Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 10
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur: Sjávarfang og tölvutækni Segja má, að loðnu- veiðar í núverandi mynd hafi hafist árið 1965, en þá voru veidd 50 þús. tonn af loðnu til bræðslu. Næstu 6 ár- in var ársaflinn á bil- inu 80—190 þús. tonn og eingöngu veitt upp við landið á tímabilinu febrúar-apríl. Milli ár- anna 1971 og 1973 jókst vetraraflinn í 441 þús. tonn og hefur verið á bilinu 450—550 þús. tonn síðan, ef undan er skilið árið 1976 þegar aðeins fengust um 340 þús. tonn á þessum árs- tíma vegna verkfalla. Þessi aflaaukning á sér þrjár meginorsakir, auk góðs ásigkomulags hrygningarstofnsins, en þær eru veiðar á djúp- miðum austan- og norðaustanlands í janúar og febrúar, bættur og aukinn búnaður skipastóls og verksmiðja og skipulagningu landana, Þrátt fyrir þessa miklu aflaaukningu drcgu margir í efa, að ekki mætti gera betur ef notuð væri nýjasta tækni í formi reiknilíkans og tölvu- úrvinnslu gagna jafnskjótt og þau bærust frá skipum og verksmiðjum. Tvö líkön voru gerð í þessu skyni og prófuð eftir á á metvertiðinni 1977. Hið fyrra var unnið við Reiknistofnun Há- skólans undir stjórn Páls Jenssonar og gaf þá niðurstöðu að unnt hefði verið að ná um 10% meiri afla ef fjarlægðarbætur hefðu verið hærri og um leið virkari á hinum lengri leiðum. Við gerð likans Páls var, með tilliti til þeirra að- stæðna, sem sjómenn búa við hér við land að vetrarlagi, ekki talið rétt að reyna að stýra veið- um frekar en óbeint er gert með fjarlægðarbót- um. Seinna líkanið gerði Dr. Ingjaldur Hannibals- son og benti það til þess, að með því að líta á verksmiðjur annars vegar og flotann hins vegar sem heildir og stjórna þeim sem slíkum, hefði mátt ná fram allt að 30% aflaaukningu á vetrar- vertíð 1977. Hvort slík stýring hefði gefið af sér umrædda aflaaukningu í þessu tilviki skal ósagt látið. Á hitt er bent, að til þess að líkanið nái tilgangi sínum þarf forsendur, sem ekki eru fyrir hendi a.m.k. nema örsjaldan. Um meðal- gæftir, meðalskip og sérstaklega meðalhegðun fisksins er tæpast hægt að tala nema i fáum tilvikum og af þeim sökum erfitt að stjórna veiðum þó ekki sé nema fáa daga fram í tímann. Þá verður ekki annað séð en miðstýring af því tagi, sem hér um ræðir sé naumast framkvæm- anleg, nema gerbreyta því þjóðskipulagsformi, sem við búum við. Jafnvel þótt litið sé framhjá því hver sé hæfastur til að ákveða hvert sigla skuli hlöðnu skipi um hávetur verður að taka mið af því hver gerir út íslensku loðnuskipin. Það er ekki hið opinbera. Og meðan svo er, virð- ist naumast rétt að hugsa sér þess háttar mið- stýringu sem Ingjaldur gerir ráð fyrir. Árið 1976 hófust loðnuveiðar á djúpmiðum norðan- og norðvestanlands að sumar- og haust- lagi. Það ár varð sumar- og haustaflinn 115 þús. tonn, en er þegar orðinn um 465 þús. tonn á þessu ári. Eins og kunnugt er fengu norsk skip um 150 þús. tonn af loðnu við Jan Mayen s.l- sumar, en merkingar sýna, svo ekki verður um villst, að sú loðna tilheyrði íslenska loðnustofn- inum. Á yfirstandandi ári hafa því þegar verið veidd yfir 1.100 þús. tonn úr þessum fiskstofni eða um 50—60 milljarðar fiska. Að loðnuveiðar hér við land myndu endanlega taka ofangreinda stefnu varð ijóst þegar á árinu 1976 og reyndar voru líkurnar til þess að svo myndi fara mörgum ljósar alllöngu fyrr. Enda þótt langtímaveiðiþol þessa fiskstoíns hafi þá og sé raunar enn ekki þekkt til fulls, mátti leiða að því sterk rök að óvarlegt væri að fara mikið yfir 1 millj. tonna árlega meðan viðbrögð loðnu- stofnsins við hinum stórauknu veiðum væru að koma í ljós. Þetta var fyrst orðað fyrir 2—3 ár- um og formlega lagt tii í skýrslu Hafrannsókna- stofnunarinnar um ,,Ástand nytjastofna á ís- andsmiðum og aflahorfur 1978“, sem lögð var fram í nóvember 1977. „Á skömmum tíma skipast veður i lofti“, segir máltækið og á það ekki síður við um loðnuveiðar en margt annað. Ef takmarka þarf heildarloðnu- afla leiðir af líkum að grundvöllur er ekki lengur fyrir gerð og notkun reiknlíkana af því tagi sem hér um ræðir. Hitt er svo annað mál, að ekki er sama hvar, hvernig og hvenær loðnan er veidd og liggja bæði til þess líf-, félags- og hagfræði- legar ástæður. Sömuleiðis má ljóst vera að gerð Framh. á bls. 575 534 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.