Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 58

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 58
LÖG OG REGLUGERÐIR Reglugerð um merkingu skipa Nr. 331/1978 1. gr. Nafn hvers skips og heimahafnar þess skal mála á afturstafn, ljósum stöfum á dökkan grunn eða dökkum stöfum á ljósan grunn. Sé aftur- stafn þannig lagaður að þessu verði ekki við kom- ið, skal nafn þess og heimilisfang málað beggja megin á hliðar þess við afturstafn. Á sama hátt skal mála nafn skipsins á bóga þess. Fiskiskip skulu, auk þess að vera merkt, sem að ofan greinir, vera merkt umdæmisstöfum og tölum á bóginn beggja megin. Þá skulu fiskiskip einnig vera merkt með skipaskrárnúmeri á báðar hliðar á brúarvæng, á brúarþak eða annan stað, sem vel sést úr lofti að mati Siglingamálastofnunar ríkisins. Stærð staf- anna skal vera eins og greint er í 3. gr. og skulu vera skýrt læsilegir hvítir stafir á svörtum grunni eða svartir stafir á hvítum grunni. Stafa- gerð skal háð samþykki Siglingamálastofnunar ríkisins. Á hvert skráð skip, sem þjóðemisskírteini hlýt- ur, skal marka einkennisstafi þess á lúgubita eða karm. Skip, sem eru minni en 30 brl., þarf ekki að merkja á eða við afturstafn. 2. gr. Hvert skipaskráningarumdæmi hefur sína um- dæmisbókstafi og skulu skráningarskyld fiski- skip og bátar bera umdæmisbókstafi og tölur þess umdæmis, sem það er skráð í. Umdæmisbókstafirnir eru þessir: AK Akranes ÁR Árnessýsla BA Barðastrandarsýsla EA Eyjafjarðarsýsla og Akureyri GK Guillbringusýsla HF Kjósarsýsla og Hafnarfjörður HU Húnavatnssýslur ÍS ísafjarðarsýslur og ísafjörður KE Keflavík KÓ Kópavogur MB Mýra- og Borgarfjarðarsýsla NK Neskaupstaður NS Norður-Múlasýsla og Seyðisfjörður ÓF Ólafsfjörður RE Reykjavík SF Austur-Skaftafellssýsla SH Snæfellsness- og Hnappadalssýsla SI Siglufjörður SK Skagafjarðarsýsla og Sauðárkrókur ST Strandasýsla SU Suður-Múlasýsla ÞH Þingeyjarsýslur VE Vestmannaeyjar VS Vestur-Skaftafellssýsla Skip og bátar, sem eiga heima í Kjósarsýslu eða Hafnarfirði mega halda umdæmisbókstöfum (GK) og tölum óbreyttum, en við frumskráningu skips eða umskráningu vegna eigendaskipta, skal það hljóta umdæmisbókstafina HF. 3. gr. Hæð bókstafa í nafni og heimilisfangi skal minnst vera þessi: Á skipum 30 brl. og stærri ........... 15 cm Á skipum undir 30 brl................. 12 cm Hæð umdæmisbókstafa og talna og skipa- skrárnúmers skal vera minnst: Á fiskiskipum 30 brl. og stærri....... 15 cm Á fiskiskipum undir 30 brl............ 25 cm Á opnum vélbátum ..................... 20 cm Hæð einkennisbókstafa ................ 15 cm 4. gr. Á hvern björgunarbát, aðra en gúmmí- og slöngubáta, skal marka stærð hans, lengd, breidd og dýpt, og hámarkstölu þeirra manna, sem hann má flytja, auk nafns skipsins og heimahafnar, nema um bát á fiskiskipi sé að ræða, þá má merkja hann umdæmisbókstöfum og tölum í stað nafns og heimahafnar. Bjarghringir skulu merktir nafni og heimahöfn skipsins, eða nafni og umdæmisbókstöfum og tölum, ef um fiskiskip er að ræða. 5. gr. Bannað er að afnema einkenni þau, sem að ofan greinir, eða afbaka þau, gera þau óþekkjan- leg, hylja þau eða dylja. Sama gildir um útlend skip, meðan þau eru innan íslenskrar landhelgi. 6. gr. Sú skylda hvílir á skipstjóra skips að halda vel við öllum merkjum, er skipi ber að hafa og sett hafa verið á það. 582 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.