Ægir - 01.09.1945, Side 6
180
Æ G I R
Ingimundur Steinsson.
Um niðursuðu fiskmetis.
Grein sú, sem hér birtist, er útvarpserindi, sem höf. flutti í útvarpið
fijrir skömma. Ingimundur Steinsson liefur dvatið í Þýzkalandi í 6 ár
og unnið þar að niðursuðu fiskmetis. Hann fór utan 1938, á vegum fiski-
málanefndar, til þess að kijnna sér fiskniðursuðu, aðallega í Þýzkalandi.
Segir hann frá þcim lujnnum sinum og reijnslu í eftirfarandi grein. Efiir
að Ingimundur kom heim í sumar, dvaldist liann norður á Siglufirði
ásamt dr. Jakobi Sigurðssgni, en þeir unnu þar éi vegum síldarverk-
smiðja rikisins að niðursuðu á sild og ýmsum rannsóknum i því sam-
bandi. Nú i haust hefur Ingimundur verið við niðursuðu uppi á Akra-
nesi og viðar.
Ég ætla að segja ykkur dálítið frá fisk-
niðursuðu og vinnu i verksmiðjum í
Þýzkalandi. Ég fór í byrjun ársins 1938 til
Hamborgar. í Hamborg var ég eitt ár i
fiskirannsóknarstofu. Þarna lærði ég hin
fræðilegu undirstöðuatriði og æfði mig í
niðursuðu ýmsra fisktegunda. Þessi rann-
sóknarstofnun var mjög þýðingarmikil
fyrir fiskiðnaðinn. Eftir ársdvöl í þessari
fiskirannsóknarstofnun vildi ég afla mér
haldgóðrar verklegrar þekkingar í þessari
grein. Fór ég þá austur í sjávarborgina
Pillau í Austur-Prússlandi. Þar er mikill
fiskiðnaður.
Ég var fyrstu mánuðina aðstoðarmaður
í smáverksmiðju, fékk sama og ekkert
lcaup, en ég reyndi að halda ]>etta lit með
sparnaði. Þá var mér boðin góð staða sem
varaverkstjóri við aðra stærstu fiskniður-
suðuverksmiðju Þýzlcalands, sem var þarna
tileypt var heimdraganum í sambandi við
skólabyggingarmálið. Þeir eru margir, sem
á ýmsan hátt hafa stutt að því, að hug-
myndin um skólásetrið á Vatnsgeymahæð
er orðið að veruleika og allir eiga þeir
þakkir skyldar.
Að lokinni vígsluhátíð voru Stýrimanna-
skólinn og Vélstjóraskólinn settir af hlut-
aðeigandi skólastjórum.
í Stýrimannaskólanum stunda alls um
120 nemendur nám í vetur, af þeim eru
75 nýir nemendur. Af þeim verða 30 í
undirhúningsdeild til fiskimannaprófs, 11
í undirbúningsdeild fyrir farmannapróf og
23 verða í fiskiskipadeild, en fimm hafa
lokið prófi upp í efri deildir. í öðrum bekk
fiskimannadeildar verða 32 nemendur, í
öðrum bekk farmannadeildar 6 og í 3. bekk
farmannadeildar 10.
Þrítugasta og fyrsta skólaár Vélstjóra-
skólans hófst að þessu sinni og þá fyrst
l'lutti skólinn í eigið húsnæði. Breytingar
liafa ekki orðið miklar á skólanum frá þvi
að hann var stofnaður, að því undanteknu,
að rafmagnsdeild var stofnuð við skólann
1935. Frá því að skólinn var stofnaður hal’a
litskrifazt þaðan 202 vélstjórar, 32 vél-
gæzlumenn og 56 raffræðingar. — M.
Jessen hefur veitt Vélstjóraskólanum for-
stöðu frá því að hann tók til starfa.