir festar
þar í höfninni. Voru þá liðnir 49 dagar frá
því að þeir lögðu frá Stykkishólmi, en 26
dagar frá því að þeir skildu við hafnsögu-
manninn við Líðandisnes.
Pálminn lá nú þarna á höfninni þar til
milli jóla og nýárs, en þá var hann færður
að hafnargarðinum og byrjað að gera við
hann og losa farminn. — Það þóttist Guð-
mundur sjá, að þetta væri staðurinn, sem
borið hafði fyrir hann í draunmum. En
hvergi varð hann var við Friðgeir Hall-
grímsson.
Guðjón Þorsteinsson, eini farþeginn á
Pálma, skildi við þá félaga í Egersund, því
að sýnt þótti, að úr því, sem komið var,
mundi Pálminn ekki l'ara lil Hafnar á þess-
um vetri.
Skipverjar undu hag sínum vel í Eger-
sund. Pálminn lá alltaf við bryggju, og var
verið að smálosa hann. 5. marz var því lok-
ið, og var ]iá þegar lagt af stað. Nú var ferð-
inni heitið til Middlebourgh í Englandi. —
Skip frá Noregi fylgdi þeim langleiðis, en
eftir að þeir' skildu við það, lentu þeir í þoku
og voru loks dregnir til lands af hjólabát.
Er þeir voru að leggjast að bryggju í Mid-
dlebourgh, var Friðgeir Hallgrímsson, sá er
Guðmund hafði dreymt í hrakningunum,
fyrsti maðurinn, sem hann kom auga á þar.
Eftir vikudvöl í Englandi lagði Pálminn af
stað áleiðis til íslands og' var þá lilaðinn
salti. Ekkert sérstakt har við á þeirri leið,
en þrjár vikur urðu þeir til Stykkishólms.
Með miðsvetrarskipinu komu bréf til
Stykkishólms frá skipverjum á Pálma, þar
sem greint var frá ferð þeirra til Noregs.
En löngu áður en þau koinu, höfðu borizt
þangað fregnir, sem bentu til þess, að Pálm-
inn niundi hafa farizt. Flaug meðal annars
fregn um það, að rekald hefði borið að
landi á Sandi, svo sem koffort og fleira, og
töldu menn, að það mundi vera úr Pálman-
um. Það, sem inest jók á líkurnar fyrir því,
að Páhninn liefði farizt, var hinn mikli
veðrahamur, sem hyrjaði í þann mund, er
hann lagði frá Elliðaey og hélzt vikum sam-
an. Menn urðu því alls hugar fegnir fréttun-
um með miðsvetrarskipinu, en þó létti ótt-
anum fyrst lil fulls, er Pálminn sást sigla
inn á Stykkishólmshöfn síðla aprílmánaðar.
3