Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 25

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 25
það duglegir og harðir aí sér að það er tæplega hægt að gera öllu meira. Það, sem hefur á- unnist með Loðnunefnd er, að hún gefur mjög góðar upplýs- ingar og hefur staðið sig vel í sínu hlutverki. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem við fáum frá henni, tökum við okkar ákvarð- anir, svo við náum sem fljótast út aftur. Þessar upplýsingar segja okkur nákvæmlega hverj- ir möguleikarnir eru á löndun í hinum ýmsu verstöðvum, en okkur er í sjálfsvald sett hvar við löndum. Ég get ekki séð hvemig Loðnunefnd getur gert mikið meira. Ég hef ekki trú á því að þó Loðnunefnd réði yfir tölvu, sem hefði að geyma reiknilíkan sem þetta, myndi það gera okkur auðveldara að taka ákvörðun um hvar við ættum helst að landa. Ég tel að það yrði bara neikvætt ef að ætti að fara að stýra okk- ur úr landi og segja okkur að gera eitt og annað. Hitt er svo annað mál, að það er hægt að flýta fyrir löndun. Það er ef- laust hægt að stækka þrær verk- smiðjanna og eins að setja upp fleiri löndunardælur, sem geri það að verkum að skipin tefðust skemur vegna löndunar. Þorsteinn: Ég er alveg sammála Harcddi. Oft á tíðum er einn maður á vakt í Loðnunefnd. Þessi mað- ur hefur mikið að gera í síman- um. Hann veitir skipstjórunum ómetanlegar upplýsingar, en þarna eru kannski 80—100 menn á miðunum, sem eru að taka ákvarðanir. Haldið þið að þeir hafi ekki betri möguleika til að taka réttar ákvarðanir heldur en þessi eini maður sem er að anna öllum þessum upp- lýsingum, þótt það séu hinir ágætustu menn sem vinna þarna? Eða jafnvel þó þeir væru tveir á vakt. Það eru e.t.v. tug- ir skipa sem hafa samband við hann á sama hálftímanum og þurfa að taka ákvörðun. Það gæti tekið heilan dag hjá þess- um eina manni að raða skipun- um á verksmiðjurnar. Ingjaldur: Skipstjóri er úti á miðunum og ákveður hvert hann á að sigla með aflann. Hann getur fengið upplýsingar hjá Loðnu- nefnd um það hversu mikið geymslurými er laust við hverja verksmiðju. Á þessum sama tíma eru kannski 20 aðrir skip- stjórar að taka samsvarandi á- kvarðanir. Skipstjórinn veit ekki hvað þeir ætla að gera, þannig að biðtíminn getur orðið mun lengri en búist var við, vegna ákvarðana annarra skip- stjóra sem ekki var unnt að taka tillit til þegar ákvörðunin var tekin. Ég er alveg sammála Þor- steini, að það er ekki nokkur von til þess, að einn maður á vakt hjá Loðnunefnd, geti tek- ið réttar ákvarðanir um land- anir alls flotans. Það er hins vegar mögulegt., að Loðnunefnd geti gegnt því hlutverki ef hún tæki nútíma tækni í sína þjón- ustu. Því það hlýtur að vera til bóta ef unnt er að haga ákvarð- anatökunni þannig, að hagur heildarinnar sé tryggður. Haraldur: Jú, það gæti e.t.v. að ein- hverju leyti verið það, en á hinn bóginn förum við nokkurnveg- inn nærri um gang hinna skip- anna í loðnuflotanum og hverjir það eru sem eru að fylla sig á sama tíma. Við höfum allar vegalengdir og annað slíkt, svo að við getum reiknað þetta allt út upp á mínútur. Ég held að það sé óhætt að fullyrða, að eft- ir smáreynslu, þá íari menn mjög nærri um þessa hluti alla. Ef ég er t.d. búinn að taka ákvörðun að fara á einhverja höfnina, þá þýðir ekkert fyrir annan skipstjóra sem er á svip- uðu róli að hugsa um að fara þangað líka, því hann veit hver gangurinn er á mínu skipi og annað þar að lútandi, þannig að þetta kemur alveg af sjálfu sér. Þorsteinn: Og það á margfalt skemmri tíma en hægt væri í landi. Svo eru aðstæður þannig, að einn getur stefnt sínu skipi á ákveð- inn stað, sem annar getur alls ekki vegna ferðahæfni skipanna og ástands hverju sinni. Það spilar geysimikið inn í þetta dæmi. Einn getur farið á sínu skipi þá leið eða þangað, sem annar getur alls ekki farið. Andrés: Ég ætla að mótmæla því sem Björn sagði áðan að ég hefði verið að tala um að það ætti ekki að ræða um hag- kvæmni fyrir verksmiðjurnar hér. Ég held, að þarna sé verið að snúa hlutunum við. Ég tal- aði einmitt um að við liefðum reynt að gera það sem við gát- um með flutningabótum, en lögin gerðu ekki ráð fyrir því, heldur að við myndum stuðla að sem mestum afla og greiða fyr- ir löndun. Það var Þorsteinn sem benti á lykilorðið í sam- bandi við aukningu á afla, en það er hraðari löndun, en það kostar fjármuni sem einhverjir aðrir aðilar verða að leggja fram til þess að af því geti orð- ið.. Þetta höfum við látið í ljós við verksmiðjurnar á hverji ári. Við höfum einnig rætt um, að við þyrftum að geta komið í veg íyrir að verksmiðja sem t.d. auglýsti 2000 t. pláss og væri svo 30 klst eða meira að ná þessu upp úr skipunum sem væri eðlilegra að tæki aðeins 10 klst. Þetta gerist ekki öðruvísi en með því að viðkomandi verk- smiðja leggi í talsvert mikmn kostnað, en þetta hefur Loðnu- ÆGIR — 549
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.