Ægir - 01.10.1979, Side 42
inga fyrir skipaflokka 1 og 3
Lítið var um breytingar framan
af, þannig var aðeins eitt skip
lengt árið 1971 (kemur fram
1972) og tvö árið 1972. Aukning
varð svo árið 1973, en hámarki
náðu breytingar árið 1977. Ef
litið er á hlutdeild breytinga
(togarar meðtaldir) er hún um
15000 t eða um 40% af heild-
arburðarmagni flotans á yfir-
standandi vertíð. Miðað við yfir-
standandi vertíð er hlutdeild 1.
skipaflokks um 54% og 2. skipa-
flokks um 13% af heildarburðar-
magni. Þannig eru um 67% af
burðarmagni þess loðnuflota, sem
nú stundar veiðar, nótaveiði-
skip sem komu á síldarárunum
fram til 1968 og síðutogarar,
sem komu á árunum 1958-1960.
Á línuriti 7 kemur fram meðal-
burðarmagn skipa sem tilheyra
flokkum 1, 2 og 3. Árin 1970-
1974 breytist meðalburðarmagn
lítið, og er rúm 290 t. Síðan
fer þetta vaxandi og árið 1979
er meðalburðarmagnið orðið rúm
620 tonn.
í sambandi við breytingar sem
þessar þá er rétt að benda á eitt
atriði, sem ekki hefur breytst, en
það er styrkleiki á upphaflegu
stálvirki skipsins. Við hönnun á
þessum skipum er dýpt að þil-
fari veigamikill þáttur, sem lagður
er til grundvallar vali á efnis-
málum. í mörgum tilvikum er
hleðsludjúprista orðin allt að
30% meiri en styrkleikadjúprista,
eins og sum skipin eru hlaðin,
auk þess sem lengdin hefur aukizt
og vélarafl í sumum tilvikum
tvöfaldast.
Af þessum loðnuflota eru átta
stór skip, með um og yfir 1000
t burðarmagn, sem geta stundað
kolmunnaveiðar, en það eru
veiðar sem talsverðar vonir eru
bundnar við, en eru enn á
bernskuskeiði.
Bátaflotinn
Hér að framan hefur einkum
verið fjallað um þróun togara
(síðutogara og skuttogara) og
nótaveiðiskipa, enda hafa mestar
breytingar átt sér stað á þessum
tveimur flokkum skipa. Gjarnan
er talað um þrjá meginflokka
skipa, þ.e. togaraflota, loðnu-
veiðiflota, eftir að farið var að
stunda loðnuveiðar mikinn hluta
ársins, og bátaflota.
Bátar stærri en 100 brl.
Samkvæmt skipaskrá 1979 eru
fiskiskip, stærri en 100 brl. 300
talsins. Af þessum fjölda eru 79
skuttogarar og 54 yfirbyggð
nótaveiðiskip (öll með yfir 300
tonna burðarmagn). Að frátöldum
4 síðutogurum, þar af aðeins
tveim i gangi, telur bátafloti yfir
100 brl. rúmlega 160 skip, að meðal-
stærð 160-170 brl. Uppistaðan
í þessum flota, eða um 100 skip,
eru stálfiskiskip, sem byggð voru
fram til 1968, og ekki hefur verið
breytt m.t.t. loðnuveiða. Annar
stór hópur eru stálfiskiskip, sem
byggð voru innanlands á árun-
um 1969-1975, um 40 skip, nær
öll í stærðarflokknum 100-150
brl. Tréfiskiskip, stærri en 100
brl, eru 15, flest þeirra byggð á
árunum 1962-1965, þegar smíði
stórra tréfiskiskipa var að renna
sitt skeið á enda.
Stór hluti áðurnefndrar innan-
landssmíði var 105 brl. að stærð,
sem kom til af reglugerð sem sett
var um togveiðar báta allt að 105
brl. Síðar breyttist þetta meira
yfir í lengri skip, 150 brl., og
margir 105 brl. bátanna voru
lengdir síðar. Að fyrirkomulagi
og gerð var hér um að ræða i
meginatriðum hefðbundna gerð
stálfiskiskipa fyrri tíma, og aðal-
mál stærri skipanna svipuð og
margra síldveiðiskipanna, senl
byggð voru allt fram til 1963'
’64. Nokkur þessara skipa voru
byggð með gafllaga skut og
útbúin með toggálgum aftur a
bátaþilfari fyrir skuttog, einnig
voru nokkur útbúin til nótaveiða^
Bátaflotinn, yfir 100 brl. a
stærð, stundar breytilegar veiðar.
en mest þorskveiðar í net, linU
og botnvörpu. Síðustu ár hefuf
mjög stór hluti þessa flota stun
að síldveiðar á haustin, anna
hvort í nót eða reknet. EinmS
hefur nokkur hópur skipa stunda
spærlings- og humarveiðar.
Segja má að litlar breytingaf
hafi orðið á skipum og tækja
búnaði til þessara hefðbundnu
veiða. Eins og fram hefur konu
hefur togarinn þróast í tveggJu
þilfara skip, nótaveiðiskipið 11
veiða á bræðslufiski einnig.
enginn vafi er á því að þesS'
flokkur skipa á einnig eftir a
þróast í þá átt. Fyrir línu-
netaveiðar, er slíkt hlífðarþinaT
ákjósanlegt og gjörbreytir alr
aðstöðu fyrir áhöfn. Þegar farl
var að byggja yfir loðnuvei 1
skipin, voru á mörg skipanna
settar síðulúgur á yfirbyggrn^
til að geta jafnframt stunda^
neta- og línuveiðar. Byggt he*u
verið yfir nokkur skip sérsta
lega fyrir línu- og netaveiðar'
en aðeins eitt tveggja þilfara
fiskiskip, sem fellur inn í þennaU
flokk skipa, hefur verið byg?
hérlendis til þessa, Sigurbára
249, byggð hjá Vélsmiðju Seyð>s
íjarðar hf. og afhent í júní 19 '
Þá er undanskilinn skuttogarin
Heiðrún ÍS 4, sem jafnfra,T1
er búinn til nóta- og línuveiða-^
Gerðar hafa verið tilraunit11
að vélvæða línuveiðarnar
hi*1
síðari ár, en búnaður við þ®r
búinn að vera óbreyttur i lang ^
tíma. Lagningsrennan var
sjálfsögðu bylting á sínum
tím3
614 — ÆGIR