Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 29

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 29
þessa hefur ekkert verið gert í þá átt. Hér hefur komið fram, að ekki hafa allir trú á því, að unnt sé að auka aflann með bættu skipulagi á lönduninni. Það er því greinilegt, að ein- hver andstaða er gegn slíku. Sjávarútvegsráðherra hefur lát- ið í ljós áhuga á þessu máli og hefur fengið upplýsingar um líkön ckkar Páls Jenssonar. Hér er hins vegar um mjög flókið mál að ræða og ekki er von til, að það verði leyst á mjög stutt- um tíma. Þorsteinn: Eftir að hafa kynnt mér þetta náið og þar á meðal rætt við marga skipstjóra og verk- smiðjueigendur, held ég að það fari ekki á milii mála, að það lang raunhæfasta sé að hafa flutningsbæturnar það miklar, að þær geti sett af stað atburöa- rás, samanber það sem Andrés rifjaði upp frá árinu 1973, þeg- ar Raufarhöfn var fyllt af loðnu sem enginn átti von á að ætti eftir að berast þangað, og er mér sérstaklega í fersku minni þessi atburður. Þessi ráðstöfun bókstaflega bjargaði afkomu þeirrar verksmiðju á vertíðinni, annars hefði orðið stórtap á rekstrinum á því ári, nema vegna þess að í þetta skipti fylltust allar þrær. Nú er verið að vinna að því mjög víða að stækka hráefnisgeymslur, sem er auðvitað það hagkvæmasta og þar af leiðandi það réttasta gagnvart vetrarveiðunum og er það búið að sýna sig og sanna, a.m.k. er okkar reynsla sú. Haraldur: Ég vil nefna þarna einn hlut, sem aldrei hefur verið minnst á, og ég tel að mundi stuðla mjög að því að auka aflann, en það er að fækka loðnuveiðiskipunum. Það er talsvert af litlum og illa útbúnum skipum í flotanum sem oft hreinlega tefja fyrir stórum og afkastamiklum skipum, bæði í þrengslum á miðunum og við löndun. Þau eru með gamlar og grunnar nætur og þurfa því að hringsóla yfir torfunum þegar þær standa ekki nægilega ofar- lega fyrir þá, til þess að reyna að finna einhverja toppa, sem þeir svo gera tilraunir til að kasta á. Þessir bátar koma með lítið magn að landi og dvelja miklu lengur við löndun miðað við magn en stærri skipin. Þetta á sérstaklega við á vetrarver- tiðinni þegar loðnan er komin hingað suður fyrir land. Þá hóp- ast bátar af öllum stærðum á þessar veiðar í von um fljóttek- inn afla, og oft er það svo að við á stærri skipunum hreinlega komumst ekki að torfunum, þar sem þau eru svifaseinni í hreyf- ingum en þessir litlu bátar, sem hæfa alls ekki þessum veiðum, en gætu haft ágætis útkomu á þorskveiðum á sama tíma, en það eru jafnframt þær veiðar sem þeir voru upphaflega hann- aðir fyrir. Það virðist alltaf vera hægt að bæta við bátum til þess að fiska loðnu, en það er takmarkað hverjir fá að fara á allar aðrar veiðar, t.d. þorsk og síld, en loðnustofninn á að vera einhver haugur sem aliir eiga að geta sótt í, og það á að gera það endalaust með litlum bátum sem eru með lélegan og úreltan útbúnað. Það er svo önnur saga, að það hefði náttúrlega átt fyrir löngu að vera kominn upp betri loðnu- veiðifloti en við höfum í dag. Við höfum stórlega dregist aft- ur úr nágrannaþjóðum okkar eins og Færeyingum og Norð- mönnum, sérstaklega ef haft er í huga að fyrir 10 til 15 árum höfðum við forystu á þessu sviði. Loðnuveiðiflotinn saman- stendur nú að mestu af göml- um skipum, sem hafa verið teygð og toguð í allar áttir og á allan hátt. Þau hafa verið hækk- uð, breikkuð og lengd, sem sagt prjónað við þau i allar áttir. Þessi gömlu skip hefðu átt að vera áfram í sínu gamla hlut- verki, þ.e. við þorskveiðar. Eins og þau eru orðin í dag, gætu þau e.t.v. orðið ágætisskip á djúprækju, þau eru yfirbyggð og ættu þess vegna að vera vel fall- in fyrir þær veiðar. Á þennan hátt gæti nýtingin á fiskiskipa- flotanum komið mikið betur út í heild. Við erum með nokkur góð skip í loðnuflotanum, en þau eru alltof fá. Vegna stöðugs, og að því er virðist endalauss fjárskorts hjá útgerðinni hefur það yfirleitt orðið að mæta af- gangi að endurnýja skipin. Oft- ast er það þannig að það hefur þurft að hafa sig allan við til að hægt væri að endumýja næt- urnar og annað sem þurft hefur að bæta eða auka við til að fylgjast með þróuninni í þess- um veiðiskap. Björn: Mig langar til að láta það koma hér fram, til gamans, að Páll Jensson var að leika sér að því að keyra Sigurð RE ein- an i gegnum vertíðina 1977, og á þann hátt veiddi Sigurður tæp 60 þús. tonn. Þessi tölvukeyrsla var gerð eftir reiknilíkani Páls. Andrés: Til að sýna, hver móttöku- möguleikinn er hjá einum lands- hlutanum er ég hérna með hvernig hann var gefinn upp í byrjun vertíðar í fyrra frá Siglufirði að Hornafirði, en þessar verstöðvar lágu best fyr- ir loðnugöngunni eins og hún hagaði sér mest alla vertíðina í fyrra. Á þessu svæði voru sól- arhringsafköst 7850 t. Ef verk- smiðjur á þessu svæði hefðu allar nóg að vinna væri mánað- arvinnslugetan í kringum 230 þús. tonn, þannig að þetta er spursmál um hvernig loðnu- gangan hagar sér. Þetta svæði hafði þróarrými fyrir 97 þús. ÆGIR — 553
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.