Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.1979, Qupperneq 18

Ægir - 01.10.1979, Qupperneq 18
kostnaði. Þannig væru ákvarðanir um það að hverfa frá síldveiðum teknar út frá einkahagsmunum aðila, sem fallið gætu að heildarhagsmunum, ef rétt er á haldið. Með þessu móti er auðlindarentunni haldið í greininni, en hún ekki skattlögð burt. Jafnframt er gerð tilraun til þess að koma á sanngjarnri skiptingu milli útgerðar og skipverja. Sjávarútvegs- ráðuneytið mun hafa haft þetta mál til athugunar að undanförnu, að því er síldveiðar varðar. Auðvitað eru á þessu fyrirkomulagi ýmsir vankantar og ekki ástæða til að vænta skjóts árangurs. Sérstaklega þarf að gæta að því, hvaða háttur yrði hafður á leyfisúthlutun ár frá ári og hversu lengi hvert leyfi skuli gilda. Hins vegar er' svo mikið í húfi, að fundnar verði ásættanlegar leiðir til sóknarsparnaðar, að full ástæða virðist til að reyna þetta nú í sambandi við úthlutun síldveiðileyfa. Hvort þetta er hugsanlegt fyrir aðra stofna, til dæmis loðnu, þarf að kanna og ræða nánar við alla aðila, sem málið varðar. Hugmyndin um landshlutakvóta, sem síðan yrði skipt í veiðileyfi til skipa, sem selja mætti innan fjórðungs (kjördæmis), held ég að þurfi að skoða mjög vandlega. Þetta væri mikið nýmæli, þótt ekki sé víst, að þetta sé algerlega nýr skilningur á eignarrétti á almenningum. f hinni fornu lögbók Grágás segir: „Það er almenningur er Qórðungsmenn eiga allir saman“. Þar áttu fjórðungsmenn - líklega einir, þótt það sé ekki fullvitað - rétt að fiska og fygla, þó ekki lengur en sjö mánuði á ári. Mönnum varð snemma ljóst, að ekki mátti ganga svo nærri gæðum lands og sjávar að þau gengju úr sér. Þessum hugmyndum er hér varpað fram til þess að vekja umræður, en ekki sem hinum einu réttu úrræðum. Þau finnast víst seint, en að þeim þarf þó jafnan að leita. Hugmyndina um fiskveiðistjórnkerfi, sem hér er varpað fram, má draga saman svo: 1) Framseljanleg veiðileyji til veiða á ákveðnu aflamagni úr hverjum fiskstofni. Gætt verði atvinnuhagsmuna og byggðasjónarmiða við úthlutun. Upphafleg úthlutun án endurgjalds til þeirra, sem veiðar hafa stundað. Heimild til framsals þorsk-, rækju- og skelfiskveiði- leyfa bundin við landshluta eða héruð, en alh landið fyrir uppsjávarfiskveiðileyfi. Aflahlutir verði greiddir til sjómanna af andvirði seldra leyfa. 2) Aflajöfnunarsjóður innan sjávarútvegsins me gjöldum á ofnýttar en verðuppbótum á van- nýttar fisktegundir. 3) Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins líkt og nU er. Aðhaldssöm fjármagnskjör til nýsmíði fiskiskip3 og rífleg aðstoð við að taka úrelt skip úr rekstri mynda síðan eins konar umgjörð um þetta ker»- Einnig þyrfti að freista þess að jafna fjárfest- ingarútgjöld sjávarútvegsins, til dæmis með ny_ byggingarsjóðum hjá hverju fyrirtæki með skatt- fríðindum, ef notaðir væru á heppilegum tíniurn- Slík ákvæði gætu að einhverju leyti komið í sta núgildandi fyrningarákvæða skattalaga. Á þessu máli eru margar hliðar. Ein snýr a hlutaskiptunum. Ég held að veigamikill þáttur 1 umbótum á skipulagi sjávarútvegsins gæti veriö. að sjómenn og útvegsmenn kæmu sér saman uni a hverfa frá hlutaskiptafyrirkomulaginu í núverandi mynd og tækju í þess stað upp launakerfi með „kaup1 og prerníu". Laun sjómanna verði ákveðin sem fas‘ kaup og aflaverðlaun, sem miðist við aflaverðms*1 að frádregnum olíukostnaði. Hér gætum við virzt komin út í aðra sálma. En svo er þó ekk*- Breyting af þessu tagi stuðlar að því að draga ur kostnaði við sókn. Til þess að koma henni fram þarf sanngjarna samninga, sem tryggja sjómönnunt góð laun. Nokkur rit, sem við er stuðzt: 1. Anderson, L.G. The Economics of Fisheries Managemenl' Baltimore og London 1977. 2. Baumol, W.J. og Oates, W.A. The Instruments °r Environmental Policy úr Economic Analysis of Environ mental Problems, E.S. Mills ritstj., NBER o.fl. 1975. 3. Hafrannsóknastofnun: Ástand nytjafiska á fslandsmiðUIT1 og aflahorfur 1979. Reykjavík 1979. 4. Tillögunefnd um sjóðakerfi sjávarútvegs og hlutaskip11 Sjóðir sjávarútvegs og hlutaskipti, Reykjavík 5. Jón Sigurðsson og Sigurður B. Stefánsson: Afraks þorskútvegs á komandi árum. Fjármálatíðindi, n°- XXV. árg., maí-júlí 1978. 6. Ragnar Árnason: Grundvallaratriði í fiskihagfraeði. ‘ J málatíðindi, no. 3, XXIV. árg., ágúst-desember 1977- 590 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.