Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 21

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 21
Er fyrirkomulag loðnu- löndunar bóta vant? Umræður um grein dr. Ingjalds Hannibalssonar Grein dr. Ingjalds Hannibals- sonar, sem hér fer á undan, er úrdráttur úr doktorsritgerð, sem hann varði við Ríkisháskólann í Ohio á síðastliðnu vori. Hefur ritgerð þessi, sem jafnframt er hægt að nota sem undirstöðu í reiknilíkan fyrir tölvu, vakið mikla athygli allra sem við loðnnuiðnaðinn starfa og kynnt hafa sér efni hennar. Sé gengið út frá því, að nóg sé af loðnu í sjónum og þar með af nógu að taka, þá leikur verð- mæti þess umframhráefnis, sem e.t.v. væri hægt að afla með betri og meiri hagræðingu við loðnulöndun, strax á hundruðum milljónum króna í útflutnings- verðmæti. Eins og oft vill verða hafa menn skiptar skoð- anir um hvernig hagræðing á þessu sviði verði best fram- kvæmd, og hvað sé mögulegt eða ómögulegt að gera með til- liti til hinna mörgu óvissu at- riða, aðallega mannlegra og veðurfarslegra, sem þar koma inn og erfitt getur verið að setja undir mælistiku. Aftur á móti eru menn á einu máli um að það þurfi, og sé tímabært, að taka þessi mál til gaum- gæfilegra íhugunar og endur- skoðunar. Af þessu tilefni voru eftirtaldir menn fengnir til að taka þátt í umræðum um grein dr. Ingjalds Hannibalssonar, auk hans sjálfs: Dr. Björn Dagbjartsson, forstjóri Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins, Haraldur Ágústsson skipstjóri á m/s Sigurði RE, Þorsteinn Gíslason, kennari við Stýri- mannaskólann og formaður stjórnar Síldarverksmiðja rík- isins og Andrés Plnnbogason frá Loðnunefnd. Við hefjum umræðurnar með því að beina þeirri spurningu til Ingjalds hvernig hann hafi hugsað sér að framkvæma þær hugmyndir sem hann setur fram í ritgerð sinni. Ingjaldur: Það verður að reikna út t.d. vikulega, hvernig haga á löndun í komandi viku, en einnig þarf að ákveða hvernig koma á hag- ræðingunni í framkvæmd. Á að beita flutningsstyrkjum til þess? Á að beita lögum, t.d. með því að loka verksmiðjum' fyrir einhverjum stærðarflokk- um báta í ákveðinn tíma? Þann- ig eru margir möguleikar fyrir hendi og menn verða að koma sér saman um það hvaða leið- um á að beita til þess að koma stýringunni í framkvæmd. Björn: Eftir því sem ég hef gluggað í þetta, þá held ég að þú getir ekki beitt við þetta flutninga- styrkjum, eða við skulum kalla það f jarlægðabætur, því að þetta eru ekki styrkir. Fjarlægðabæt- ur gera ráð fyrir því að skip- stjórinn ákveði sjálfur hvert hann vill fara, en með þessu móti ætlar þú að segja honum að það sé best fyrir heildina að hann fari á þennan og þenn- an stað. Ég held að þetta hljóti að gera ráð fyrir því að það sé reiknað út hvert er best fyrir heildina að hvert eitt skip fari þegar það fer að landa. En við Þorst. vorum með í því í fyrra að láta útbúa annað líkan, sem byggðist eingöngu á þeirri for- sendu að hver og einn skip- stjóri reiknaði út hvernig hann yrði f.yrstur á miðin aftur. Út úr því líkani fengum við það að auka mætti aflann um 10— 12%, þó ekki frá því sem hann varð í raun og veru 1977, held- ur miðað við það að alltaf hefðu verið teknar réttar ákvarðanir, að alltaf hefði skipið farið þangað sem það tafðist minnst frá veiðum. Þarna gerir þú ráð fyrir 30% aukningu, mér finnst það nokkuð hátt, en við skulum koma að því á eftir. Ingjaldur: Það sem ég reikna út er hvernig best er að landa aflan- um, og þá með það í huga, að flotinn í heild eyði sem minnst- um tíma af miðunum. Þegar sú niðurstaða er fyrir hendi, þarf að athuga hverjar fjarlægðar- bæturnar þyrftu að vera, til þess að skipstjórarnir velji löndunar- höfn í samræmi við heppileg- ustu skiptingu flotans á verk- smiðjur. Má því segja, að vand- inn sé tvískiptur. Annars vegar að ákveða bestu skiptingu flot- ans og hinsvegar að finna út hverjar fjarlægðarbæturnar þurfa að vera. í sambandi við aflaaukning- una, þá finnst mér ekki skipta meginmáli hver prósentin eru. Páll Jensson og ég höfum báð- ir sýnt, að auka má aflann nokkuð með tiltölulega einföld- ÆGIR — 545
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.