Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 30

Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 30
stuðli fyrir hvert ár. Endurmatsverðið er síðan fyrnt um 2-20% eftir tegund eignar, fyrir hvert ár sem við- komandi eign hefur verið í eigu skattaðila. Eign má aldrei fyrna meira en svo að ávallt standi eftir sem niðurlagsverð 10% af fyrningargrunni hennar, þar til eignin er ónýt. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að endur- mat fari fram á hverju ári. Við endurmat fasteigna er heimilt að nota fasteignamatsverð 1. janúar 1979 í stað framreiknaðs kostnaðarverðs. Áður eignfært gengistap erlendra skulda svo og verðbótaþáttur skulda skal afskrifa eftir 1. janúar 1979 eins og áður, en gengistap og verðbótaþáttur lána eftir 1. janúar 1979 skal gjaldfæra. 2. Söluhagnaður af seldum fastafjármunum þ.e. skipum, fasteignum, vélum o.fl., telst nú mismunur söluverðs og endurmatsverðs eigna. Söluhagnaði þessum má dreifa sem sérstakri fyrningu á þær eignir sem fyrir eru eða eignir sem keyptar verða innan tveggja ára frá sölu. Áður fór skattskyldur söluhagnaður eftir aldri eigna og þá miðað við kaupverð eða kostnaðarverð að frádregnum fyrningum. 3. Allar skuldir sem til eru í ársbyrjun hvers árs að frádregnum eignum öðrum en skipum, fasteign- um, vélum o.þ.h., svo oe eignarhlutum í öðrum fé- lögum, þ.e. hlutafé og stofnfé, margfaldast upp með verðbreytingarstuöli reikningsársins, 1980 er það 54,91%, og færist útkoman til teknaá rekstrar- reikningi en til frádráttar á móti endurmatshækkun eigna. Ef skuldirnar reynast lægri en viðkomandi eignir, margfaldast sá mismunur upp með verð- breytingarstuðli og færist útkoman til gjalda á rekstrarreikningi og á móti til hækkunar á endur- matsreikningi. Heimilt er að fyrna fyrnanlegar eignir um allt að 50% af tekjufærslu vegna verðbreytingar þessarar. 4. Heimilt er að færa til gjalda á kaupári alla fyrnanlega hluti sem kosta undir 700 þúsund krón- ur. Einnig er heimilt að gjaldfæra á kaupári allt lausafé sem hefur skemmri endingartíma en 3 ár. 5. Niðurfærsla vörubirgða lækkar í 4 áföngum úr 30% niður í 10% af kostnaðarverði. 6. Yfirfæranlegt tap fyrra árs eða ára skal endur- meta og hækka frá 1. janúar 1980 um verðbreyt- ingarstuðul hvers árs í fyrsta sinn á framtali 1981. 7. Heimilt er að fyrna fyrnanlega eign sem ætluð er til öflunar tekna, þótt hún hafi ekki verið tekin i notkun á árinu, enda sé fjármagnskostnaður inni- falinn í stofnkostnaði. Þessi fyrning má nema allt, að sömu upphæð og verðbreytingarstuðull, þó má upphæðin ekki nema hærri upphæð en tekju- færslu nemur. 8. í eigin atvinnurekstri skal eigandi eða eigend- ur, ákveða sér laun við atvinnureksturinn eins og þeir mundu hafa fengið í starfi við hliðstæð störf hjá öðrum aðila. 9. Greiddur arður hjá hlutafélagi er ekki frá- dráttarbær nema að hálfu, en reikna má hann fyr- irfram. Hámarskfrádráttur er 5% af hlutafé. 10. Heimil er útgáfa jöfnunarhlutabréfa sem byggð er á eiginfjárstöðu 1. janúar 1979. 11. Heimilt er að fyrna viðskiptakröfur um sam- tals 5% af kröfuupphæð. 12. Eignarskattur er ekki frádráttarbær frá tekj- um. 13. Varasjóð skal nota á móti tapi áður en yfir- færanlegt tap er notað. Ofangreindar breytingar hafa einkum haft þessi áhrif: 1. Við endurmat eigna hefur bókfært eigið fé hækkað verulega, sérstaklega ef um fasteignir hefur verið að ræða. Við þessa hækkun eigin fjár hefur stofn til eignarskatts hækkað mikið. Við endurmatið hefur fyrning hækkað verulega á fast- eignum, en á skipum og vélum og tækjum sem hafa verið í eigu sama aðila lengur en 8-12 ár eru engar fyrningar, þar sem eignirnar eru komnar i niðurlagsverð 10%. Þar sem skipin hafa verið í eigu sama aðila í skemmri tíma en 11 ár, hafa fullar fyrningar af endurmati fengist enda þótt áður hafi verið búið að fyrna skipið niður í niður- lagsverð, en þetta stafar af því að hundraðshluti af fyrningargrunni er lækkaður niður í 8%. Verður því um endurvakningu á fyrningum að ræða á nokkrum hluta bátaflotans. 2. Ákvæði laganna um skattlagningu söluhagn- aðar virðist koma mjög misjafnlega niður á rekstr- araðilum. Aðili í fiskiðnaði, þar sem starfsemin fer aðallega fram með notkun húsa og véla, fær lítinn sem engan skattskyldan söluhagnað af sölu sinna fasteigna þar sem endurmat eignanna virðist ekki langt frá mögulegu söluverði. Hinsvegar hefur komið í ljós að útgerðarmaður sem selur bát sinn sem hann hefur átt lengur en ca. 4 ár getur lent í verulegum tekjuskatti af söluhagnaði ef hann getur ekki notað söluhagnaðinn til fyrningar á öðrum eignum. Raunverulegt dæmi er útgerðarmaður sem seldi bát 646 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.