Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1945, Side 28

Ægir - 01.09.1945, Side 28
202 Æ G I R Reykjaröst G. K. 414. eftir að sérfróður menn höfðu tjáð henni, að verðhækkunin væri aðeins hlutfallsleg liækkun miðað við stofnverðið, að festa kaup á skipunum þannig breyttum. Hafa nú verið undirritaðir samningar inn byggvngu 28 slíkra skipa, og er verð livers skips 98 þús. sterlingspund, sem þó getur breyzt nokkuð til hækkunar eða lækkunar, eftir því, livort vinnulaun og efni hækka eða lækka meðan á smíðinni stendur. Af þessum skipum verða 10 afhent ís- lendingum á næsta ári, en hin fyrir 1. okt. 1947. ' Þá á ríkisstjórnin og völ á að láta byggja 2 skip í viðhót, hvort heldur með gufu- eða dieselvél, og yrðu þau afhent í byrjun árs 1948. “ Reykjaröst G. K. 414. 1 júlímánuði síðastliðnum hljóp nýr hát- ur af stokkunum í skipasmíðastöð Marsell- iusar Barnharð&sonar á ísafirði. Fór bátur þessi þá þegar á síldveiðar. Bátur þessi heitir Reykjaröst og hefur einkennisstafina G. Iv. 414. Hann er 53 rúml. að stærð og liefur 150 liestafla Fairbank Morse vél. Eigandi Reykjarastar er hlutafélagið Röst í Iveflavík. Fram- kvæmdastjóri þess er Margeir Jónsson, en skipstjóri á bátnum er Angantýr Guð- mundsson. Fróái. I júní síðastl. var fullsmíðaður 35 rúml. hátur í skipasmíðastöðinni í Innri-Njarð- vík. Bátur þessi heitir Fróði og er með 150/170 hestafla Budavél. Bátur þessi stundaði sildveiðar við Norðurland í sum- ar. Eigandi Fróða er Egill Jónasson í Ytri- Njarðvíkum, en skipstjóri á honum er Fal- ur Guðmundsson frá Keflavík. Ægi hefur ekki enn tekizt að ná í mynd af bátnum. Síldveiáiskip af nýrri gerá kemur til landsins. Skip það, er Fiskijnálanefnd og síldar- verksmiðjur ríkisins hafa látið smíða í Ameríku kom til Reykjavíkur 22. okt. Skip þetta á að vera hér tilraunaskip við sildveiðar og er það af allt annarri gerð en tíðkast á skipum hér. Hins vegar er þessi gerð á síldarskipum algeng í Ameríku. Þetta nýja skip er smíðað í Tacoma, en bær sá er á Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna. Það er 85% fet á lengd og 22 fet á breidd og tæp 11 fet á dýpt og er smíðað úr Douglasfuru. Það mælist 120—130 rúml.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.