Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 58

Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 58
232 Æ G I R Undanfarin ár, eða allt frá þvi að styrj- öldinni lauk, hefur þeim löndum farið fjölgandi, sem keypt hafa íslenzlcar sjáv- arafurðir. Að þessu sinni er talið, að fluttar hafi verið sjávarafurðir frá Islandi til 38 landa, og er það 4 löndum fleira en árið áður. Ef útflutningnum er skipt niður á lönd, þá kemur í ljós, að ekki hefur orðið mikil breyting á þeirri skiptingu frá því, sem var á árinu 1948. Bretland cr enn lang- hæst með 36.6%, sem er raunar allmiklu meira en árið áður, en þá var hluti Bret- lands 30.3%. Einnig hefur hluti Þýzkalands aukizt allverulega eða úr 18.8% í 23.7%, og er þar að sjálfsögðu aðallega um að ræða freðfiskinn, sem þangað var fluttur á ár- inu. Þriðja landið í röðinn er Banda- ríkin með 6.2%, eða lítið eitt rninna en árið áður. Ítalía var með 5.4%, sem er allmikil aukning frá árinu áður, og var það vegna þess, að saltfiskútflutningurinn varð nú nokkru meiri en þá. Tékkóslóvakía var með 4.7%, sem er allverulega minna en var árið áður, en þá var hluti Tékkóslóvakíu 8.1%, og stafar þessi lækkun fyrst og fremst af því, að síldveiðarnar brugðust og miklu minna var flutt út af síldarmjöli en áður var og gert hafði verið ráð fyrir með samn- ingum. Þá kemur næst Holland með 4.2%, sem er mjög miklu minna en árið áður, en þá var hluti Hollands 9.3%. Þcssi lækkun stafar einnig af því, að síldveiðarnar brugð- ust og ekki var flutt neitt síldarmjöl til Hollands á árinu, svo sem gert hafði verið ráð fyrir og gert var árið áður, og einuig af þvi, að Hollendingar tóku ekki á árinu þann fisk, sem um hafði verið samið, heldur dróst fram yfir áramótin og nokkuð fram á árið 1950, að sá fiskur, þ. e. a. s. freðfisk- ur, yrði fluttur út. Grikkland var með 3.4% af útflutningnum á móti 3.2% árið áður, Finnland með 2.6%, Pólland með 2.4% og Portúgal 2.3%, en það land hafði ekkert keypt órið áður. Var þar um að ræða salt- fisk, sem seldur var til Portúgal, en það land var svo sem kunnugt er fyrir styrjöld- ina eitt með hinum lieztu marlcaðslöndum fyrir saltl'isk. Af Norðurlöndum var Dan- mörk hæst, en þó aðeins með 2%, scm staf- aði meðal annars af því, að síldveiðarnar brug'ðust, og Svíþjóð aðeins með 1.6%, og var hinn litli hluti Svíþjóðar einnig því að kenna, að síldveiðarnar brugðust og ekki var unnt að afgreiða þá síld, sem um hafði verið samið. Þá minnkaði mjög hluti Frakk- lands í útflutningnum eða úr 4.6% í aðeins 1.2%, sem stafaði af því, að lítill sem enginn freðfiskur var fluttur til Frakklands á ár- inu, en þá vöru höfðu Frakkar keypt nokk- uð undanfarin ár. Önnur lönd eru svo með enn minna, svo sem Palestína, Austurríki, Sviss o. fl. Tafla XXXV gefur yfirlit yfir útflutning sjávarafurða á árunurn 1948 og 1949 skipt eftir útflutningslöndum. Af verkuðum sallfiski var lítið flutt út á árinu eða aðeins tæplega 300 smál. á móti 1500 smál. árið áður. Lítið hefur verið um verltun á saltfiski undanfarin ár og mikið af því, sem flutt var út á árinu 1948, var aðeins hálfverkaður fiskur af framleiðslu ársins 1947. Fór verkaði fiskurinn aðallega til Suður- og Mið-Ameríku. Hins vegar var útflutningur af óverlcuð- um saltfiski nokkru meiri nú en árið áður, enda framleiðslan töluvert miklu meiri. Alls var flutt út 15 668 smál., en 13 309 smál. árið áður. Var þó allmikið af saltfiski eftir í landinu um áramót, og var það ekki flutt út fyrr en komið var fram á árið 1950. Grikkland varð eins og árið áður stærsti kaupandinn af saltfiski og keypti tæpl. 5000 smál., sem var þó nokkru minna en árið áður, en þá hafði Grikkland keypt rúmlega 6000 smál. Það magn, er fór til Ítalíu, sem var annar stærsti kaupandinn, var því nær hið sama og árið áður, rúmlega 4000 smál. Þriðja í röðinni var Portúgal með 3500 smál., en það land hafði ekki keypt neinn saltfisk árið áður og raunar ekki svo neinu næmi síðan fyrir styrjöldina. Menn vona, að framhald verði á sölu saltfisks til Portú- gal og að íslenzkum saltfiski takist á nýjan leik að vinna þann markað, sem hann áður hafði. Þá keypti Bretland um 1600 smál. af saltfiski, sem var að vísu læplega 400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.