Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1945, Qupperneq 18

Ægir - 01.09.1945, Qupperneq 18
192 Æ G I R vögnuni inn í kæligeymsluna og' er hlaðið ]jar í ca. 6 feta hæð í stæður, en milli stæð- anna eru hafðir rúmgóðir, vagntækir gangar. Þegar fiskurinn er sendur á markaðs- stað, er hann fluttur í einangruðum vögn- um. Um leið og ég lýk þessari iýsingu, vil ég minnast nokkuð á hreinlæti og aðhúnað verkafólks. Hreinlæti er mjög fullkomið, hvar sem litið er, enda lijálpar það mikið til, að eng- inn úrgangur stöðvast nokkru sinni inni, lieldur fer út jafnóðum, eins og lýst var. Loftræsting er fullkomin og áhöld til þess að halda hæfilegum liita. Sérstakur maður eða stúlka hafa það verk með höndum, að annast um allar fisk- umbúðir, og er þar stakasta hreinlætis gætt við vörzlu þeirra. Fólkið er allt í hvítum sloppum og er látið skipta um þá, þegar á þeim sér. Lækningastofa er á staðnum og þar er ailtaf hjúkrunarkona, einnig kemur þar iæknir einu sinni á dag og dvelur þar þann tírna, sem með þarf. Hann fylgist með heilsufari fólksins og skoðar það svo oft sem honuin linnst ástæða til. Fyrirtælcið rekur matstofu, þar sem verkafólk, skrifstofufólk og allir sem vinna á staðnum, geta fengið keypt fæði á kostn- aðarverði. Margt smávegis fleira, sem lieyrir til hreinlæti og góðum aðbúnaoi mætti telja, en ég læt þetta nægja. Þá er nú iýst þessu vinnukerfi, sem not- að er með nýtízkuaðferðum. En þegar við lílum á þennan iðnað hér heima, vantar mikið á, að við getum framkvæmt vinnuna á þennan hátt, eins og' nú standa sakir. Ég vil nú gera samanburð á þeim að- ferðum, sem við notum almennt nú, og þessum nýtízkuaðferðum, sem að framan er lýst. Móttaka á fiski í frystihús. Því miður hagar allvíðast svo til hjá okkur, að frystihúsin eru byggð það langt frá bryggjum, að löndun með beltaflutn- ingi getur ekki ált sér stað, heldur verður ur að flytja fiskinn í lnlum. Það skyldi vandlega athugað um þau frystihús, sem kunna að verða reist hér eftir, hvort hægt er að koma við sjálfvirkri löndun. Ég býst við að þetta sé mögulegt, að minnsta kosti á flestum fjörðum, þar sem eru sæmilegar hafnir. Þessi löndun fer mun Jjetur með fislvinn og er vitanléga mikið kostnaðarminni. Móttaka á fiski í frystihús. Móttökurúm í hraðfrystihúsum hér er víðast allt of lílið, og' á annan liátt óhagL stætt. Þetta rúm þarf að vera það stórt, að ef fislcur híður flökunar ])á sé hægt að dreifa úr honum með lítilli fyrirhöfn og hafa þunnt á honum. Það fer miklu betur með vöruna og sparar talsvert vinnu. Einn- ig þarf is að vera tiltækur alveg við fislv- móttökurúmið, svo að alltaf sé hægt að ná til lians, ef með þarf. Nú er það svo hjá okkur, að mörg' af hraðfrystihúsunum hafa enga, eða mjög lélega, aðstöðu til þess að framleiða ís. Verður þá að sælvja ísinn annað, þegar lians er þörf, oftast með mikl- um tilkostnaði, en stundum verður að bíða með ísun og fólk eftir honum. Það ætli þvi að vera sjálfsagt, að hvert hraðfrystihús hefði ísframleiðslu til eigin þarfa. Það mundi spara mikla vinnu oft og tíðum. Ég held því óhikað fram, að hraðfrysti- hús, sem ekki hefur ísframleiðsluútbúnað til eigin nota, sé ekki starfshæft til að hraðfrysta fisk, því oft kemur það fyrir, sem eðlilegt er, að verja verður fiskinn skemmdum jneð ís, áður en tími vinnst til að vinna hann. Svo er það óverjandi, aö sjómenn geti ekki fengið is alls staðar þar, sem hraðfrystihús eru starfandi. Utbúnað við ísframleiðslu er hægtaðhafamjögþægi- legan, þólt í smáum slíl sé, og getur oft fall- ið vel inn í aðra vinnu í frystihúsinu og með haganlegum umbúnaði orðið óilýr. Þvottur fisksins. Þvottur fisksins hjá okkur er fram- kvæmdur á þann hátt, að höfð eru stór

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.