Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 38

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 38
ars vegar og á nálægum tog- svæðum hins vegar. Hinn hluti tilraunanna sýndi aftur á móti, að óregluleg ígul- ker brotnuðu mikið þegar togað var yfir þau. Þá voru nokkrir dauðir sundkrabbar í prufun- um, sem teknar voru eftir að togað hafði verið yfir svæðið, en flestir voru þó óskaddaðir, en fyrir togið fékkst enginn dauður. Engin önnur dýr, þar á meðal veikbyggðar skeljar og slöngustjörnur, virtust hafa orð- ið fyrir skemmdum af völdum togsins. Graham bendir á, að ígulkerin séu ekki skarkolafæða, og vart munu þau hafa neina þýðingu sem fæða neinna fiska. Út frá þessum rannsóknum kemst hann svo að þeirri nið- urstöðu, að togveiðar séu ekki skaðlegar fyrir þau botndýr, sem skarkolinn lifir á. Komið hefur fram í umræð- um á fundum Alþjóðahafrann- sóknaráðsins, að nýlega hafa farið fram rannsóknir á áhrif- um togveiða á botndýr og hafa niðurstöður sýnt að þær fækka dýrum, sem eru fjölær svo sem ígulkerjum, en skammlífum dýrum, sem yfirleitt eru betri fiskafæða, fjölgar. Fiskafæða á sjávarbotni er því talin síst minni og jafnvel ívið meiri á svæðum þar sem togað er held- ur en þar sem ekki er togað. Þá eru endurvaxtamoguleik- ar margra botndýra það miklir, að stórir líkamshlutar, sem þau missa, vaxa aftur. Þetta gengur meira að segja svo langt, að sumum botndýrum má skipta þannig í tvennt, að á báða hluta vaxi það, sem á þá vantar, svo að ur verði tveir fullkomnir einstaklingar. Krossfiskurinn er þekktasta dæmið um þetta og er einn armur ásamt hluta af kroppnum nóg til þess, að það, sem á kroppinn vantar, og arm- arnir fjórir geti vaxið út frá þessum litla hluta dýrsins, svo að úr verði fullskapaður kross- fiskur. Að þessu athuguðu virðist ekki ástæða til að óttast um botndýrin fyrir dragnótinni. Það magn botndýra, sem er á eftir- sóttum togsvæðum, svo sem Norðursjó, þrátt fyrir áratuga látlausar togveiðar, styður einnig þá skoðun. 5. mynd. Neðansjávarmynd af poka dragnótar í drætti. (Ljósmynd Jóliannes Bricm). Eitt af því, sem dragnót og botnvörpu hefir verið fundið til foráttu er, að þær gruggi sjó- inn við botninn. Á þetta grugg að fæla fiskinn af miðunum þar sem togað er og jafnvei setjast í tálknin og drepa hann. í fyrsta lagi mun of mikið gert úr því gruggi, sem dragnót veldur, ef dæmt er eftir lýs- ingu, sem Guðni Þorsteinsson og Jóhannes Briem (1978) gáfu eftir köfun í Faxaflóa sl. haust. Þeir segja: „Voðin sjálf sveif létt við botn og snerti aðeins stöku bárutopp. Sáust einungis smárispur eftir hana í sandin- um á stöku stað. Ekki var að sjá neitt grugg fyrir aftan voð- ina, einungis mjög smáa sandhvirfla við fótreipið". í öðru lagi mun fiskurinn ekki 4. mynd. Neðansjávarmynd af belg dragnótar l drætti. (Ljósmynd Jóhannes Briem). 562 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.