Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1945, Side 25

Ægir - 01.09.1945, Side 25
Æ G I R 199 ]>að Jjóst, að við þurfum mikið og margt að bæta hjá okkur. Og við getum það. Við þurfum að hagnýta okkur þá kunnáttu, sem við höfum í þessum efnum, svo við verðum samkeppnisfærir hvað vörugæði snertir. Áður en ég Jýk |>essari skýrslu, vil ég fara hér nokkuð fleiri orðum um hrað- frystihúsin og' freðfisksmatið, til skýringar fyrir þá, sem ekki hafa fylgst með þessum iðnaði hér á landi frá byrjun. Þessi iðnaður, að hraðfrysta innpökkuð l'iskflök, er ekki nema 10 ára hér á landi, eða rúmlega það. Hann hefur göngu sína á slæmum árum, þegar lítið var um fjár- niuni, og var styrktur af Fiskimálanefnd, sem hugsanleg lyftistöng fyrir íslenzkan sjávarútveg, og sést það bezt nú, að það var mikið og þarft átak, er Fiskimálanefnd gerði þar í fyrstu. Margir athafnamenn og samvinnufélög, sem þá réðust í að koma upp slíkum fyrir- tækjum, höfðu takmarkaða fjármuni, og var eðlilegt að margt væri af vanefnum gert, hvað áhöld og útbúnað snerti, og er ekki ámælisvert á þvi stigi málsins. Þar við bættist það, að lítil þekking var á því fyrstu árin, hvernig haganlegast mætli fyrir koma húsum og' útbúnaði við slíka framleiðslu. Þetta höfum við nú verið að læra af reynslunni öll þessi ár, og' reynslan er alltaf góður skóli. Svo koma ófriðarárin. Og vegna mikillar eftirspurnar ]>á eftir þessari vöru ræðst fjöldi manns í þessar framkvæmdir. Þá kemur það, að æ verður örðugra með öflun nauðsynlegra tækja og oft verður að byrja framleiðslu með illa útbúin hús og' áhöld, af þeim ástæðum. Það er því nokkur áslæða til, að þessi útbún- aður er ekki sem skyldi hjá oklcur, því að við ýmsa erfiðeika hefur verið að etja. Það mætti því segja sem svo, að nú slöndum við á tímamótum í þessum iðn- aði, og á ég þar við, að við höfum feng'ið allgóða reynslu hvernig við eigum að búa um vöruna til annarra þjóða og hvaða áhöld og útbúnaður er okkur haganleg- astur. Einnig er þessi iðnaður búinn að veita peningum inn i landið og orðinn það stór, að hann ætti að þola umbætur, og vegna þess stóra hluta þjóðarinnar, sem á afkomu sína undir honum, verður hann að þola það. Þá er það matið. Frá byrjun hefur alltaf verið eftirlit með þessum iðnaði, l'yrst framkvæmt nokkur ár af Fiskimálanefnd og síðan af Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og Sambandi ísl. samvinnufélaga í sameiningu. Nú í rúmlega eitt ár hefur svo verið framkvæmt lögbundið ríkismat með iðn- aði þessuin. Það er víst, að matið er mjög nauðsyn- legt vegna allrar samræmingar’ og vöru- vöndunar yfirleilt, og þótt stutt reynsla sé enn komin á starfsemi þess, þá bendir hún í rétta átt. Það er of langt mál að lýsa skipulagi matsins hér, enda margt sem er í undir- búningi nú því til bóta og eflingar í fram- tíðinni. Eg veit að allir aðilar vilja gera sitt til þess að greiða fyrir matinu, því það er öryggi fyrir gengi þessarar vöru á er- lendum markaði, og' hagsæld allra, sem að þessu vinna, allt frá sjómanninum sem veiðir fiskinn til forstjórans, sem selur hann sem fullunna vöru. Ég óska að taka það fram hér, að ég mun eins og' áður aðstoða menn sem þess óska, með heppilegt vinnufyrirkomulag og útvegun á áhöldum lil þess að bæta það. Ég vænti þess líka, að allir aðilar, sem að þessu standa, aðstoði við og sýni skilning á framkvæmd matsins. Þá vil ég lýsa ánæg'ju minni yfir þeirri ákvörðun Fiskimálanefndar, að byggja ný- tizku hraðfrystihús. Ef þetta hús verður, sem það auðvitað á að vera, búið öllum þeim nýtizku áhöldum er nú þekkjast, þá getur það orðið landsmönnum góður skóli i þvi, hvað hægt er að gera, ef rétt áhöld eru notuð. Einnig hef ég hugsað mér, að það gæti verið gotl að halda námskeið með matsmönnum l'reðfiskjar Vonandi verður þetta hús þannig útbúið, að það geti hag- nýtt allt, sem úr sjQnum kemur, og fram-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.