Ægir - 01.09.1950, Blaðsíða 25
Æ G I R
199
Tafla XIV. Þátttaka í síldveiðunum 1949 og 1948 (herpinótaskip).
1949 1948
Tegund skipa Tala skipa Rúml. brúttó Tala skipv. Tala herpin. Tala skipa Rúml. brúttó Tala skipv. Tala lierpin.
4 1196 86 4 4 1196 87 4
Botnvörpuskip
Gufuskip (önnur) 8 1508 156 8 9 1713 175 9
Mótorskip 187 14174 2598 186 229 16916 3252 223
Samtais 199 16878 2840 198 242 19825 3514 236
Það liefur verið cinkenni á aflaleysis-
sumrunum fimm, að aðalveiðin hefur jafn-
an verið mjög austarlega á veiðisvæðinu
cða helzt við Norðausturland beggja megin
Langaness. Þetta var einnig mjög áberandi
nu, og má meðal annars sjá af því, að mjög
verulegur hluti þeirrar síldar, sem síldar-
verksmiðjur ríkisins tóku á móti, kom til
Raufarhafnar, sem liggur á austursvæðinu,
en hins vegar tiltölulega mjög lítið til verk-
smiðjanna á miðsvæðinu og ekkert teljandi
þeirra verksmiðja, sem þar eru fyrir
vestan eða við Húnaflóa.
Veiða hvers einstaks skips, sem veiddi
með herpinót eða hringnót, svo og meðal-
afli hinna einstöku skipaflokka er sýnt í
töflu XV.
Rf litið er á meðalafla flotans í heild,
bá kemur í ljós, að hann var 2245 mál og
tunnur, sem er minni meðalafli en öll hin
aflaleysisárin að undanteknu árinu 1948,
en þá var meðalaflinn 1792 mál og tunnur,
Sem var það lægsta, sem meðalaflinn hafði
komizt fram til þess tíma.
Meðalafli hinna 4 botnvörpuskipa, sem
l’átt tóku í veiðunum, var aðeins 1000 mál
°g tunnur og hefur aldrei verið lægri.
Meðalafli gufuskipanna var hins vegar
2341 mál og tunnur, sem er nokkru meira
en árið áður, en þá var meðalaflinn 1914
mál og tunnur.
Um meðalafla herpinótaskipanna, þ. e.
a- s. mótorskipanna, er svipað að segja, að
lann var nokkru liærri en árið áður eða
2389 mál og tunnur á móti 1993.
Tala hringnótabátanna hefur farið vax-
andi nú um allmörg ár og fjölgaði t. d. um
þrettán frá árinu 1948 og varð nú 89. Með-
alafli þessara báta varð 1602 mál og tunn-
ur, eða rétt aðeins meira en verið hafði
árið áður.
Aðeins einir tvílembingar voru nú gerðir
út, og öfluðu þeir 2020 mál og tunnur, en
meðalafli þeirra árið áður hafði verið 1897
mál og tunnur, og árið 1947, þegar meðal-
afli hinna skipaflokkanna varð töluvert
hærri en árið 1949, hafði meðalafli tví-
lembinganna aðeins verið 975 mál og
tunnur.
Hagnýting sumarsildarinnar breytist ekki
mikið frá ári til árs að öðru leyti en því, að
sé veiðin rýr, fer hlutfallslega meira til sölt-
unar og frystingar, en hins vegar sé veiðin
mikil, taka verksmiðjurnar á móti hlut-
fallslega meira magni. Að þessu sinni fór
þó minna til söltunar en ætla hefði mátt, ef
litið er á aflamagnið eitt, en ástæðan til þess
var sú, að síldin veiddist svo fjarri söltunar-
stöðvunum, eða eins og áður getur aðallega
við Norðausturland, en helztu og stærstu
söltunarstöðvarnar eru við miðsvæðið, á
Siglufirði. Til verksmiðjanna fóru að þessu
sinni rúmlega 79% af heildaraflanum yfir
sumarið eða lítið eitt meira en árið áður,
en hins vegar fóru þá til söltunar aðeins
rúml. 16%, en hafði verið 21.5% árið 1948.
Venju fremur mikið var fryst af síld norð-
anlands að þessu sinni, og fór 4.4% af síld-
araflanum til frystingar. Verður þá fyrst
sagt frá bræðslusíldaraflanum.