Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 52

Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 52
226 Æ G I R löndun ísí'isks úr íslenzkum skipum í Bret- landi. Þá var gerður í maímánuði samningur við brezku hernámsyfirvöldin i Þýzkalandi um sölu á allmiklu magni af ísvörðum fiski til Þýzkalands á árinu 1949, og var þar um að ræða svipaðan samning og gerður hafði verið við sömu aðila árið 1948. Samningur við Finnland var einnig gerður í maímán- uði og fjallaði aðallega um sölu á saltsild og kryddsíld og enn fremur síldarmjöli, lýsi og ef til vill freðfiski, ef markaður fyndist. Samningurinn við Finnland skyldi gilda til júníloka 1950. í byrjun október 1949 var gerður samningur við Frakkland til jafn- lengdar 1950, og fjallaði sá samningur að- allega um sölu á freðfiski, þorskhrognum og síldarlýsi. Þá var loks eins og áður getur gerður samningur við Spán í desember 1949, en sá samningur kemur að sjálfsögðu ekki til framkvæmda fyrr en á árinu 1950. Var þar aðallega um að ræða sölu á saltfiski, enda Spánn gamalt og lengi eitt af beztu markaðslöndum fyrir íslenzkan saltfisk. Samningar þessir voru flestir mjög í sama formi og áður hafði tíðkazt um svipaða samninga, en þess ber þó að geta, að brezki samningurinn var að því leyti frábrugðinn fj^rri samningum, að nú var freðfiskurinn á engan hátt bundinn afgreiðslu síldaraf- urða, þ. e. a. s. síldarlýsis. Var nú þegar ákveðið, að magnið skyldi vera mest 14 500 smál. af freðfiski, en þó bundið því skil- yrði, að visst hlutfall skyldi vera milli bol- fislts og flatfisks, þ. e. a. s. 22 á móti 7. Var það að sjálfsögðu mjög æskilega að þurfa ekki að binda fiskinn við síldarlýsið eftir þá reynslu, sem fengizt hafði af síldveið- unum undanfarin ár. Fór raunar svo, að síldveiðarnar brugðust hrapallega, og hefði sáralítið magn verið flutt út af freðfiski samanborið við það, sem raunverulega varð, ef bindingaráltvæðið hefði verið áfrarn í samningnum eins og áður. Verðmæti alls útflutnings landsins á ár- inu 1949 nam 289 222 560 lu\, sem var all- miklu lægra en árið 1948, en þá nam heild- arútflutningurinn 395 678 000 kr. Þessi sam- anburður er þó elclci allskostar réttur vegna breytingar þeirrar á gengi íslenzlcrar krónu gagnvart Bandaríkjadollar, sem framkvæmd var í september 1949. Sé út- flutningsverðmætið reiknað allt á grund- velli hins fyrra gengis, verður heildarút- flutningurinn yfir árið kr. 286 464 846. Af þessuin lieildarútflutningi var verðmæti sjávarafurðanna 283 610 309 kr. eða sem svarar 98.1% af verðmæti útflutningsins. Mun hluti sjávarafurðanna í útflutningnum aldrei áður hafa verið jafnmikill og nú, en liefur þó um mörg undanfarin ár jafnan verið töluvert yfir 90%. Þær sjávarafurðir, sem hafa mesta þýð- ingu í útl'lutningnum, eru tiltölulega fáar, en eftirfarandi tafla sýnir þýðingu þeirra lilutfallslega i útflutningnum undanfarin 4 ár. 1949 1948 1947 1946 7 o 7» 7* 7« ísvarinn fiskur . . 26.7 24.4 16.0 25.5 Freðfiskur 33.6 17.2 25.9 25.0 Síldarolía 6.0 20.1 19.4 11.0 Síldar- og fiskmjöl 2.8 11.2 6.1 4.8 Lýsi 6.6 9.1 8.5 11.7 Saltfiskur 13.1 8.3 17.6 7.7 Saltsíld 7.3 6.2 4.9 11.5 Samtals 96.1 96.5 98.4 97.2 Mestur var hluti freðfisksins, 33.6%, og er það nær helmingi liærri lilutfallstala en árið áður, en þess ber að geta í því sam- bandi, að allverulegur hluti af freðfislcs- framleiðslunni 1948 var ekki fluttur út fyrr en á árinu 1949, þar sem var t. d. allur sá fiskur, sem seldur var lil Þýzkalands sam- kvæmt samningi, sem gerður var við efna- hagssamvinnustjórnina í Washington seint á árinu 1948. Næst kom svo ísvarði fiskur- inn með 26.7%, en hluti hans hefur um mörg ár að undanteknu árinu 1947 verið hæstur af öllum sjávarafurðum. Þá var þýðing saltfisksins tiltölulega meiri nú en áður, eða 13.1% á móti 8.3% árið 1948, en hins vegar voru síldarafurðirnar mjög smá- vægilegar í útflutningnum að þessu sinni, vegna þess hversu síldveiðarnar brugðust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.