Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 22

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 22
um aSgerðum. Það er stað- reynd, að 10.000 tonna afla- aukning eykur þjóðartekjur um allt að 300 milljónum króna. Það er auðvitað best, að aukn- ingin verði sem mest, en það getur verið óframkvæmanlegt að koma við þeim aðgerðum, er leiða til t.d. 20% aukningar, en framkvæmanlegt að ná 10% og 10% eru betri en ekkert. Þorsteinn: Aðstæður hafa gjörbreyst síð- an Ingjaldur tók þetta saman, aðallega vegna hinnar auknu sumar- og haustveiða, og eins hafa skipin stækkað. Nú eru mörg veiðiskipanna, sem komin eru inn í dæmið orðin að flutningaskipum. Þetta breytir auðvitað þessari mynd. Hins- vegar var gaman að velta þessu fyrir sér, eins og dæmið leit út þegar við Björn vorum að starfa saman að þessum mál- um. Þá voru vetrarveiðarnar uppistaðan, og IngjaJdur miðar enn eingöngu við þær. Nú er svo komið, að e.t.v. þarf að fara að takmarka afla i staðinn fyr- ir að auka hann og jafna að- flutningunum til hinna ýmsu verksmiðja. Frá því að við vor- um að vinna í loðnubræðslu- nefndinni, hef ég rætt við Norðmenn, sem stóðu og hafa staðið í loðnuflutningum. Ýmis vandamál sem margir þeirra áttu við að etja hafa nú skýrst, ekki hvað síst ástand hráefnis- ins. Öllum ber þeim saman um að ekki komi eins gott hráefni að landi, þegar búið er að um- skipa því. Forsendan fyrir reiknislíkani Ingjalds er brost- in. Væri hún enn til staðar, kem- ur þama margt fram sem er at- hyglisvert, en að þær aðgerðir gætu aukið aflann um 30% er ég ekki kominn til með að skrifa undir. Þetta er engin náma sem við sækjum þarna viðstöðulaust í. Inn í þetta spila höfuðskepn- urnar, þ.e.a.s. veðrátta og ann- að. Það er ekki hægt að skipu- leggja þetta fram í tímann, t.d. næstu viku og segja, þú átt að fara þarna og sækja svona mik- ið og færa þessari verksmiðju þetta mikið. Þama hljóta breytilegar aðstæður að koma inn, og ég er hræddur um að skipstjórunum þætti það skolli hart ef ætti að fara að fjar- stýra þeim meira en orðið er. Haraldur: Ég tek eindregið undir siðustu orð Þorsteins. Það að ætla að fara að fjarstýra okkur á mið- unum, með einhverri lagaskip- un, held ég að sé algjörlega úti- lokað. Aftur á móti kæmi e.t.v. til greina að reynt væri að búa til töflu þar sem fram kæmi, hve mikið við fengjum borgað fyrir að keyra svo og svo langt, og þá gætum við tek- ið ákvarðanir um leið hvort það borgaði sig að keyra á- kveðnar vegalengdir frá miðun- um, með tilliti til þess hvenær við yrðum komnir aftur á þau. Með þessu tel ég vera möguleika á að auka aflann, hitt er útilok- að, að ætla að stýra okkur með lögum, það verður bara til þess að henda okkur í land um leið. Nú, með þessa aukningu hjá Ingjaldi, ég fæ hana ekki alveg inn í kollinn. Þarna er ekki tek- ið tillit til veðurs eða magnsins í sjónum. Ég vil að það komi skýrt fram hér, að þetta er ekki alveg eins og að sækja bílhlass einhversstaðar út fyrir Reykja- vík, eða eitthvað í þá áttina. Það þarf sko að hafa töluvert meira fyrir þessu. Við sem stöndum í þessu, höfum þá skoðun, að það sé veðrið sem spilar þarna geysimikið inn í, og svo náttúrlega fiskurinn í sjónum. Mér finnst þetta ekki geta staðist sem fyrir liggur í þessari skýrslu, þó að það megi e.t.v. ýmislegt fá út úr henni. Andrés: Mér finnst við eigum, vegna málsins sem við erum að ræða, að hugleiða tilurð laga sem Loðnunefnd starfar eftir og sett voru fyrir fimm árum. Loðna barst þá í síauknum mæli að landi og alvarlegir árekstrar höfðu orðið milli verksmiðjanna annars vegar og skipstjóranna hins vegar. Þá var tilkvaddur hópur reyndra manna frá báð- um aðilum og komu þeir sam- an til funda aftur og aftur áð- ur en álit þeirra fór fyrir Al- þingi. Þar tók það enn breyt- ingum áður en til urðu lög um löndun á loðnu til bræðslu. Engir, sem að þessum flóknu verkefnum unnu, létu sér koma til hugar að þeir hefði ratað á þá einu rétíu leið sem ekki yrði þörf að breyta siðar, enda hefur raunin orðið sú, að tvisv- ar til þrisvar á þessum fimm árum hafa verið gerðar breyt- ingar sem telja verður samt smávægilegar. Á árinu 1977 kom Ingjaldur og bað um að fá að skoða þær skýrslur sem Loðnunefnd hefði um starfsemi sina og kvaðst hann ætla að hugleiða hvort hann gæti notað eitthvað úr því við gerð doktorsritgerðar sem hann ynni að og ætlaði að verja við háskóla í Ameríku. Var þetta auðsótt og allt gert til að greiða fyrir honum. Næst heyrðum við frá Ingjaldi í vor og ég neita því ekki að ég og samnefndarmenn mínir kippt- umst við. Mér var sagt frá út- varpserindi sem hann hefði haldið og sjónvarpsviðtali, sem hvorttveggja hafði farið fram hjá mér, en þar hafði hann haldið því fram að það væri hægt að auka aflann um þriðj- ung ef rétt væri farið að. Seinna var mér bent á blaðagrein í Vísi þar sem þetta er undirstrikað, að hægt sé að auka afla um 30% ef rétt sé að farið og sé það aðallega í því 546 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.