Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 25
in yrði minnkuð nægilega mikið til þess að há-
marksafrakstur fáist úr stofninum (þ.e. fiskveiði-
dánarstuðull verði um 0.5) þá mun hrygningar-
stofninn stækka enn verulega eða í rúmlega 800
þús. tonn.
Stækkun möskvans hefur einnig minnkað sókn-
ina talsvert í yngri aldursflokka ýsunnar (tafla 3).
Tveggja ára ýsa veiðist varla lengur og sóknin í 3
ára ýsu hefur minnkað um 82%. Þá hefur sókn í 4
ára ýsu minnkað um 64% og 5 ára ýsu um 46%.
Þessar tölur kunna að vísu að breytast eitthvað þar
sem stutt er um liðið, en það liggur fyrir að sóknar-
minnkun i smáýsu er umtalsverð.
Tafla 3. Ýsusókn.
Meðalfiskveiðidánarstuðlar Sóknar-
Aldur 1971-1975 1977-1979 minnkun í %
2 0,029 0,002 93
3 0,182 0,032 82
5 0,470 0,169 64
5 0,755 0,410 46
6 + 0,860 0,804 7
Þrátt fyrir að núverandi möskvi sé örlítið stærri
en sá sem leiðir til betri nýtingar ýsustofnsins,
hefur afrakstur ýsustofnsins engu að síður aukist
eins og meðfylgjandi línurit sýnir (3. mynd). Há-
marksafrakstur stofnsins er nú um 5000 tonnum
meiri en hann var orðinn tímabilið 1971-1975. Þá
nýtur hrygningarstofn ýsunnar einnig góðs af
stækkun möskvans. Meðalstærð hrygningarstofns
ýsunnar var um 130 þús. tonn árabilið 1971-1975
en við smáfiskaverndunina fer hann í 190 þús.
tonna meðalstærð.
Að beiðni sjávarútvegsráðuneytisins reiknaði
Hafrannsóknastofnunin út í haust hvaða áhrif
mismunandi mikil aflatakmörkun hefði á upp-
byggingu stofnsins á næstu árum. Þar kom í ljós,
eins og alltaf var reyndar vitað, að enn er of hart
sótt í stofninn og við áframhald núverandi sóknar
myndi hámarksafrakstur aldrei nást úr stofninum.
Væri afli hins vegar takmarkaður við 400 þús.
tonn á ári yrði unnt að ná hámarksafrakstri úr
stofninum um miðjan næsta áratug. Væri afli tak-
markaður við 350 þús. tonn næðist hámarksaf-
rakstur árið 1986. í þessari spá um þróun þorsk-
stofnsins við mismunandi takmörkun afla, var
gengið útfrá ákveðnum forsendum, eins og alltaf
þegar er um spár er að ræða. Þessir útreikningar
eru nú í endurskoðun með tilliti til þess endurmats
á stofninum sem nauðsynlegt er á hverju ári útfrá
nýjum gögnum um sóknina og veiðarnar á þessu
ári, aldursdreifingu aflans og nýjum upplýsingum
úr rannsóknaleiðöngrum um stærðir þeirra ár-
ganga, sem væntanlegir eru í veiðina í náinni fram-
tið.
Eftir því sem þorskstofninn stækkar í framtíð-
inni og afli á sóknareiningu vex, útheimtir það enn
frekari aukningu skrapdaga.
Ástæðan er sú, að þegar stofninn vex, eykst afli
á sóknareiningu og þar af leiðandi heildaraflinn,
þrátt fyrir óbreytta sókn. Það hefur í för með sér
að afli takmarkast ekki eins og sumir halda. Þegar
stofn vex, verður að takmarka sóknina meira, ef
halda á aflanum innan vissra marka. Þetta þýðir
að þar sem stofninn er í vexti verður að fjölga
skrapdögum á næsta ári, eftir því hversu hratt
stofninn skal byggður upp. Þessi fjölgun skrap-
daga er náttúrlega umfram þá skrapdagaviðbót,
sem sifelld stækkun fiskiskipaflotans kallar sjálf-
krafa á. Fjölgun skrapdaga þýðir meiri sókn í
hinar botnfisktegundirnar, sem þegar eru ýmist
fullnýttar eða ofveiddar. Hafrannsóknastofnunin
mælti með 15 þús. lesta hámarksafla á grálúðu í
ár. Grálúðuaflinn stefnir aftur á móti í nær tvö-
faldan hámarksafla eða 28 þús. lestir. Karfaafli fer
og fram úr æskilegu hámarki. Það er ljóst að
skrapdagakerfið hefur gengið sér til húðar. Mein-
semdina er að finna í afkastagetu fiskiskipastólsins.
Fyrstu 4 mánuði þessa árs veiddust 300 þús. tonn
af botnfiski og vantaði þó nokkuð á að allir botn-
fiskstofnar væru í hámarki svo ekki er óeðlilegt að
ætla að aflinn hefði komist í 400 þúsund lestir, ef
ástand botnfiskstofnanna hefði verið eins og það
getur orðið bezt. Þótt alltaf veiðist minna siðari
hluta árs er það engum vafa undirorpið að afkasta-
geta botnfiskaflotans er yfir milljón tonn á ári.
Þessi staðreynd er þeim mun sárgrætilegri, þegar
allir útreikningar sýna að afrakstursgeta botnfisk-
stofnanna er ekki nema 800 í hæsta lagi 850 þús.
tonn á ári.
ÆGIR — 641