Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 67
Æ G I R
241
úthlið garðsins, steyptir skipasteinar og
koniið fyrir festum. Enn fremur var steypt-
ur járnbentur skjólveggur á útbrún garðs-
ins og járnbent þekja yfir hann. Dýpið
við innri lilið garðsins er 6.5 metrar fremst
°g 5.0 metrar 100 metrum ofan við garð-
kaus, allt miðað við stórstraumsfjöru.
Hriseij. í Hrísey var staurabryggja, en
hún var framlengd og gerð að hafskipa-
hryggju. Byggður var á hana haus 10 metra
breiður, en 35 metra langur. Dýpið við
h^yggjuhausinn er liðlega 5 metrar við stór-
straumsfjöru.
Akureyri. Á Akureyri var haldið áfram
uieð dráttarbrautargerð þá, sem byrjað var
á árið 1949. Var stærri brautin steypt að
fullu ásamt húsi fyrir dráttarvélar og steði
nieð tilheyrandi útbúnaði settur upp. Minni
uráttarbrautin var steypt upp úr sjó. Graf-
in var út renna 190 metrar á Iengd og 30
nietrar á breidd upp að brautarendum og
hrautin tekin í notkun. Dýpi i rennunni er
5.5 metrar miðað við stórstraumsfjöru, en
a brautarendunum er 5 metra dýpi. Torfu-
nefsbryggjan var endurbyggð þannig, að
lítið járnþil var rekið niður í kringum
hana á 2 vegu, að sunnan og austan. Enn
ireniur var gerður udirbúningur að nýju
bólvirki á Oddeyri. Loks var dýpkað fram-
an og norðan við nyrðri Torfunefsbryggju.
Flatey á Skjálfanda. Þar voru gerðar
ýnisar endurbætur á bryggjunni. Efri hluti
hennar var breikkaður um 3 metra og enn-
lreniur var hún hækkuð nokkuð. Er
h^yggjan öll nú 6 metra breið, 65 metra
löng 0g dýpið við hana, þ. e. a. s. við enda
hennar, um 3.0 metrar við stórstraums-
ijöru. Er bryggjan að mestu gerð úr járn-
hentum steinstevpukerum.
Húsavik. Hafnargarðurinn á Húsavík,
sem jafnframt er bryggja, var lengdur um
15 metra. Sett var niður 10X10.5 metra
jarnbent steinsteypuker 5 metra frá garðs-
endanum og steypt og grjótfyllt í bilið.
hh'eidd garðsins er 10.5 metrar. Á útbrún
garðsins er járnbenlur skjólveggur. Garð-
urinn er nú orðinn 248 metrar að lengd
l*á Höfða, dýpi við garðinn fremst er 6.4
metrar, en 5 metrar 65 metrum ofar, við
stórstraumsfjöru.
Þórshöfn. Framlengd var hafnarbryggj-
an á Þórshöfn um tæpa 10 metra með því
að sett var í garðhausinn járnbent stein-
steypuker, sem byggt hafði verið þar árið
áður. Kerið var 7X8 metrar. Frambryggj-
an er nú orðin um 52 metrar að lengd og
dýpi 3—4.5 metrar við stórstraumsfjöru,
c-n breidd hennar er 7 metrar.
Bakkafjörður. Á Bakkafirði voru gerðar
nokkrar endurbætur á bryggju og uppfyll-
ingu.
Borgarfjörður-eijstra. Bátabryggja í Borg-
arfirði, sem er steypt, var lengd um 13
metra. Sett var niður eitt ker úr járn-
bentri steinsteypu 4X5.5 metrar og steypt
og grjótfyllt í 9 metra bil milli skers og
bryggju. Öll lengd bryggjunnar er nú 128
metrar, en breiddin 5.5 metrar og járn-
bentur skjólveggur á útbrún. Dýpi við enda
bryggjunnar er tæplega 3 metrar um stór-
straumsfjöru.
Vopna/jörður. Á Vopnafirði voru steypt
í landi 2 ker úr járnbentri steinstypu, sem
fyrirhugað er að setja niður til framleng-
ingar bryggjunni á sumrinu 1950. Verður
þá dýpið við bryggjuhausinn 4.5 metrar,
en brvggju breiddin er 10 metrar.
Brekka i Mjóafirði. Þar var lokið við
bryggju, sem gerð var árið áður. Er bryggja
þessi um 40 metrar á lengd og 5.5 metrar
á breidd, en nær út á 5 metra dýpi. Efri
hluti brvggjunnar er steinsteyptur, en
fremri lilutinn staurabryggja.
Eskifjörður. Byggð var þar uppfylling
um 700 m2 með steyptuin veggjum og nokk-
ur hluti hennar með steyi>tri þekju. Fram
veggur uppfyllingarinnar er um 40 metra
langur og liggur um stórstraumsfjörumál.
En framan við uppfyllinguna og áfast við
hana er gerð 12 metra breið staurabryggja
með 40 metra viðlegukanti að framan, og
cr dýpið við liann um 5.5 metrar miðað
við stórstraumsfjöruborð.
Hafnarnes við Fáskrúðsfjörð. Bryggja,
sem þar var fyrir, var lengd um 11 metra,
og er öll bryggjan þá um 50 metrar á lengd,