Ægir - 01.10.1979, Side 19
Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar:
Hvalveiðar íslendinga
°g Alþjóðahvalveiðiráðið
Á undanförnum árum hefur átt sér stað veru-
e8 alþjóðleg umræða um hvalveiðar í heiminum
°8 áhrif þeirra á hina einstöku hvalstofna. Ástæða
Pess er sú að eftir siðar heimsstyrjöldina hafa margir
st°fnar látið stórlega á sjá, sérstaklega hvalstofn-
arn*r í Suðuríshafinu.
Það er mitt álit og margra sem til þekkja, að
'PJóðahvalveiðiráðið hafi á sínum tíma brugðist
PVl hlutverki sínu að tryggja skynsamlega nýtingu
Þes:
að
sara stofna. Um margra ára skeið hafði ráðið
engu aðvaranir fiskifræðinga og það var því
Jhiður ekki fyrr en að endalok steypireyðar- og
angreyðarstofnanna í Suðuríshafi blasti við að
ekið var í taumana. Árið 1965 var steypireyðin
jriðuð og sama ár var hnúfubakur einnig al-
,r*ðaður að undantekinni örlítilli veiði Grænlend-
lnga og íbúa eyjarinnar Tonga í Kyrrahafi.
, Áfstaða Alþjóðahvalveiðiráðsins til ráðlegginga
y'sindamanna hefur gjörbreyst á undanförnum
arnm og ég þekki enga þá fiskveiðinefnd alþjóðlega
heiminum í dag þar sem jafndyggilega er farið
ráðum vísindamanna, en ég mun víkja nánar
ð þessu seinna í erindi minu.
. Því miður einkennis saga hvalveiðanna í heim-
nnm að miklu leyti af fégræðgi og fyrirhyggju-
ysi þótt frá því séu nokkrar athyglisverðar
ndantekningar svo sem hvalveiðar okkar íslend-
8a. f>ag værj vej ef o^kur auðnaðist að stjórna
?Um öðrum veiðum okkar á sama hátt.
la Árið 1883 hófu Norðmenn hvalveiðar hér við
■ en því miður hjuggu þær veiðar það stórt skarð
steypireyðar- og langreyðarstofnana að þeir hafa
1 ennþá náð sinni upprunalegu stærð.
v Ástæða þess að Norðmenn hófu hvalveiðar hér
°ru margvíslegar. Fiskimenn í Finnmörku voru
andsnúnir veiðunum, en það var ekki af
s'JriJðunarástæðum, heldur töldu þeir að þær
Pl ltu mjög öllum fiskveiðum. Reynslan hefur
sýnt að þetta á ekki við rök að styðjast. Hval-
föngurum var gert erfítt fyrir á ýmsan hátt og
reksturinn gekk því illa, m.a. vegna minnkandi veiði.
Fyrsta stöð Norðmanna hér á landi var við Álfta-
fjörð og hét sá Thomas Amlie er veitti henni
forstöðu. Hinn kunni hvalamaður Svend Foyn,
sá sem fann upp hvalskutulinn og gjörbreytti
þannig allri tækni við hvalveiðar, ætlaði að vera
með Amlie, en vegna ósamkomulags við yfirvöld
hér hætti hann við allt saman.
Hér við land var einnig um að ræða algjörlega
ónytjaðan stofn, sem miðað við reynsluna frá
Finnmörku, hlyti að gefa góðan arð.
Á eftir Thomas Amlie komu bræðurnir Hans og
Andreas Ellefsen og reistu í önundarfirði árið 1889
stöð sem stærst var í öllu Norðuratlantshafí á
sínum tíma og gerðu þeir út 5 hvalbáta. Tvö önnur
hvalveiðifélög bættust síðar við.
Hér er ekki viðlit að rekja á nokkurn hátt sögu
norsku hvalveiðanna við ísland, en þæreru ákaflega
lærdómsríkar og skýrt dæmi um það hvernig ótak-
mörkuð sókn megnar að eyða blómlegum dýra-
stofnum á nokkrum árum.
Upplýsingar um einstakar tegundir í veiðinni eru
af mjög skornum skammti, en fyrstu árin var mikið
um steypireyð í aflanum. Á árunum 1889-1900
fengust t.d. í stöð Ellefsens í önundarfírði 1296
steypireyðar, 732 langreyðar, 17 sandreyðar og 126
hnúfubakar.
Undir lok aldarinnar var afli greinilega farinn
að tregast og aldamótaárið flutti Ellefsen stöð sína
til Mjóafjarðar og brátt komu fleiri á eftir. Þessi
nýju veiðisvæði juku nokkuð heildarveiðina og árið
1902 náði veiðin algjöru hámarki, en þá fengust
samtals 1305 hvalir. Það ár stunduðu 30 bátar
veiðarnar, en aðeins 8 bátar árið 1891.
Eftir þetta fór að halla undir fæti. Árið 1912
stunduðu um 20 bátar veiðarnar, en aflinn á bát
ÆGIR — 591