Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1944, Qupperneq 30

Ægir - 01.11.1944, Qupperneq 30
244 Æ G 1 R ræða, þorrrii vel öðru hverju, ei'tir að þaú hafa verið þvegin. Þegar fiskurinn er lcominn á land, þá steðjar að honum ný hætta, en það er rvkið. Loftið yfir sjónuni og þá um leið í skipun- um er oftast mjög hreint og rylclaust. Þegar á land er komið, er þetta allt annað, einkum þó í bæjum og borgum, en þar er fiskinum oftast landað. f göturyki bæjanna og í öllu moldryki er ákaflega mikið af gerliun. Ryk þetta með öllu, er því fylgir, sezt einkum þar fyrir, sem rakt er. Ef bíll með blautum fiski er keyrður gegnum ryk, safnast ryk- ið því sérstaklega fyrir á fiskinum. Rakinn gerir það að verkum, að rykið situr fast, og fiskurinn getur stöðugt tekið á móti meiru. Sama kemur líka til greina, þar sem liskur er geymdur í húsum. Er þá nauð- synlegt að halda húsunum ryklausum og gæta þess, að ekki berist ryk inn um dyr eða glugga. Með ís, sem notaður er til kælingar, og með vatni eða sjó, sem notaður er til þvott- ar, geta borizt gerlar á fiskinn, ef nægilegr- ar varkárni er ekki gætt. ís, sem tekinn er af tjörnum, getur oft verið mjög óhreinn. ís, sem gerður er í frystihúsum, fer eftir vatninu, sem í hann er notað. Vér íslending- ar eigum því láni að fagna, að hér er víðast hvar mjög gott vatn, og þarf litlu að kosta til hreinsunar á því. Sjálfsagt er þó að láta athuga vatn það öðru hverju, sem notað er til fiskþvottar eða í ís, alveg eins og um drykkjarvatn væri að ræða. Sama gildir um sjó, sem notaður er til fiskþvotta, sé hann tekinn fast við land, eins og oft er gert. Þar, sem skolpleiðslur eru nálægt, eða inni á höfnum, getur sjórinn verið mjög óhreinn, svo að þvotturinn verður verri en enginn. Það er sýnilegt, að á tímabilinu frá því að fiskurinn er veiddur og þangað til hann hef- ur verið frystur, þurrkaður, saltaður eða þá soðinn, er honum sérstaklega mikil hætta búin af völdum gerlanna. Fyrsta ráðið til ])ess að verja fiskinn skemmdum er því að verja hann gerlum, en það verður bezt gert með hreinlæti. Hrein skip, hrein hús, hrein Fiskaflinn 31. október 1944. (Miðað við slægðan iisk með haus). 1. Fiskur, ísaður: Okt. 1944 smál. Jan.-okt. 1944 smál. Jan.-okt. 1943 smál. a) I útflutningsskip .. 1 929 87 394 84 909 b) Afli fiskiskipa útfl. af peim 6 205 70 271 59 395 Samtals 8 134 157 665 144 304 2. Fiskur til frystingar.. 433 52 365 29112 3. Fiskur í lierzlu 1 328 1 183 4. Fiskur til niðursuðu . » 146 103 5. Fiskur i salt: a) Vrenjul. saltfiskur . 10 3 223 3 663 b) Tunnusaltaður .... » » 312 6. Fiskur til neyzlu .... » 898 » 7. Sild » 221 843 181 958 Samtals 8 577 437 468 360 635 áhöld, hreint vatn og hreint loft er það, sem að ber að keppa. Slor, blóð og allan úrgang er nauðsynlegt að fjarlægja sem bezt frá fiskinum, enn fremur að verja hann ryki og öðrum utanaðkomandi óhreinindum. Þeim gerlum, sem í fiskinn eru komnir, verður á þessu tímabili bezt haldið í skefj- um með kælingu. Kæling með ís er algeng- asta aðferðin. Slík kæling dregur mjög úr starfsemi gerlarina, en stöðvar hana ekki alveg, og er því aðeins bráðabirgðarráð- stofun. Siðast en ekki sizt ber að gæta þess, að því styttri tími, sean Hður frá því að fiskur- inn er veiddur og þangað lil hann hefur ver- ið frystur, þurrkaður, saltaður eða soðinn, því minna berst í fiskinn af gerlum og því minni tima hafa gerlarnir til þess að skemma hann. Hraði hefur því mikla þýð- ingu. Því fvrr sem fiskurinn er kominn yfir hættutímabilið, því betra. Hreinlæti, kæling, hraði, það eru höfuð- atriðin, sem gæta ber, ef fiskurinn á að verða góð vara. Aðalheimildarrit: F. P. Griffiths: A review of the hacteriology of fresh marine-fishery products. Food Research, 1937, Vol. 2, No. 2.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.