Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 33

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 33
Aðalsteinn Sigurðsson: Skarkolaveiðar og dragnót Dragnótaveiðar hófust hér við land þegar á síðasta tug 19. aldar þó í smáum stíl væri. Það voru danskir sjómenn, sem fyrstir notuðu þetta veiðarfæri hér, en það var ekki fyrr en löngu seinna, sem íslendingar fóru að nota það. Upphaflega var dragnótin aðallega ætluð til flatfiskveiða og þá ekki síst til þess að ná skarkolanum. Við höfum lengst af lítið veitt skar- kola í botnvörpu, enda var hlut- deild okkar í skarkolaaflanum lengi vel mjög lítil og lengst af undir 1000 smálestum á ári. Það var ekki fyrr en á síðari heims- styrjaldarárunum, að skarkola- afli okkar jókst til muna og komst þá mest í liðlega 5000 smálestir. Eftir síðari heims- styrjöldina héldum við svo okk- ar hlut um það bil til jafns við Breta, sem lengst af höfðu veitt allra þjóða mest af skarkola hér við land svo langt aftur sem aflatölur er að finna og senni- lega frá því að þeir hófu hér botnvörpuveiðar skömmu fyrir síðustu aldamót. Þegar landhelgin var færð út í 4 sjómílur og dragnóta- og botnvörpuveiðar voru bannaðar innan þeirrar landhelgi, féll afli okkar aftur niður fyrir 1000 smál. á ári. Þá jókst hins vegar afli Breta og á árunum 1955— 1959 fengu þeir meiri meðalafla af skarkola á ári en á nokkru öðru fimm ára tímabili síðan þeir hófu skarkolaveiðar hér við land eða liðlega 7000 smál. Árið 1960, þegar dragnóta- veiðar voru aftur leyfðar, jókst skarkolaafli okkar og árið 1964 var hann 5336 smál. og um 1300 smál. meiri en hjá Bretum. Á árunum 1960—1971 var skarkolaaflinn hér við land lengst af mjög nærri æskileg- um hámarksafla, sem talinn er vera um 10.000 smál., en komst þó nokkuð upp fyrir hann stund- um, einkum árið 1969, þegar hann varð 14.031 smál., enda virðist þá hafa verið gengið of nærri stofninum. Eftir árið 1972 og útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur, höfum við setið næstum því ein- ir að skarkolastofninum og varla hálfnýtt hann. Vafalaust eru ýmsar ástæður til þess, svo sem örðugleikar á vinnslu, sem hæfir góðum markaði. Þar að auki eru einhver bestu skarkola- miðin við landið, þ.e.a.s. Faxa- flói, lokuð fyrir dragnótaveið- um lögum samkvæmt, ráðstöf- un, sem orkað getur tvímælis. Þó að Bretar veiddu skar- kolann í botnvörpu, hefir lengst af verið lítið um slíkar veiðar af okkar hálfu. Verður því skar- kolastofninn vart nýttur til fulls án þess að nota dragnót. Það ætti heldur ekki að vera neitt því til fyrirstöðu, ef rétt er að veiðunum staðið. Það er margt, sem dragnót hefir verið fundið til foráttu á undanförnum árum og verður nú leitast við að ræða helstu atriðin hér. Oft er því haldið fram, að dragnót taki allan fisk, sem fyrir henni verður, hve smár sem hann er. Þetta er ekki rétt þegar möskvastærð er við hæfi. Tilraunir hafa sýnt, að bolfisk- ur sleppur betur í gegnum drag- nót heldur en botnvörpu með sömu möskvastærð (2. mynd). Þar að auki er möskvastærð í dragnót nú 170 mm, en 155 mm í botnvörpu. Tilraunir Hafrann- sóknastofnunarinnar með drag- nót undanfarin ár hafa glögg- lega sýnt, að mikill hluti ó- kynþroska skarkola smýgur í gegnum þennan möskva (1. mvnd) (Guðni Þorsteinsson 1976) hvað þá annar fiskur svo sem þorskur og ýsa. Undanfarin tvö ár hefir mjög lítið veiðst af þorski og ýsu í dragnótatilraunum okkar í Faxaflóa í ágúst-október. 1 október 1976 var ýsa og þorskur samanlagt 55 fiskar í 10 daga leiðangri, en köst voru 57. Þetta er að vísu það minnsta, sem fengist hefir af bolfiski í tilraunum okkar með dragnót í Flóanum. Það mesta, sem við hinsvegar höfum fengið, var í lok ágústmánaðar 1977. Þá var kastað 56 sinnum og var bol- fiskaflinn 1087 ýsur eða tæp- lega 20 í kasti og 63 þorskar ÆGIR — 557
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.