Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 41

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 41
og því gaf auga leið að hanna þyrfti flotvörpu. Árangurinn sem fengist hefur fram til þessa, lofar mjög góðu, og telja margir, að þessar flot- vörpuveiðar á rækju eigi eftir að valda byltingu við rækjuveiðar víða, eða á þeim stöðum, þar sem rækjan leitar upp í sjó yfir dimmuna. En það var fleira eftirtektarvert sem kom fram við þess- ar tilraunir. Rækjan, sem veiddist í flotvörpu var yfirleitt stærri og gaf af sér tiltölulega meiri fisk eftir pillun. Jafnframt var rækjan heillegri og allt útlit hennar lostætilegra, þar sem miklu minna var um að aðskotahlutir bærist inn í vörpuna, en það vill oft henda þegar varpan er dregin eftir botninum. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur sent frá sér skýrslu um fitu- og þurrefnismælingar á loðnusýnum, sem tekin voru úr hverjum loðnu- farmi, sem landað var á vetrarvertíð 1978. Fitulækkun loðnunnar, er leið á veiðitímann, var jafn reglubundin og á fyrri vetrarvertíðum. Fitan lækkaði að meðaltali um 0.95% á viku. Meðalfituinnihald loðnunnar var 7.13% og með- alþurrefni 16.3% (vegin meðaltöl). Sveiflur í fitu- og þurrefnisinnihaldi innan hvers dags voru yfirleitt innan við ±0.6% frá meðaltali. Þurrefn- ið hækkaði, er nálgaðist hrygningu loðnunnar, en lækkaði aftur er hrognaþunginn náði hámarki. Reiknuð voru út vegin meðaltöl fitu- og þurr- efnis í hráefni, sem hver verksmiðja tók á móti á vertíðinni. Sams konar meðaltöl eru til fyrir hvert veiðiskip. í skýrslunni er gerð grein fyrir aðferðum Norðmanna við sýnatöku og efna- greiningu hráefnis. Sýnataka loðnunnar virðist enn sem fyrr óör- uggur þáttur í verðlagningarkerfi loðnunnar. Núverandi verðlagningarkerfi á loðnu var komið á á sumarloðnuvertíð 1976. Tilgangur þess var að tryggja réttlátari verðlagningu á bræðslu- fiski, en áður hafði verið. Með reynslu undan- genginna vertíða í huga er tæplega unnt að segja, að tilganginum hafi verið náð, vegna þess að sýnataka loðnunnar er svo stór óvissuþáttur í þessu kerfi. Eins og bent hefur verið á áður (í Tæknitíðindum 63 og 96) býður það aldrei upp á fullkomna nákvæmni hvað varðar verð, að efnagreina hvern farm. Það verður alltaf erfitt að ná góðu meðaltalssýni úr stórum farmi, sem fengist hefur í nokkrum köstum. Hins vegar má draga úr óvissunni með nákvæmri og samvisku- samlegri sýnatöku. Einnið þyrftu fulltrúi veiði- skips og verksmiðju að annast sýnatökuna í sam- einingu, eins og til var ætlast, en á því hefur orðið mikill misbrestur. Vegna niðurstaða efna- greininga á tvöföldum sýnum, teknum á sama hátt úr sama farmi er full ástæða til að ætla, að sýnatakan sé í sumum tilfellum tilviljunarkennd og illa unnin. Trausti Eiríksson, vélaverkfræðingur, hannaði og framileiðir tækjaútbúnað þann, sem uppdrátt- urinn að ofan sýnir, og er til söfnunar og vinnslu loðnuhrogna. Búnaði þessum má koma fyrir um borð í flestum loðnuveiðiskipum sem eru stærri en 4—500 rúmlestir, á bryggjum þar sem landað er, eða í frystihúsum. Sl. vetur var þessi tækja- búnaður settur upp um borð í 2 norskum og 1 ís- lensku loðnuveiðiskipi, en lauslega áætlað kostar hann uppsettur í kringum 22 milljónir króna. ÆGIR — 565
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.