Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 23

Ægir - 01.12.1978, Blaðsíða 23
fólgið að skipin fái lengri tíma við veiðarnar. Ég verð að lýsa óánægju minni yfir þeirri aðferð Ingj- alds, að segja okkur ekki frá því að hvaða niðurstöðum hann hefði komist, þegar hann var búinn að vinna upp úr okkar plöggum. Heldur eru það fjöl- miðlarnir sem koma með þetta í mismunandi útgáfum. Mér tókst ekki að fá ritgerðina hjá Ingjaldi þótt beðið væri um hana. Það fyrsta sem ég hef séð af henni er þessi úrdráttur sem Birgir Hermannsson kom með fyrir nokkrum dögum. Það sem mér fannst svo skrítið var, hvernig við, þessir menn sem höfðum verið að fjalla um þetta áður, gátum verið svo glám- skvggnir að sjá ekki að við vær- um að tefja skipin við veiðarnar og sérstaklega var ég undrandi á hinum dugmiklu skipstjórum okkar, hvernig þeim gat yfir- sést jafnhrapallega. Skipstjór- arnir fá allar upplýsingar um leið og þeir fara af miðun- um, hvar þeir geti losnað við aflann og það sem þeir ákveða miðast við hvort þeir græða jafnvel þó ekki sé nema fimm mínútur á miðunum. Svo allt í einu kemur maður og segir við okkur: ,,Þið hafið bara litið fram hjá því að það er hægt að stórauka tímann á miðun- um“. Nú, þegar ég er búinn að lesa þessa skýrslu sýnist mér margt vafasamt og að ekki sé vist að glámskyggni þeirra manna sem um þetta hafa fjall- að fram að þessu, sé svo aug- sýnileg sem að er látið liggja í skýrslunni. Þegar Ingjaldur talaði hér áðan, þá fannst mér að hann væri ekki að ræða um skýrsluna, heldur hverju væri hægt að breyta í núverandi loðnulögum, meðal annars því hvort og hvernig ætti að breyta fjarlægðabótum og öðru þvíum- líku. Tölvuvinnsla Páls, sem ég hafði enga trú á og var búin að fara fram áður, var þannig tilkomin að sumir voru með hugleiðingar sem stefndu í þá átt að glíma við það verk- efni hvort ekki væri hægt með löngum fyrirvara að ákveða hverjar bæturnar skildu vera frá einum stað til annars. Þetta var sá málflutningur sem lá á bak við þá tölvuvinnslu. Þegar talað er um að sigla, þá má sigla það langt að tími tap- ist á miðunum og með því móti er hætt við, að það virki öfugt við áður umtalaða tímaaukn- ingu. Mér finnst það sé verið að rugla saman óskyldum hlut- um þegar verið er að tala um hvað sé hagkvæmara fyrir verk- smiðjurnar. Ég vil halda því atriði alveg utanvið, af því að lögin eru ekki til þess gerð að jafna aflanum milli verksmiðj- anna, þau tala um að hjálpa til við að afla sem mest, en ekki að jafna milli verksmiðjanna. Annað mál er, að þörf geti verið að breyta núverandi lög- um þannig að meira tillit sé tek- ið til verksmiðjanna en nú er. Hins vegar neita ég því ekki að flutningabæturnar hafa í reynd verið notaðar í þessa átt og manni finnst oft réttmætt að taka tillit til verksmiðjanna, en bæturnar verða að vera háar til þess að skipstjóri sjái af ein- hverjum tíma við veiðar og taki heldur þessa peninga sem eru vissir. En ef langt er farið geta siglingar frekar minnkað fiski- ríið í heild en aukið það, en aftur á móti getur þetta ver- ið sanngjarnt í sambandi við að skipta aflanum á milli verk- smiðjanna. Ég skal drepa á smá dæmi, en það skeði á Vopna- firði að verksmiðjan fór af stað eingöngu fyrir tilstilli Loðnu- nefndar, þegar eigendurnir töldu ekki neinar líkur á því að fá hráefni, vegna þess að það voru settar það háar flutninga- bætur þegar útséð var að aflinn bærist öðruvísi. Verksmiðjan fékk það mikið aflamagn að hún fór skaðlaust út úr árinu. Þetta var árið 1973, og ég heyrði aldrei neinn gagn- rýna þetta. Við höfum vissulega ábyrgð gagnvart verksmiðjum sem fara í gang og eru tilbúnar að taka við afla. Qiörn Dagbjartsson Þorsteinn Gíslason Haraldur Ágústsson Andrés Finnbogason ÆGIR — 547
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.