Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 11
Setningarræða
Más Elíssonar
fiskimálastjóra
Ég vil bjóða þingfull-
trúa og gesti velkomna til
Fiskiþings, hins 39. í röð-
inni.
Ég vil í upphafi minn-
ast tveggja félaga okkar
sem látizt hafa frá því að
við komum hér saman á
síðasta ári — þeirra Krist-
jáns Gústafssonar, útg,-
manns frá Höfn í Horna-
firði og Jóns Axels Pét
urssonar, bankastjóra Reykjavík. Kristján Gúst-
afsson lézt á Borgarspítalanum í Reykjavík hinn
27. apríl s.l. tæplega sextugur að aldri. Hann var
fæddur á Djúpavogi hinn 12. maí 1921. Eins og títt
er um fólk í sjávarplássum tók hann að stunda sjó
og starfa við fiskvinnslu strax á unglingsárum sín-
um. Hann lauk fiskimannaprófi hinu meira á árinu
1947 og gerðist skömmu síðar stýrimaður og síðan
skipstjóri á ýmsum skipum. Sjálfstæðan útgerðar-
rekstur hóf hann 1960 og rak hann lengst af frá
Hornafirði til ársins 1976. Hann stofnaði og til
veiðarfæragerðar og var framkvæmdastjóri henn-
ar þar til hann stofnaði með öðrum til síldarsölt-
unar er síðar varð umsvifamikið fyrirtæki á Höfn.
Kristján átti sæti á Fiskiþingi 1975 og 1976, sem
fulltrúi Austfirðinga og tók um langt árabil virkan
þátt í félagasamtökum — ekki sízt Sambandi Fiski-
deilda í Austfirðingafjórðungi.
Jón Axel Pétursson bankastjóri lézt í Reykjavík
hinn 6. júní s.l. Hann var fæddur á Eyrarbakka
hinn 29. sept. 1898 og var því rúmlega áttræður, er
hann féll frá. Hann stundaði um hríð sjómennsku
frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn en síðan m.a. á
skipum Eimskipafélags íslands. Eftir að hafa lokið
farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum árið 1920
var hann í siglingum á norskum og enskum skipum
m.a. sem stýrimaður. Um margra ára skeið var
hann hafnsögumaður í Reykjavík. Framkvæmda-
stjóri BÚR var hann frá 1946-1961 og settur
bankastjóri við Landsbanka íslands frá 1961 til
þess að hann hætti störfum fyrir aldurssakir. Hann
tók mikinn þátt í félagsstörfum — var lengi bæjar-
fulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík, í stjórn Stýri-
mannafélags íslands og lengi formaður þess. Mörg
fleiri félagsmálastörf hans mætti nefna. Jón Axel
átti sæti í stjórn Fiskifélags íslands frá 1957-1970,
sem varamaður Emils Jónssonar fyrrv. sjávarút-
vegsráðherra. Mætti hann reglulega á fundum í
ráðherratíð Emils.
Þá vil ég minnast starfsmanns Fiskifélagsins,
Guðmundur Péturssonar skipstjóra, sem lézt á s.l.
vori. Guðmundur starfaði við Áhafnadeild Afla-
tryggingasjóðs — vinsæll maður og vel látinn, ná-
kvæmur og samvizkusamur í starfi.
Frá því að síðasta Fiskiþing var haldið í nóvemb-
er 1979, hafa 24 sjómenn látið lífið við skyldustörf
sín. Er það mikil þlóðtaka sjómannastéttinni og
meiri en mörg undangengin ár.
Bið ég viðstadda að rísa úr sætum í virðingar-
skyni.
Ég vil leyfa mér að minna á, að á þessu ári eru
liðin 75 ár frá því að tímaritið Ægir kom fyrst út.
Útgefandi og fyrsti ritstjóri var Matthías Þórðar-
son frá Móum. Ekki er hægt að segja að tíð rit-
stjóraskipti hafi verið við Ægi, auk Matthíasar má
nefna Sveinbjörn Egilsson, Lúðvík Kristjánsson og
Davíð Ólafsson. Get ég á þessum vettvangi ekki
stillt mig um að minnast á hið gagnmerka rit um
íslenzka sjávarhætti, sem Lúðvík Kristjánsson
hefur unnið að um margra ára skeið, en fyrsta
bindi þess er nýlega komið út.
Þá vil ég minna á, að á næsta ári — nánar til-
tekið hinn 20. febrúar verða liðin 70 ár frá stofnun
Fiskifélags íslands. Fyrsta Fiskiþing var háð árið
1913 og getum við í þessum salarkynnum séð mynd
af þeim fyrirrennurum okkar, sem þetta þing sátu.
Þrátt fyrir mikinn efnahagsvanda, sem hrjáð
hefur okkur undanfarið og enn blasir við, er ekki
hægt að segja annað en að náttúran hafi verið
okkur gjöful á þessu ári, bæði til lands og sjávar.
Undantekning er að sjálfsögðu loðnan — ástand
loðnustofnsins og það að við sitjum ekki lengur
einir við það borð. Loðnustofninn, eins og aðrir
uppsjávarfiskar, virðist háðari meiri sveiflum en
aðrir fiskstofnar og þessvegna væntanlega við-
kvæmari fyrir veiðum en þeir. Þegar við þetta
ÆGIR — 627