Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 14

Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 14
Avarp Steingríms Hermannssonar sj áv arútvegsr áðherra Fundarstjóri, góðir full- trúar á Fiskiþingi. Ég fagna því að fá tækifæri til að ávarpa ykkur nokkrum orðum. Það er bara að ekki fari fyrir mér eins og ég frétti af öðrum ráðherra, sem fékk að flytja ávarp. Það tók einn og hálfan tíma. Ég skal reyna að vera styttri tíma heldur en það, þótt málefnin séu æðimörg sem gott væri að fá tækifæri til að ræða við ykkur um. Ég hef hugsað mér að ræða fyrst og fremst um mótun fiskveiðistefnu, sem svo hefur verið nefnd en reyndar fyrst og fremst um mótun þeirrar stefnu á næsta ári sem yrði fylgt gagnvart þorskveiðum. Þó finnst mér ástæða til að minnast á nokkur önn- ur atriði, sem eru ofarlega á baugi nú, og reyndar hafa nokkur áhrif á mótun þeirrar stefnu í þorsk- veiðum. Ég nefni loðnuflotann og vandamál hans, vandamál sem áreiðanlega verða mikil. Ég þarf ekki að rekja hér þá þróun sem orðið hefur á loðnuveiðum upp á síðkastið, frá því að loðnuafli var talinn geta numið 1 Vi milljón lesta á ári og í það sem nú er, þegar mörkin eru sett við 658 þús. lestir, sem nýlega hefur orðið að skera niður um 30 af hundraði. Við skulum vona að unnt verði að bæta þessum 30% við eftir áramótin, en því miður bendir ekkert til þess nú. Ef svo verður ekki, verða vandamál þessa flota ákaflega mikil og ekki Ijóst hvernig þau verða leyst. Mér þykir einnig rétt að nefna síldveiðar, sem nú standa yfir, og hafa verið nokkuð til umræðu. Síldveiðarnar hafa að ýmsu leyti gengið vel og sala á saltaðri síld hefur gengið betur en menn gerðu sér vonir um. Náðst hafa góðir samningar, sem ég hygg að við getum allir samþykkt. Frystingin er hins vegar erfiðleikum háð. Afkoman er ekki eins góð og hún þyrfti að vera. Og nú fáum við þær fréttir, að sildarverðið fyrir þá síld sem leyft var að sigla með, sé töluvert lægra en á var byggt. Heimild til siglinga var bundin þvi að verðið færi ekki niður fyrir 5 krónur danskar. Það verð hefur ekki fengist. Síldarútvegsnefnd hefur fengið aðvaranir frá sínum viðsemjendum. Ég fyrir mitt leyti sé ekki annað, ef svo heldur áfram, en að stöðva verði siglingar með síld. Reyndar er vafasamur rekstrargrundvöllur fyrir siglingu á verði sem er jafnvel niður undir 3 kr. danskar. Þetta skapar að sjálfsögðu mikla erfiðleika. Verið er að athuga hvort aðstoða megi síldarflotann við þær veiðar sem eru eftir, sem eru af stærðargráð- unni 10 þús. lestir, með leiðbeiningum til þeirra frystihúsa sem helst geta og vilja frysta síld. Þetta er í athugun og ákvarðanir um þetta verða teknar á allra næstu dögum. Ég sagði í upphafi máls míns, að ég vildi fyrst og fremst ræða um mörkun þorskveiðistefnu, eða fiskveiðistefnu eins og sagt er. Ég vil í fyrstu geta þess, sem komið hefur fram í fréttum, að þorskafl- inn nú í ár er orðinn æðimikill, um 370 þús. lestir. Við áætlum að með þeim takmörkunum sem ný- lega hafa verið ákveðnar, þ.e.a.s. 18 þorskveiði- banndagar á togarana í desembermánuði, sem þeim er reyndar heimilt að taka allt frá 20. nóv- ember, og banni á veiðar bátanna frá 20. desemb- er, verði heildaraflinn rúmlega 400 þús. lestir, lík- lega aðeins meiri hjá bátum heldur en togurum. Við höfum áætlað fyrir bátaflotann 205 þús. lestir, en 200 þús. lestir á togaraflotann. Virðist því allt stefna að því að afli báta og togara verði nokkuð jafn eins og hann hefur verið undanfarin ár. Hann var eiginlega hnífjafn 1977, aðeins meiri hjá tog- urum 1978, nokkuð jafn 1979 og virðist ætla að verða það aftur nú. Allt frá því að ég tók við starfi sjávarútvegsráð- herra hefur að því verið unnið, fyrst og fremst í sjávarútvegsráðuneytinu og með stofnunum sem því eru tengdar, eins og Fiskifélagi íslands, sér- staklega Má Elíssyni og þeim sem þar safna upp- lýsingum og miðla, og með Framkvæmdastofnun, að því að móta það sem kallað hefur verið ný fisk- veiðistefna. Einnig starfar með mér sérstök nefnd þingmanna. Þeirri stefnu sem fylgt hefur verið í þorskveiðum 630 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.