Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1979, Qupperneq 16

Ægir - 01.10.1979, Qupperneq 16
held þvert á móti, að þeim eigi að ætla ákveðið en takmarkað hlutverk ásamt verðuppbótum á vannýttar tegundir til að beina sókninni í æski- legan farveg, en ekki má treysta á þá sem hjálp- ræðið eina. Skattar á sókn í stað afla eru, held ég, enn erfiðari í framkvæmd vegna vandkvæða við skilgreiningu á sókn og geta haft svipuð brenglunaráhrif og bein höft á gerð skipa. Því sóknin er háð öllu í senn, fjölda, stærð og gerð skipa, sóknarmætti veiðarfæra og tækja, dreifingu skipa á miðunum og tímanum við veiðarnar. Sókn er engin kílóvara. En hvað um sölu veiðileyfa? Fiskihagfræðin sýnir, að leyfi á „réttu“ verði geta náð sama árangri og ,,réttur“ skattur. Sala á veiðileyfum, þar sem ríkið seldi leyfin hæstbjóð- anda, yrði án efa jafnumdeild og skattlagning. Hins vegar býður heimild til sölu á leyfum milli leyfis- hafa upp á markaðsleið til að nálgast hið rétta verð, þegar fram í sækir. Þá hyrfu þeir frá veiðum, sem óska þess sjálfir, og selja leyfi að eigin vali. En hvernig eiga veiðileyfi að vera? Eiga þetta að vera leyfi til að veiða úr ákveðnum fiskstofni á ákveðnum tíma með ákveðnum búnaði en óbundin að afla- magni, eða á að binda þau við ákveðið aflamagn úr stofni á hvert skip? Til hve langs tíma á að veita leyfi? Eru leyfin framseljanleg hverjum sem er hvenær sem er án takmörkunar? Spurningarnar eru margar og svara við þeim verður að leita með ítarlegum athugunum fiskstofn fyrir fiskstofn bæði með tilliti til fiskifræði og atvinnuhátta. Leyfis- veitingavald er vandmeðfarið. Að veita leyfi til fiskveiða er ígildi þess að úthluta eignarrétti í almenningum. Á slíku máli eru margar hliðar, réttarfarslegar og pólitískar, sem ástæða er til að kanna vandlega áður en af stað væri farið, auk þess sem beinlínis lýtur að vernd fiskstofna og sóknar- kostnaði. Þegar um fiskstofna er að tefla, sem taldir eru fullnýttir eða jafnvel ofnýttir frá fiski- fræðilegu sjónarmiði, virðist öruggast að miða leyfin við ákveðinn afla á skip innan leyfilegs hámarksafla fyrir heildina, fremur en að freista þess að takmarka sókn og afla beinlínis með því að úthluta óbundnum leyfum til þess fjölda skipa, sem menn telja hæfilegan. Forsendur slíkra ákvarð- ana eru yfirleitt ekki svo traustar, að stætt sé á því að bægja mönnum, sem hafa haft framfæri sitt af veiðum, frá þeim með því að neita þeim um leyfi í upphafi leyfisveitinga. Þannig næðist ef til vill ekki stórt skref í upphafi til þess að minnka sókn, en væri mönnum frjálst að selja leyfin innan leyfis- hafahópsins, gæti þegar náðst nokkur árangureinn- ig í þvi efni frá byrjun. Til þess að styðja vi framkvæmd kerfis af þessu tagi tel ég, að jafnhlið3 þyrfti að beita ströngum fjármagnskjörum við ný' smíði og innflutning fiskiskipa og stuðningi við þa> sem vildu leggja gömlum og úreltum skipum. Hvort tveggja aðferðir, sem þegar er beitt í nokkrum mæl'- Með tilliti til þeirrar hefðar, sem hér ríkir um frjálsan aðgang að fiskveiðum, finnst mér ófært ao hrinda slíku kerfí af stað með uppboðssölu 3 leyfum frá ríkisvaldsins hálfu. Eigna- og tekju- skiptingaráhrifin í upphafi gætu reynzt of hastar- leg. Eðlilegast virðist mér að úthluta leyfum j upphafi til þeirra, sem veiðarnar hafa stundað * atvinnuskyni, en takmarka síðan aðgang að veið- unum. Leyfum mætti ef til vill úthluta að einhverju eða öllu leyti eftir afla á undanförnum árum- En öll úthlutun verður umdeild. Eins er álitamál til hvaða tíma ætti að úthlutaleyfunum. Einn mögu- leiki væri, að leyfin væru til nokkurra ára í senn en háð árlegri ákvörðun um aflamagn eftir fiski' fræðilegum aðstæðum, slík leyfi ættu ef til vill bez1 við um þorskveiðar. Tímabundin leyfi til árs eða vertíðar í senn gætu átt við aðrar veiðar, til dæm|s síldveiðar við Suðurland. Taka verður eðlilegt tilht til þess, að mönnum gefist kostur á að nýta nokkuð kostnað, sem í hefur verið lagt í góðri trú. Alh er þetta vandmeðfarið. Málið vandast enn, þegar að framsalsréttinum kemur? Á að leyfa verzlun með leyfin? Hiklaust virðist rétt að leýfa verzlun með leyfin innan leyfis' hafahópsins, ef hægt er að tryggja hlut sjómanna sanngjarnlega í þessu sambandi. Ef leyfi er se fyrir eina vertíð í senn, virðist mega tryggJ3 þetta með því að áskilja, að greiða skuli skip' verjum aflahlut af andvirði seldra veiðileyfa, eða e ekki er áhöfn á skipi þá renni aflahlutur af leyfiS' verðinu til lífeyrissjóðs sjómanna. Þessa leið þyr‘ að kanna nánar, því sala á leyfum milli skipa getur haft í för með sér sóknarsparnað, ef menn ákveða sjálfir að snúa sér að öðru (hvort sem það eru aðrar veiðar eða önnur verkefni) fái þeir gjald fyrir veið' leyfið, sem þeir láta ónotað. Úthlutun leyfa og endurnýjun þeirra er og verður augljóslega umdeilt mál. Ef til vill er þessi leið P helzt til þess fallin að samræma mismunandi sjónar mið í þessu vandasama máli: Sjónarmið fiskvernd og hagkvæmni og sjónarmið atvinnuöryggis byggðarlaga, sem byggja afkomu sína á flS Miklu máli skiptir, hvernig að leyfisveitingulTl 588 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.