Ægir - 01.09.1945, Síða 9
Æ G I R
183
l'leiri efnum, sem gera það aö verkum, að
ekki þarf að sjóða dósirnar á eftir. Þetta
þykir herramannsmatur.
Enn fremur var mikið af síld reykt og
iagt niður í olíu. Þessi síld er verkuð vel og
látin liggja í sterkum saltpækli. 1 þessum
pækli liggur hún vissan tíma og er svo lögð
í þurrk og siðan rejdit og lögð niður í mis-
munandi matarolíur eða sósur. Þetta þótti
góðgætu hið mesta. Einnig saltaði ég' mikið
af sild í krydd, sem ekki er síður góður
matur. Mikið var einnig framleitt af gaffaí-
bitum úr þessar kryddsild.
Úr álnum og laxinum voru búnir til
liinir beztu réttir. Áliinn var mikið reyktur
og einnig lagður í matarhlaup og í ediks-
sýru, og voru þær dósir soðnar. Laxinn var
reyktur, skorinn í sneiðar og lagður í olíu
og hlaup. Laxahrognin voru reykt og búin
til laxakæfa. Lifrin var steikt og lögð í vín-
sósu. Laxhausarnir voru soðnir og' siðan
voru heinin hreinsuð burtu, þá var hausa-
kjötinu hrært saman við soðinn Iauk, mat-
arlírn og alls konai' kryddtegundir. Þetta
var selt háu verði og var mikil eftirspurn
eftir þessari vöru.
Síld og saltfiskur frá Noregi, sem byrj-
aði að flytjast á ófriðarárunum, voru soðin
niður í dósir. Þetta var fersk síld, sem var
pökkuð í kassa, 100 kg í hvern, ofan á síld-
ina var stráð salti og ís. Úr þessari vöru var
oft mikil áhætta að vinna, neina vel væri
að gáð. Oft var nefnilega þannig um búið í
kössunum, að saltið var alltof mikið. Þessa
síld varð maður að taka frá og afvatna sér-
staklega áður en maður gæti tekið hana til
vinnslu. Hinar lélegri tegundir þessarar
sildar voru lagðar niður í hlaup. Síldin, sem
var góð vara, var lögð niður í sinnep og tó-
matsósu.
Þá var einnig búin til síldarkæfa. Er hún
ííerð á þann hátt, að síldin er fyrst soðin,
látin kólna, beinin hreinsuð burtu, síðan
möluð saman við soðnar kortöflur, gulræt-
ur og þurrkaðan ost. Síðan er þetta hrært
sarnan við matarolíu og ýmsar kryddteg-
undir. Þá er þetla sett í dósir og soðið
niður.
Stúlkur við viimu i verksmiðjunni i Pillau.
Saltfiskurinn var vel afvatnaður, skorinn
í stykki og soðinn. Eflir suðuna voru öll
bein hreinsuð burtu, því næst var fiskkjöt-
ið rnalað ásamt kryddi og þurrkaðri mjólk
og búnar til fiskibollur, sem siðan voru
steiktar í mataroliu.
Ég hugsaði oft um feitu íslenzku hafsíld-
ina, þessa þýðingarmiklu útflutningsvöru,
þegar við vorum að vinna úr norsku síld-
inni. Hafsíldin íslenzka, sein við aldrei
fengum þangað austur, er ekki síður hæf til
niðursuðu og annarrar vinnslu en sú
norska og ef til vill betur. íslenzk hafsíld
héfur til jiessa aldrei verið soðin niður og
eru þó miklir möguleikar fyrir hendi í þeim
efnum. Og nú ættum við að taka til hönd-
unum og vinna úr hrávörum okkar alger-
lega sjálfir, byggja verksmiðjur og láta
unga rnenn læra allt, sem lýtur að fisknið-
ursuðu.
Saltsíldin er jivegin vel í þar til gerðum
þvottavélum, síðan er sildin látin ganga út á
borðin til stúlknanna, sem gera að henni,
laka hrognin og lifrina og er strax unnið
úr þessu ef tími vinnst til, en annars saltað
niður í tunnur og geymt. Sumt.af saltsíld-
inni er reykt. Sú síld er látin liggja í stór-
um körurn til afvötnunar mismunandi lang-
an tírna eftir seltunni. Bezt er að hún fái
alltaf rennandi vatn og auðvitað verður að
Iiræra vel í körunum, svo að síldin afvatnist
öll jafnt. Þessi saltsild er síðan lituð lítils-
háttar, því næst er smáteinum stungið gegn-
um tálknin og síðan hengd inn i reyk-