Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1979, Side 31

Ægir - 01.10.1979, Side 31
»Stóri Bull“ Marcus Bull reisti hval- veiðistöð á Hesteyri við Hesteyrarfjörð, Jökulfjörð- um, er bar nafnið „Brödr- ene Bull“. Rétt eftir alda- mótin flutti hann stöð þessa til Hellisfjarðar og rak að jafnaði með fjórum hvalveiðibátum. Marcus Bull hafði áður rekið hvalveiðistöð við Finn- mörk og er hann talinn ^eðal atorkusömustu manna í stéttinni. hann segir Sigurður Risting: >,Hann gerði miklar og margvíslegar endur- bætur á rekstri stöðvanna, sem síðar voru teknar upp á nálega öllum vinnslustöðvum. Hag- kvæmni í veiðiaðferðum og vinnslu varð til þess að rekstur hans skilaði góðum arði“ (lausl. þýtt). Marcus Bull var fóstursonur Svend Föyn og ^omst því snemma í snertingu við hvalveiðarnar. Greinarhöfundur hefir barnsminni af þessum at- afnamanni, sem í daglegu tali var kallaður ”stóri Bull“ til aðgreiningar frá staðgengli hans, Sem þó raunar hét alls ekki Bull en var jafnan ^allaður „litli Bull“, því ekki þótti annað við ®fi en að forstjórinn eða yfirmaðurinn væri ^allaður Bull. Marcus Bull var virðulegur maður, mun lítið hafa kynnst íslendingum. Hann kom Pó reglulega norður að Nesi i Norðfirði einu sinni a hverri hvalveiðivertíð, til að greiða gjöld sín til Sveitarfélagsins. Það var viðburður á Nesi þegar valbátur kom með forstjórann þessara erinda. °kkrir íslendingar höfðu atvinnu á hvalveiði- s,töðinni við hvalskurð og vinnslu á afurðum, utskipun og fleira. E’nn Islendingur var sjómaður á hvalveiðibát, Sv° ég vissi. Meðal þeirra sem mikið unnu á hvalveiði- stÖðinni í Hellisfírði var Páll Markússon, smiður niálari, afi Gerðar Helgadóttur myndlistar- °nu. Hann sagði mér að góð vinátta hefði ekist með Bjarna bónda Guðmundssyni á Sveins- stöðum og Markúsi Bull. Hvalstöðin stóð á Sveins- staðaeyri í landi Sveinsstaða. Bjarni hafði umsjón með stöðinni á vetrum og bjó þá oft í íbúðar- húsi forstjórans. Það var mjög algengt að menn sæktu hval til Hellisfjarðar frá Nesi í Norðfirði og hefi ég all- gott minni af nokkrum slíkum ferðum á árunum 1908 til 1911. Fengu menn að skera hvalinn sjálfir og velja sjálfir hvað skorið var. Þetta var selt á mjög vægu verði 2 aura pundið að mig minnir. Lítils- háttar var einnig keypt af hvalmjöli til fóðurbætis. Sjómælingar íslands Tilkynningar til sjófarenda 17. íslenzk sjókort. Ný sjókort. Ný útgáfa. Útgáfu og sölu sjókorta hætt. Ný sjókort: Nr. 61 og 61 LORAN-C, Grímsey-Glettinga- nes. Takmörk korts: 65°30’n - 67° 10’n og 1 l°58’v - 18°04’v. Mælikv. 1:300.000. Nr. 81 og 81 LORAN-C. Hvalnes-Vest- mannaeyjar. Takmörk korts: 62°40’n - 64°30’n og 14°22’v - 20°30’v. Mælikv. 1:300.000. Ný útgáfa: Nr. 74 Hlaða-Stokksnes. Mælikv. 1:100.000. Útgáfu og sölu hætt á eftirtöldum sjókortum: Nr. 61 Skagafjörður-Langanes. Mælikv. 1:250.000. Nr. 70 Langanes-Berufjörður. Mælikv. 1:250.000. Nr. 81 Vestrahorn-Dyrhólaey. Mælikv. 1:250.000. 18. fslenzk sjókort. Útgáfa á LORAN-C kortum. Eftirtalin sjókort fást nú yfirprentuð með LORAN-C línum: Nr. 31 og 31 F Vestmannaeyjar-Dyrhólaey. Mælikv. 1:300.000. Nr. 41 og 41 F Vestfirðir. Mælikv. 1:300.000. ÆGIR — 603

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.