Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 69
Æ G I R
243
13. Landhelgisgæzla
°g björgunarstarfsemi.
Landhelgisgæzlan og björgunarstarfsem-
in var rekin með svipuðu sniði og áður.
Li'jú skip voru föst við þessa starfsemi,
þ. e. Ægir, Óðinn og Sæbjörg, en auk þess
voru teknir á leigu nokkrir bátar, alls 5,
sem hafðir voru við gæzlu á ýmsum svæð-
um við landið takmarkaðan tima.
Ægir var aðallega við gæzlu við Vest-
inannaeyjar yfir vetrarvertíðina og við
Norðurland við sumarsíldveiðarnar. Að
nðru deyti var skipið við yfirlitsgæzlu,
björgun og önnur slcyld störf. Á árinu veitti
Ægir 16 islenzkum fiskiskipum beina að-
stoð og auk þess éinu erlendu flutninga-
skipi, en bjargaði 9 mörinum af erlendu
flutningáskipi. Loks tók hann 8 skip fyrir
landhelgisbrot.
Óðinn tafðist mjög frá gæzlu vegna alvar-
hgrar vélabilunar og gat ekki hafið gæzl-
una fyrr en komið var fram í júnímánuð
var þá sumpart á síldveiðisvæðinu norð-
nnlands og sumpart annars staðar, þar til
seint um haustið, að vélabilun hindraði
bann á nýjan leik frá þvi að halda áfram
gæzlunni. Óðinn veitti einum fiskibát að-
stoð og var auk þess við ýmsa aðra starf-
semi, tók meðal annars þátt í síldarleit.
Rann tók 6 skip að veiðum í landhelgi.
Sæbjörg var í viðgerð framan af árinu
°g hóf ekfci gæzlu fyrr en kom fram í
maimánuð og stundaði þá gæzlu i Faxa-
flóa og sinnti auk þess öðrum störfum.
^ fir sildveiðitímann var slcipið að mestu
lcyti við gæzlu norðanlands, en eftir þann
fhna í Faxaflóa til áramóta. Sæbjörg veitti
Megin hluta þess fjár, sem veitt var til
vitabygginga á árinu, var varið til kaupa
íjóstækjum í ýmsa vita, sem byggðir hafa
verið á undanförnum árum. Langur af-
gi'eiðslutími á tækjum þessum og gjaldeyr-
iserfiðleikar hafa gert það að verkum, að
dráttur hefur orðið á útvegum tækjanna,
þótt vitahúsin væru tilbúin.
fiskibátum aðstoð i 20 slcipti á árinu og
tók 2 skip að veiðum i landhelgi. Auk þess
sinnti skipið ýmsum öðrum störfum.
Skip þau, sem tekin voru á leigu til
gæzlu, voru 5 eins og áður segir:
Faxaborg RE 126 (109 rúml., vélaorka
260 hö.) var við gæzlu allt árið. Stund-
aði skipið aðallega gæzlu í Faxaflóa og í
grennd yfir vetrarvertíðina, en um sum-
arið og fram á haustið einkum austan-
lands og norðan. Eftir það og til áramóta
var skipið við gæzlu á Vestfjörðum. Á ár-
inu veitti Faxaborg fiskiskipum beina að-
stoð í 24 skipti og bjargaði auk þess skips-
höfn af erlendu skipi. Faxaborg tólc 10
skip að veiðum í landhelgi.
Hrafnkell NK 100 (91 rúml., vélaorka
260 hö.) var við gæzlu frá því í byrjun
nóvember og fram yfir áramót, aðallega
austanlands.
Vikingur GIÍ 211 (37 rúml., vélaorka
160 hö.) var við gæzlu frá því snemma
i júní og þar til snemma í nóvember, aðal-
lega í Faxaflóa og grennd. Veitti sldpið
fiskibátum beina aðstoð í 11 skipti og
sinnti auk þess ýmsum öðrum störfum.
Finnbjörn IS 2í (79 rúml., vélaorka
215 hö.) var við gæzlu vestanlands 4 fyrstu
mánuði ársins. Skipið veitti beina aðstoð
öðrum skipum í 10 skipti.
Fanney RE 4 (138 rúml., vélaorka 320
hö.) var við gaazlu í Faxaflóa frá því
snemma í marz og fram i apríl og veitti
á þeim tíma skipum beina aðstoð i 13
skipti.