Ægir - 01.09.1945, Qupperneq 5
Æ G I R
179
Sj
omann
askóli
inn
#■ ■
nyi
Laugardaginn 13. okt. var hið veglega
sjómannaskólahús á Vatnsgeymahæð vígt
iun leið og' Stýrimannaskólinn og Vél-
stjóraskólinn voru settir í fyrsta sinn.
Fjölmenni mætti við athöfn þessa, nein-
endur eldri og yngri, gestir fjölmargir og
var þeirra á meðal forseti íslands, herra
Sveinn Björnsson.
Friðrik Ólafsson, skólastjóri, setti at-
liöfnina lyrir hönd byggingarnefndar og
fól Einari Jónssyni, magister, að stjórna
henni. — Auk Friðriks skólastjóra fluttu
ræður: Emil Jónsson, sig'lingamálaráð-
herra, Bjarni Benediktsson, borgarstjóri,
Kjartan Thors, framkvæmdastjóri, fyrir
hönd útgerðarmanna, Ásgeir Sigurðsson,
skipstjóri, fyrir hönd Farmanna og fiski-
mannasambands íslands og' Sigurjón A.
Ólaf sson, fyrrv. alþm., fyrir hönd Sjó-
mannafélags Reykjavíkur.
nokkur þingmaður treystist til að beita þvi
sem tyllirökum gegn málinu, livað þá
meira.
Það var árið 1941, að fjárveitingárvaldið
v eitli fé til byggingar nýs skólahúss fyrir
sjómannaskólana. Árið eftir, eða í nóvern-
ber 1942, var byrjað á byggingunni og
hefur verið unnið að henni æ síðan. Ýmsar
tafir hafa reynda orðið á framkvæmd
verksins og' voru það orsakir styrjaldar-
innar, sem þeim ollu fyrst og fremst. Þegar
skólarnir fluttu í húsið, var að fullu lokið
við 18 skólastofur. Margt er enn ógert vi'ð
skólahúsið og' margt vantar af tækjum til
skólanna. Væntanlega verður úr því bætt
svo fljótt sem kostur er.
Sjómannaskólinn er tvímælalaust ein
veglegasta bygging borgarinnar og ber svo
hátt yfir, að á honum ber mest allra liúsa,
hvaðan sem að bænum er komið, bvort
heldur er af sjó eða landi. Þess mátti sjá
glögg merki í svip margra, er viðstaddir
voru skólavígsluna, ekki sizt eldri manna,
að með þessu glæsilega menntasetri höfðu
ræzt draumar, sem ekki voru aðeins nokk-
urra nátta heldur áratuga gamlir. Víst er
það', að ísl. sjómannastétt verður seint
goldin Torfalögin, en minnug mun hún
þess, hverjir slóðu fastast í ístaðinu, þegar
L. lí.