Ægir - 01.09.1945, Side 3
Æ G I R
MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS
38. árg.
Reykjavík — september— október 1945
Nr. 9-10.
Verkefni, sem verður að leysa.
Fyrir fjórum árum ritaði ég greiu í
. Morgunblaðið, er néfndist „Rannsóknir í
þágu sjávarútvegsins“. Reyndi ég þar i
stuttu máli að rekja það, sem hérlendis
iiafði verið gert í þessum efnum og jafn-
franit gerði ég tilraun til þess að benda á,
hvaða verkefni biði úrlausnar að þessu
leyti. 3'aldi ég byggingu rannsóknarstofu
fyrir fiskiðnað eitt af þeim verkefnum, sem
nauðsynlegt væri að undirbúa þegar og
ráðast síðan í framkvæmdir strax að styrj-
óld lokinni. Síðan þetta var ritað hefur oft
sinnis verið minnst á þetta mál í Ægi, þá
hefur því og verið hreift víðar og síðastl.
vetur skipaði menntamálaráðherra nefnd,
er m. a. skyldi fjalla um það.
Þótt ekki sé með öllu kostalaust að
halda máli þessu vakandi er það þó eigi
einhlítt, því að tvímælalaust er hér um
mikilvægt verkefni að ræða, sem óumflýj-
anlegt er að leysa skjótt og' á viðunandi
hátt.
Rannsóknarstofa sú, er starfar á vegum
Fiskifélagsins, hefur haft geisimikla þýð-
ingu fyrir sjávarútveginn, þótt henni haíi
jafnan verið skorinn of þröngur stakkur.
Þótt þessi stofnun hefði eigi gert annað en
að koma þorskalýsisiðnaðinum í það horf,
sem nú er koinið, mætti það eitt teljast ær-
ið, miðað við það fé, sem henni hefur verið
lagt. En fjölmörgu öðru er til að dreifa
eins og ársskýrslur rannsóknarstofunnar
bera með sér.
Það mætti hlálegt heita, ef allur hinn
svo nefndi stríðsgróði tæmdist án þess að
sinnt væri framkvæmd þessa þýðingar-
mikla verkefnis. Bróðurhluti þess fjár-
magns, sem ríkissjóði hefur áskotnazt
undanfarin ár, er kominn frá sjávarúlveg-
inum, um það veður aldrei deilt. En því
óumdeilanlegri er sú skylda alþingis og
ríkissjóðs að hlúa að þeirri stofnun, sem
þegar hefur sýnt vafalaust gagn og vitað cr
að sjávarútvegurinn hlýtur að þurfa að
styðjast við í framtíðinni í ríkari og' veiga-
meiri mæli en nú.
Menn ræða um að koma hér upp fisk-
iðnaði í stórum stíl og þykjast sjá ótelj-
andi möguleika í því sambandi. Það er
vafalaust rétt, að okkar bíða margvísleg
verkefni á þessu sviði og' aðstæður í þess-
um efnum eru hér að ýmsu leyti ákjósan-
legar, en hins vegar skortir mjög á reynslu
og þekkingu, og' meðan svo er verður tæp-
ast talið gerlegt að fara geist úr hlaði. Það
er verkefni rannsóknarstofu fiskiðnaðar-
ins að leiða í Ijós og þrautkanna, hvað hægt
er að gera í þessum efnum. Þar verður ekki
aðeins um rannsókn að ræða á því, hvað
unnt muni Vera að framleiða sem iðnaðar-
vöru, heldur jafnframt að fá úr því skorið,
livort jiessi framleiðsla geti staðið undir
sér. Jafnframt því, sem stofnun þessi
sinnir fyrrgreindum verkefnum, mun hún
verða þeim leiðbeinandi, er ráðast vilja í
framleiðslu á þeim vörum, sem rannsóknic