Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1948, Side 12

Ægir - 01.03.1948, Side 12
66 Æ G I R Það var eigi fyrr en á sunnudagsmorgun að unnt reyndist að hefja björgunarstarfið, því að langt var fyrir björgunarsveitirnar að fara og mjög erfitt yfirferðar. Þegar Hjallasandssveitin kom á strandstaðinn voru þar fyrir menn frá Malarrifi og voru þeir að lífga mann, sem skolað hafði á land. Tókst þeim það, en sá hét M. Bradley, sem hjargaðist með þessum hætti. AIls var skot- ið átta björgunarlínum út að togaranum og þrjár þeirra náðu að festast i skipinu, en mennirnir voru svo þjakaðir, að þeir treyst- ust ekki til að handsama þær. Þriðja línan, sem hæfði skipið, festist í aftursiglu, og þegar slakað var á tauginni, tókst svo vel til, að öldurnar skoluðu henni að mönnun- um, sem voru í framsiglunni. Hófst nú björgunin skjótlega og var þá klukkan stundarfjórðung yfir 12. Tókst að bjarga fjórum af þeim, sem voru í framsiglureið- anum, en þeim fimmta skolaði fyrir borð meðan á björguninni stóð, enda gengu sjóav sífellt yfir skipið. Hinir skipverjarnir voru allir látnir, þá er björgunarstarfið hófst. Mennirnir, sem björguðust, voru rnjög illa haldnir af kulda og vosbúð, enda fáklæddir. ☆ Skipbrolsmennirnir fimm, a/ „Epine", talið frá vinsiri: F. Thompson, stýrimaður, T. Smilh, yfirvélsijóri og hásetarnir G. H. Horner, M. Bradleg og H. Yeates. Með mennina var farið að Einarslóni, en þar var þeim veitt sú umönnun og liðsemd, er kostur var á. Þegar þeir höfðu náð sér að mestu eftir volkið, voru þeir fluttir að Hjallasandi, en þaðan komu þeir til Reykja- vikur 20. marz. Þrjú lík hafa rekið og voru þau jarðsett í Reykjavik 23. marz. Eftirfarandi þakkarávarp hafa skipbrots- mennirnir finnn sent íslendingum: „Til íslenzku þjóðarinnar. Fyrir hreysti björgunarsveitarinnar er okkur gert kleift að færa fram okkar auð- mjúku og innilegustu þakkir fyrir hina miklu góðmennsku og gestrisni, sem okkur hefur verið sýnd í erfiðleikum okkar, og við biðjum ykkur öll að taka við okkar hjartanlegasta þakklæti. Það er ætlan okkar að fá birt opinber- lega, er við komum til Englands, frásögn af hinu ágæta starfi, sem þið hafið unnið og við munum sjá til þess, að þar komi fram viðurkenning, sem þið eigið skilið í ríkum mæli, því án ykkar hefðum við hlot- ið sömu örlög og skipsfélagar okkar 14, sem ekki komust lífs af. Og við getum bætt við, að það var ekki vegna þess að þið gerð-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.