Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 59
Æ G I R
233
smál. ininna en árið áður. Loks voru svo
ýmis önnur lönd með lítið magn af saltfiski,
svo sem Triest með 500 smál., Þýzkaland
með 283 smál., Tanger 250 smál. og önnur
með enn minna, svo sem írska frírikið,
Danmörk og Palestína. Um annan saltfisk
svo sem pressufisk og saltfislt i tunnum var
lítið að ræða að þessu sinni. Árið 1948 hafði
verið flutt út nokkuð af saltfiski í tunnum
til Hollands, en þessi útflutningur féll nú
nær alveg niður á árinu 1949, og mun þar
mestu hafa ráðið um, að verðið þótti of
hátt.
Hins vegar var nú flutt út töluvert miklu
meira af söltuðum þorskþunnildum en árið
áður, eða 2200 smál. tæplega á móti 867
smál. Fór það allt saman til Italíu, en Ítalía
Iiafði einnig keypt því nær allt magnið árið
1948. Var hér um að ræða framleiðslu, sem
þá var flutt út í fyrsta skipti svo nokkru
næmi, en síðan hefur komið í ljós, að ýms-
um erfiðleikum er hundið að selja þessa
vöru. Er þvi nokkur óvissa, hvert áframhald
verður á sölu saltaðra þunnilda.
Útflutningur harðfisks var elcki teljandi,
enda hefur framleiðsla á harðfiski ekki
verið svo neinu hafi numið nú um allmörg
ár.
ísfiskútflutningurinn fór heldur minnk-
andi samanborið við það, sem var árið áður
°g var nú aðeins tæplega 120 000 smál. á
móti rúmlega 125 000 smál. Til Bretlands
fór af því magni um 57 000 smál. eða 4000
smál. minna en árið áður. Ekki voru þó
neinar hindranir á löndun ísfisks i Bretlandi
a árinu, þ. e. a. s. þær takmarkanir, sem
giltu um vorið og sumarið, komu ekki að
neinni sök, þar sem togararnir sigldu þá
nær eingöngu til Þýzkalands með afla sinn
°g skammturinn, sem heimilt var að landa
1 Bretlandi, var ekki notaður. Hins vegar
var ástæðan til þess að sjálfsögðu meðal
annars sú, að brezki markaðurinn var mjög
^trýggur og verð það, sem fékkst þar, tölu-
vert miklu lægra og óhagstæðara en það,
sem unnt var að fá í Þýzkalandi. Til Þýzka-
lands var flutt 62 500 smál. eða tæplega
-000 smál. minna en árið áður, og vantaði
L
þá um 4500 smál. upp á að það magn, sem
um hafði verið samið og áður getur, væri
uppfyllt. Stafar það að sjálffsögðu meðal
annars af því, að togararnir hófu siglingar
mun síðar til Þýzkalands en ella hefði orðið
vegna verkfallsins, sem stóð á vertíðinni.
Freðfiskútflutningurinn var að þessu
sinni meiri en árið áður, eða 36 200 smál.
á móti 22 200 smál. Þessi mikla aukning
á útflutningnum stafar af því, að allveru-
legur hluti af framleiðslu ársins 1948 var
ekki fluttur út fyrr en á árinu 1949. Bret-
land var langstærsti kaupandinn að þessu
sinni með tæplega 18 500 smál., en þar af
voru tæplega 14 000 smál., sem fluttar voru
út samkv. samningi þeim, sem áður getur.
Þar sem ekki tókst að framleiða tilskilið
magn af flatfiski fyrir þann tíma, er samn-
ingurinn rynni út, var ekki mögulegt að
uppfylla samninginn að öllu leyti, cn hann
hljóðaði eins og áður var getið ujip á 14 500
smál. í allt, en hlutföllin á milli bolfisks og
flatfisks áttu að vera 22 á móti 7. Var út-
flutningurinn til Bretlands rúmlega helm-
ingi meiri að þcssu sinni en árið áður, en þá
hafði sala á freðfiskinum verið bundin við
síldarlýsi, og magnið varð þar af leiðandi
allmiklu minna en gert hafði verið ráð fyrir
í samningum. Má fullvíst telja, að mjög
miklum erfiðleikum hefði verið bundið að
selja þennan fisk eða meginhluta hans, ef
Bretar hefðu ekki keypt svo mikið, sem
raun varð á. Bæði var það, að framleiðslan
var með allra mesta móti og eins hitt, að
sumir þeir marltaðir, sem áður höfðu tekið
nokkurt magn af fiski, brugðust nú að
mestu, eða keyptu að minnsta kosti mun
minna en áður.
Næst Bretlandi kom Þýzkaland með 6856
smál., og var það í fyrsta skipti, sem það
land kej'pti héðan frystan fisk eftir styrj-
öldina. Var hér aðallega um að ræða þorsk-
flök, en auk þess nokkuð af öðrum fisk-
tegundum svo sem steinbit, sem seldur hafði
verið lil Vestur-Þýzkalands seint á árinu
1948 í gegn um Efnahagssamvinnustofnun-
ina í Washington.
Tékkoslovakia keyjiti að þessu sinni ekki