Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 32
206
Æ G I R
jafnaði bezt til söltunar, þ. e. a. s. feitust.
Erfiðleilcar sköpuðust þó af því, að síld-
veiðin var svo mikil á austursvæðinu, þ. e.
a. s. tiltölulega langt frá aðalverkunarstöðv-
unum og því oft miklum erfiðleikum bund-
ið að flytja síldina til verkunarstöðvanna,
þannig að hún kæmi þangað nægilega fersk
og góð til söltunar.
Af norðanlandssíldinni var langmest
hausskorið og slógdregið eða verkað á sama
hátt og verið hefur undanfarin ár. Var það
alls 40 359 tunnur eða tæplega helmingur
þeirrar síldar, sem saltað var. Sykursalt-
aðar voru 26 868 tunnur eða rúmlega
30% af magninu, og var það svipað og árið
áður. Þá varð kryddsíldarframleiðslan
16 676 tunnur á móti 9500 tunnum árið áð-
ur og loks kverkuð saltsíld venjuleg 2223,
eða tæplega helmingur þess, sem verið hafði
árið áður. Urn aðrar verkunaraðferðir á síld-
inni var ekki að ræða að því fráskildu, að
jnatjesverkað var í 30 tunnur aðeins.
Af Faxaflóasíldinni, sem veiddist um
liaustið í reknet, var langmest hausskorið
og slógdregið eða nærri 37 þús. tunnur af
tæplega 43 þús., sem saltað var í alls. Auk
þess var kryddað í rúmlega 5000 tunnur,
en um aðra verkun á þeirri síld var tæp-
lega að x-æða. Kom það sér mjög vel, að
þessi síld veiddist um haustið í Faxaflóa,
þar sem unnt var að afgreiða hana upp í
nokkra af þeim samningum, sem gerðir
höfðu verið um sölu á Norðurlandssíld,
enda var sild sú, senx veiddist i Faxaflóa
seinni hluta sumars og um haustið, óvenju
feit og góð til söltunar.
Sildin var söltuð í 12 veiðistöðvum fyrir
Norðurlandi og Austurlandi, allt frá Hólma-
vík til Seyðisfjarðar. En mikill fjöldi sölt-
unarstöðva annaðist verkunina, t. d. á Siglu-
firði einum saman 21 stöð, enda eru þær
þar langflestar. Enda þótt söltunin dx-eifðist
á svo marga staði, þá var langxxiest af síld-
inni saltað á Siglufirði eins og jafnan áð-
ur, enda eru þar eins og áður segir söltun-
arstöðvarnar flestar og mestir nxöguleikar
til þess að taka á nxóti síldinni. Það olli þó
erfiðleikum eins og áður getur, hversu síld-
in var veidd fjarri Siglufirði og langt að
flytja hana þangað. Þrátt fyrir þetta nain
söltunin þar 52 569 tunnum eða 61% af
þeirri síld, sem söltuð var fyrir Norður-
landi um sumarið. Næst í röðinni kom svo
Dalvík með 8849 tunnur eða rúml. 10% af
saltsíldarmagninu, en þar hefur áður verið
saltað allmikið af síld. Þar næst var Húsa-
vílc með 7813 tunnur eða rúmlega 9% af
heildarmagninu, þá Raufarhöfn með 7656
tunnur eða tæplega 9% af heildarmagninu,
og hefur aldrei verið söltuð þar áður svo
mikil síld, enda er Raufarhöfn sá staður-
inn, sem næst lá veiðisvæðinu og bezt að
þessu sinni, og því eðlilegt, að þangað bær-
ist rneira af síld en áður. Einnig voru nú
meiri möguleikar til þess að taka við síld-
inni þar til söltunar en áður hafði verið.
Er það greinilegt, að ef áframhald verður
á því að síldin haldi sig svo mjög austan
til á veiðisvæðinu sem verið hefur, þá muni
síldarsöltun við norðausturland aukast og
það jafnvel á fleiri stöðum en Raufarhöfn.
Á Ólafsfirði voru saltaðar 2712 tunnur og
í Hrísey 2129 tunnur. Veiðistöðvarnar á
vesturhluta veiðisvæðisins svo senx Hólnxa-
vík, Skagaströnd og Drangsnes urðu að
sjálfsögðu nxjög útundan með söltun, þar
sem engin síld veiddist á þeim slóðum og
mun aðallega hafa verið um að ræða rek-
netjasíld, sem þar var söltuð. Aðrir staðir,
sem síld var söltuð á, voru Altureyri, Seyð-
isfjörður og Grímsey.