Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1945, Side 14

Ægir - 01.09.1945, Side 14
188 Æ G I R Bergsteinn A. Bergsteinsson. Ferð til Bandaríkjanna. / marzmániiði siðastl. fór tíergstcinn A. Bergsteinsson freðfiskmat- stjóri vestnr iil Bandarikjanna til þess að kgnna sér ijmislegt í sam- bandi við vinnn og verknn i hraðfrgstihúsum þar i landi. Fór Bergsteinn viða um þar vestra og heimsótti flesta þú staði, þar sem freðfiskiðnaður- inn er rekinn með ngjasta sniði. Eftir að hann kom heim, en það var i hgrjun júli, ritaði hann skýrslu um ferðalag sitt og grcinir þar frá flestu því, cr hann sá og okkur má verða að gagni i sambandi við framlciðslu á freðfiski. Grein sú, er hér fcr á eftir, er megin hluti skýrslu hans. Við skýrslugerð þessa hefi ég' lekið það ráð að skýra ekki sérstaklega frá því, sem ég sá í hverri borg fyrir sig, það liefði orðið of langt mál. Heldur mun ég segja í einni heild frá því, sem mér þótti at- hyglisverðast og vænlegast til eftirbreytni, enda varðar það mestu. Þrjú höfuðatriði. Við athuganir mínar á þessum iðnaði vestra var aðallega þrennt, sem mér þótti athyglisverðast: I fyrsla lagi, livilík áherzla er lögð á örugg gæði vörunnar, góðar umbúðir og snyrtilegan frágang. í öðru lagi, hve tæknin er notuð til hlítar, tit þess að auðvelda vinnuna og í'æra vinnukostnaðinn niður. Súðavík. Andvari, skipstjóri Jakob Elíasson. Árs- hlutir kr. 14 568.00. Guðrún, skipstjóri Magnús Grímsson. Árshlutir kr. 10 000.00. Valur, skipstjóri Árni Guðmundsson, Árshlutir kr. 10 000.00. Erlingur. Árshlutir kr. 8630.00. í þriðja lag'i, gernýting aflans út í yzlu æsar. Allt, sem sjómaðurinn kemur með að landi, er hagnýtt á einhvern hátt. Engu er kastað. Þar þekkist ekki að kasta beinum og öðrum úrgangi aftur í hafið. Þegar á það er litið, að fiskveiðar eru engin aðalatvinnugrein hjá Bandaríkja- mönnum, og svo hitt, hvað feikna áherzlu þeir leggja á öll þessi atriði, þá verður manni að hugsa á þessa leið. Hvað meg- um við Islendingar gera, við sem höfuin í rauninni ekkert til okkar lífsframfæris annað en l'ramleiðslu sjávarafurða? Eg mun hér á eftir lýsa í sem stytzu máli aðferðum Bandaríkjamanna við vinnslu fisks og sjávarafurða. Vöruvöndun. í Bandaríkjunum er ekki fyrirskipað opinbert mat, á sama hátt og hér á landi, og liggja ýmsar ástæður að því. Ein ástæðan er hægt að segja að sé sú, að ekki er að ræða um útflutning til ann- arra landa, eins og hjá svo mörgum öðr- um fiskiveiðaþjóðum. Svo er hitt, að þorri fiskiðnaðarverk- smiðja eru geysistór firmu eða hringar, sem hafa fullkomnar rannsóknarstofur til

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.