Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 11
Æ G I R
185
^eðalalýsi, kg Annað lýsi, kg Lýsi samtals, kg
1948 1947 1949 1948 1947 1949 1948 1947
6 480 254 5 853 204 351 140 433 283 221 075 6 309 723 6 913 537 6 074 279 1
673 295 498 589 72 805 54 760 85 314 488 805 728 055 583 903 2
587 991 380 909 87 318 56 996 22 995 615 441 644 987 403 904 3
__ý34 414 238 269 57 988 47 098 17 757 389 094 571 512 256 026 4
8 265 954 6 970 971 569 246 592 137 347141 7 803 063 8 858 091 7 318 112
Þá kemur að sjálfsögðu greinilega í Ijós, að
aðalveiðitími hennar er á sumrin, enda
veiddist nú yfir 80% af heildaraflanum í
mánuðunum ágúst og september, og nær
^0% yfir sumarsíldveiðitímann eða frá því
] júlí og þar til í september. Framan af ár-
mu eða fyrir sumarsíldarvertíðina var engin
teljandi síldveiði, en hins vegar nokkur
reknetj aveiði eftir að sumarsíldveiði lauk,
°g veiddust um 7 000 smál. síldar, eða um
}0% af heildaraflanum, í mánuðunum októ-
her og nóvember aðallega.
Hins vegar kemur aflinn á þorskveiðun-
um jafnaðarlega að mestu leyti á fyrri hluta
arsins og þó aðallega á timabilinu marz
hl niai, þegar vetrarvertíðin stendur sem
hæst. Á þeim tíma kom á land nær 39% af
heildaraflanum yfir árið, en á allri vetrar-
vertíðinni til maíloka var aflinn um 53%
af heildaraflanum. Að þessu sinni var apríl
aflahæsti mánuðurinn með 13.3% af heild-
araflanum á þorskveiðunum, eða tæpl. 43
Ms. smál. Um sumarið og haustið fór afla-
niagnið heldur minnkandi og komst í des-
embermánuði niður i 4.5% af heildarafl-
anum yfir árið.
horskurinn sjálfur veiðist að sjálfsögðu
Inngmestu leyti á vetrarvertíðinni, enda
Þá stundaðar þorskveiðar bæði af togara-
Hotanum og einnig af bátaflotanum. Að
þcssu sinni komu um % hlutar þorskaflans
a land á tímabilinu janúar til maí. Svipað
C1 a® segja um ýsuna, að aðalveiðitimi henn-
aJ er að jafnaði á vetrarvertiðinni, en þó
einnig nokkuð á sumrin og liaustin, og svo
'ar einnig að þessu sinni. Nokkuð er það
þó frábrugðið með aðrar fisktegundir, á
hvaða tima árs þær helzt veiðast, og má
þar til dæmis nefna, að steinbíturinn veið-
ist að langmestu leyti á vorin og nokkuð
fram á sumarið, karfinn aðallega á sumrin
og haustin og ufsinn sömuleiðis á sumrin
og haustin, en auk þess nokkuð á vorin,
Aðalveiðitími flatfiskanna er á sumrin og
nokkuð fram á liaustið, enda er langmestur
hluti þeirra veiddur með dragnót, en eins
og áður hefur verið getið, er það veiðar-
færi mest notað á sumrin og haustin eða
á meðan landhelgin er opin fyrir dragnóta-
veiðar.
Ekki varð mikil breyting á hagnýtingu
aflans á þessu ári miðað við það, sem verið
hafði undanfarið. (Sbr. töflu IV). Langsam-
lega mestur hluti fisksins á þorskveiðunum
var fluttur út ísvarinn, eða 53.5% á móti
58.5% árið áður. Gætti þar að sjálfsögðu
langmest togaranna, því að lítið var um
það, að bátafiskur væri fluttur út ísvarinn.
Því nær allur afli togaranna var svo sem
kunnugt er fluttur út á þennan hátt, en að-
eins mjög óverulegur hluti hans saltaður.
Frystihúsin tóku nú á móti þvi nær sama
hluta af aflanum eins og árið áður, eða
29.3% á móti 29.5% þá. Er það raunar mjög
svipað og verið hefur undanfarin ár, það er
að segja, að magnið hefur að visu heldur
farið vaxandi, en hlutfallslega hefur það
heldur minnkað, þar sem aflamagnið í heild
hefur vaxið.
Saltfiskverkun var að vísu nokkru meiri
nú en árið áður, en þó fór mjög litill hluti
aflans til þeirrar verkunar, eða tæplega 16%