Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 52
226
Æ G I R
löndun ísí'isks úr íslenzkum skipum í Bret-
landi. Þá var gerður í maímánuði samningur
við brezku hernámsyfirvöldin i Þýzkalandi
um sölu á allmiklu magni af ísvörðum fiski
til Þýzkalands á árinu 1949, og var þar um
að ræða svipaðan samning og gerður hafði
verið við sömu aðila árið 1948. Samningur
við Finnland var einnig gerður í maímán-
uði og fjallaði aðallega um sölu á saltsild
og kryddsíld og enn fremur síldarmjöli, lýsi
og ef til vill freðfiski, ef markaður fyndist.
Samningurinn við Finnland skyldi gilda til
júníloka 1950. í byrjun október 1949 var
gerður samningur við Frakkland til jafn-
lengdar 1950, og fjallaði sá samningur að-
allega um sölu á freðfiski, þorskhrognum
og síldarlýsi. Þá var loks eins og áður getur
gerður samningur við Spán í desember 1949,
en sá samningur kemur að sjálfsögðu ekki
til framkvæmda fyrr en á árinu 1950. Var
þar aðallega um að ræða sölu á saltfiski,
enda Spánn gamalt og lengi eitt af beztu
markaðslöndum fyrir íslenzkan saltfisk.
Samningar þessir voru flestir mjög í sama
formi og áður hafði tíðkazt um svipaða
samninga, en þess ber þó að geta, að brezki
samningurinn var að því leyti frábrugðinn
fj^rri samningum, að nú var freðfiskurinn
á engan hátt bundinn afgreiðslu síldaraf-
urða, þ. e. a. s. síldarlýsis. Var nú þegar
ákveðið, að magnið skyldi vera mest 14 500
smál. af freðfiski, en þó bundið því skil-
yrði, að visst hlutfall skyldi vera milli bol-
fislts og flatfisks, þ. e. a. s. 22 á móti 7. Var
það að sjálfsögðu mjög æskilega að þurfa
ekki að binda fiskinn við síldarlýsið eftir
þá reynslu, sem fengizt hafði af síldveið-
unum undanfarin ár. Fór raunar svo, að
síldveiðarnar brugðust hrapallega, og hefði
sáralítið magn verið flutt út af freðfiski
samanborið við það, sem raunverulega varð,
ef bindingaráltvæðið hefði verið áfrarn í
samningnum eins og áður.
Verðmæti alls útflutnings landsins á ár-
inu 1949 nam 289 222 560 lu\, sem var all-
miklu lægra en árið 1948, en þá nam heild-
arútflutningurinn 395 678 000 kr. Þessi sam-
anburður er þó elclci allskostar réttur
vegna breytingar þeirrar á gengi íslenzlcrar
krónu gagnvart Bandaríkjadollar, sem
framkvæmd var í september 1949. Sé út-
flutningsverðmætið reiknað allt á grund-
velli hins fyrra gengis, verður heildarút-
flutningurinn yfir árið kr. 286 464 846. Af
þessuin lieildarútflutningi var verðmæti
sjávarafurðanna 283 610 309 kr. eða sem
svarar 98.1% af verðmæti útflutningsins.
Mun hluti sjávarafurðanna í útflutningnum
aldrei áður hafa verið jafnmikill og nú, en
liefur þó um mörg undanfarin ár jafnan
verið töluvert yfir 90%.
Þær sjávarafurðir, sem hafa mesta þýð-
ingu í útl'lutningnum, eru tiltölulega fáar,
en eftirfarandi tafla sýnir þýðingu þeirra
lilutfallslega i útflutningnum undanfarin
4 ár.
1949 1948 1947 1946
7 o 7» 7* 7«
ísvarinn fiskur . . 26.7 24.4 16.0 25.5
Freðfiskur 33.6 17.2 25.9 25.0
Síldarolía 6.0 20.1 19.4 11.0
Síldar- og fiskmjöl 2.8 11.2 6.1 4.8
Lýsi 6.6 9.1 8.5 11.7
Saltfiskur 13.1 8.3 17.6 7.7
Saltsíld 7.3 6.2 4.9 11.5
Samtals 96.1 96.5 98.4 97.2
Mestur var hluti freðfisksins, 33.6%, og
er það nær helmingi liærri lilutfallstala en
árið áður, en þess ber að geta í því sam-
bandi, að allverulegur hluti af freðfislcs-
framleiðslunni 1948 var ekki fluttur út fyrr
en á árinu 1949, þar sem var t. d. allur sá
fiskur, sem seldur var lil Þýzkalands sam-
kvæmt samningi, sem gerður var við efna-
hagssamvinnustjórnina í Washington seint
á árinu 1948. Næst kom svo ísvarði fiskur-
inn með 26.7%, en hluti hans hefur um
mörg ár að undanteknu árinu 1947 verið
hæstur af öllum sjávarafurðum. Þá var
þýðing saltfisksins tiltölulega meiri nú en
áður, eða 13.1% á móti 8.3% árið 1948, en
hins vegar voru síldarafurðirnar mjög smá-
vægilegar í útflutningnum að þessu sinni,
vegna þess hversu síldveiðarnar brugðust