Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 28

Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 28
stakt fyrirtæki sem gerir þetta og er það nú að færa út kvíarnar. Einnig hafa verið gerðar margs konar rannsókn- ir með að framleiða meltur úr fiskslógi, grásleppu, hvalinnyflum o.fl. og tilraunir með að nota melt- urnar til fóðurs bæði í Danmörku og hérlendis í samvinnu við Rannsóknastofnun landbúnaðarins o.fl. Tilraunir eru í gangi með að nýta slóg í fiski- skipum þ.e. einkum skuttogurum og nýta þá lifr- ina um leið sé hún ekki hirt sérstaklega. Hafa þess- ar rannsóknir þegar gefið það góða raun að nokkr- ir aðilar eru að hefja framleiðslu á meltum úr slógi og bændur að byrja að nota þær til fóðurs. Rannsóknastofnunin hefur um árabil beitt sér fyrir þvi að gera tilraunir með efnafræðilegar og eðlisfræðilegar mœlingar á ferskleika fisks, eða gæðum ferskfisks. Þó að skynmatið sé enn það eina sem gildir í þessum efnum, eru TMA-mæling- ar stofnunarinnar í vaxandi mæli notaðar til við- miðunar um hráefnisgæði í fiskvinnslu. Rannsóknastofnunin hefur staðið að tilrauna- vinnslu á kolmunna og öðrum smáfiski í mörg ár. Niðurstöður úr þessum tilraunum hafa leitt í ljós að smáfiskskreið er sú framleiðsla sem er arðvæn- legust. Sá búnaður sem stofnunin á stóran þátt í að hanna og smíða er eftirþurrkunarbúnaður, færi- bandaþurrkari og grindaþurrkari. Eftirþurrkunar- búnaðurinn er notaður í þremur þurrkstöðvum. Grindaþurrkari og allur annar þurrkbúnaður í einni stöðinni er hannaður hjá Tæknideild Rann- sóknastofnunarinnar. Tæknideildin hefur prófað mismunandi þurrk- skilyrði og fundið hagkvæmustu þurrkskilyrðin fyrir grindaklefa, færibandaklefa og eftirþurrkun. Þurrkbúnaðurinn er útfærður þannig að hægt er að þurrka jöfnum höndum hausa, loðnu, spærling og kolmunna. Slægingavélar hafa verið prófaðar á kolmunna og ein slægingarvél smíðuð fyrir kol- munna. Norðmenn hafa hagnýtt sér þær niðurstöður sem Rannsóknastofnunin hefur aflað um þurrk- skilyrði og þurrktækni, en náin samvinna hefur verið höfð um nýtingu á smáfiski til manneldis við Norðmenn og Færeyinga á vegum Nordforsk sem hefur veitt fé til hluta af rannsóknunum. Á síðustu árum hafa annað slagið skotið upp kollinum áður nær því óþekkt vandamál varðandi Salmonella-mengun í fiskmjöli. Stofnunin hefur aðstoðað verksmiðjur við að komast fyrir slíka mengun og gefið út „praktískar” leiðbeiningar um fyrirbyggjandi aðgerðir. Hafa þessar leiðbeiningar verið hagnýttar a.m.k. af sumum framleiðendum á ósekkjuðu fiskmjöli með góðum árangri. Undanfarin ár hafa hörpudiskframleiðendur all- oft leitað til stofnunarinnar vegna vandamála er upp komu í vinnslu og vegna söluerfiðleika. At- huganir Rannsóknastofnunarinnar beindust aðal- lega að þeim þáttum er áhrif hafa á nýtingu hörpu- diskvöðvans, gerð hans (seigju) og vatnstap við þiðnun, en hörpudiskur er aðallega seldur laus- frystur án skeljar. Kom í ljós að forsuðan hafði mikil áhrif á seigju og var framfleiðendum ráðlagt að takmarka suðutímann við það sem nauðsynlegt er til skelflettingar. Með því að takmarka vatns- notkun við það sem nauðsynlegt er, og með notk- un polyfosfata á lokastigi vinnslunnar, á vatnstap við þiðnun hörpudisks ekki að vera vandamál leng- ur. Aðrar athuganir sýndu, að íslenskur hörpu- diskur stóð nokkrum erlendum sýnishornum fram- ar gerlafræðilega. Hreinlœtis- og hollustuþættir í fiskiðnaði voru í gagngerðri endurskoðun á árunum um 1970. Var þá á stofnuninni unnið geysimikið starf við samn- ingu staðla og leiðbeininga um hreinlæti og búnað frystihúsa. Bæklingurinn „Handbók fyrir frysti- hús. Hreinlætis- og hollustuþættir,” hefur æ síðan allt fram á þennan dag verið notaður sem leiðarvís- ir í þessum efnum. Þó að hið bandaríska lagafrum- varp sem hratt þessari herferð af stað hafi dagað uppi, er enginn vafi á því að iðnaðurinn nýtur og hefur notið mikils góðs af þeirri vinnu sem þá var unnin. í sambandi við söltun á sild hafa verið gerðar margs konar rannsóknir síðustu árin einkum um áhrif mismunandi saltskammta og myndun spinn- pœkils í sykursíld. Hafa þessar rannsóknir leitt til þess, að saltendur hafa nú miklu betra vald á sölt- uninni, þ.e. að fá saltsíld með ákveðnu saltmagni en á síðustu árum hafa kaupendur gert æ strangari kröfur á þessu sviði. Þegar farið var að salta síld á haustin og fram eftir vetri um og upp úr 1960 komu upp vandamál sem lýstu sér í því að síldin verkaðist oft illa. Rann- sóknastofnunin tók þetta mál upp og sýndi fram á það með rannsóknum að nauðsynlegt er að geyma síldina við allt að 10°C fyrstu 3-5 vikurnar eftir söltun til þess að hún verkist vel, þ.e. að geymslu- hitastigið hefur úrslitaáhrif um það, að síldin nái að verkast, enda mun um flóknar ensímatískar efnabreytingar að ræða. Síðari tilraunir sýndu, að 644 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.