Ægir - 01.11.1944, Síða 44
258
Æ G I R
H.F. HAMAR, Símnefnl: HAMAR, Reykjavik. Sfml: 1695, 4 linur.
REYKJAVÍK. Framkvæmdarstjóri: BEN. GRÖNDÁL cand. polyt.
Framkvæmum: alls konar viágeráir á skipum, gufuvélum og mótorum. Enn fremur rafmagnssuðu, logsuáu og köfunarvinnu. Utvegum og önnumst uppsetningu á frystivélum, niáursuáuvélum, hita- og kælilögnum, lýsisbræáslum, olíu- geymum og stálgrindahúsum.
Fyrirliggjandi: ]árn, stál, málmar, þéttur, ventlar o. fl.
Vélsmiðja ♦ Ketilsmiðja ♦ Eldsmiðja ♦ Járnsteypa
íiskflutningaskip, er ýmist lágu á Ólafsvík
eða Grundarfirði. Sjór var almennt stund-
aður frá Sandi, og var veiði yfirleitt góð.
Aflinn var lagður í frystihúsið á staðnum.
Nokkrir bátar úr Stvkkishólmi stunduðu
flyðruveiðar og' fengu reytingsafla, og var
aflinn sendur með bilum til Reykjavikur.
Vestfirðingafjórðungur.
Patreksfjörður. Átta bátar stunduðu lóða-
veiðar, og voru þrír þeirra þiljubátar. Yfir-
leitt var góðfiski, og var sjór vel sóttur.
Aflinn var 1500—4000 kg i róðri. Mest voru
farnir 1(5 róðrar i mánuðinum.
Tálknafjörður. Þaðan stunduðu 5 opnir
vélbátar veiðar, og var aflinn vfir mánuð-
inn frá 15—80 smál. á bát. Aflinn var lagð-
ur í hraðfrystihús á Patreksfirði.
Arnarfjörður. Einn 1(5 rúml. bátur og tveir
opnir vélbátar stunduðu veiðar úr firðinum.
Afli var yfirleitt góður. Mest aflaðist 5000
kg á þiljubátinn, en á smábátana 1200—1400
kg. Þilfarsbáturinn aflaði fyrir 22 þúsund
krónur. Mest voru farnir 18 róðrar.
Dýrafjörður. Tveir bátar úr Haukadal
stunduðu veiðar af og til. Nýsmíðaður bátur
frá Þingeyri, er Gullfaxi heitir, var um það
hil að hefja veiðar í inánaðarlokin. Afli var
vfirleitt tregur.
Flaleyri. Þar var yfirleitt ágætur afli, eða
4000—5000 kg i róðri. Mest voru farnir 16
róðrar, en hæstu mánaðarhlutir urðu 1000
krónur.
Suðureyri. Þar var yfirleitt reytingsafli-
Hjá stærri bátunum, er sóttu á heimamið,
var veiðin 3000—4000 kg í róðri. Smærri bát-
arnir fengu 1000—2000 kg i róðri. Einn af
stærri bátunum sótli á mið ísfirðinga, og
fékk hann mest 13 (500 kg í róðri. Mest vorii
farnir 12 róðrar. Aflinn var allur látinn i
frystihús.
Rolungavik. Gæftir voru óvenjugóðar, eft-
ir því sem gerist á þessum tíma árs og afla-
brögð í betra lagi. Mest voru farnir 21 róður.
Mestur afli á stærri hátana var 7800 kg, en